Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 8
8 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Berin komin Stúlkurnar sem nú dvelja í sumar- búðum í Ölveri fundu svo mikið af berjum í gönguferð að fjallinu Blákolli í fyrradag að margar þeirra sneru til baka með bláar varir að því er fram kemur á heimasíðu KFUM og K. LÍFRÍKIÐ Vestfjarðavíkingurinn í gang Fyrsta lotan í kraftakeppninni Vest- fjarðavíkingnum verður á Reykhólum í dag. Keppnin hefst klukkan fjögur með kútakasti og Herkúlesarhaldi. . Uppbygging í Selárdal Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið óskar eftir því við Vesturbyggð að stofnaðar verði lóðir um hús og húsarústir í Selárdal. Ráðuneytið og sveitarfélagið hyggjast ræða saman um uppbyggingu á svæðinu umhverf- is listasafn Samúels Jónssonar og allt sem lýtur að Selárdal og heyrir undir ráðuneytið. VESTFIRÐIR Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA V ÍK Létt peysa sem teygist á fjóra vegu HERRA HETTUPEYSA Verð: 18.500 kr. Verð: 22.500 kr. SPECIAL EDITION Þornar fl jótt og andar vel DÖMU HETTUPEYSA V ÍKV ÍK Aðsniðin og hlý dömu peysa sem þornar fl jótt Verð: 18.500 kr. Litur Litur BANDARÍKIN, AP Mikil hætta getur stafað af um 3.500 vanhirtum og yfirgefnum olíuborholum í Mex- íkóflóa, samkvæmt fréttum Asso- ciated Press-fréttastofunnar, sem hefur rannsakað málið. Bor- holurnar eru í opinberum skjöl- um sagðar hafa verið yfirgefn- ar tímabundið, en hafa margar hverjar verið það svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Að minnsta kosti 23 þúsund lokað- ar borholur til viðbótar eru í fló- anum. Yfirgefnar borholur geta valdið miklum umhverfisskaða, og olíu- slysið í flóanum í apríl varð ein- mitt þegar verið var að steypa í borholu og undirbúa tímabundna lokun. Sérfræðingar sem rætt hefur verið við segja að þrýstingur geti myndast á nýjan leik í yfir- gefnum borholum, rétt eins og í eldfjöllum. Það geti leitt til leka. Þá hafi sjór og neðanjarðarþrýst- ingur áhrif á steypu, sem notuð er til að loka þeim, og pípulagn- ir og geti orðið til þess að bæði veikist. Steypa geti brotnað eða tærst upp, rétt eins og hún geri ofanjarðar í byggingum og vegum. Þar sem mögulegt er að setja borholur í notkun á ný er þeim holum sem er tímabundið lokað yfirleitt ekki lokað eins vel og þeim sem er varanlega lokað. Reglur um tímabundið yfirgefnar borholur skikka olíufyrirtækin til að setja fram áætlanir innan árs um annaðhvort áframhaldandi notkun á þeim eða algjöra lokun. Þessar reglur eru þó gjarnan sveigðar og virðist sem stjórn- völd rannsaki ekki hvort reglum er fylgt heldur taki skjöl frá olíu- fyrirtækjunum gild. Tugþúsund- ir olíuborholna eru taldar illa lok- aðar, ýmist vegna þess að þeim var lokað fyrir tíma strangra reglna um slíkt eða vegna þess að eigendur þeirra brjóta regl- urnar. Fyrirtæki freistast til að loka holunum ekki nægilega vel, þar sem það er bæði tímafrekt og dýrt. Þátt fyrir viðvaranir um leka hafa hvorki stjórnvöld né iðnað- urinn látið meta stærð vandans og því veit enginn hversu margar borholur leka né hversu mikið. thorunn@frettabladid.is Mikil hætta af yfir- gefnum borholum Þúsundir olíuborholna eru yfirgefnar í Mexíkóflóa án þess að gengið sé frá þeim á fullnægjandi hátt. Þetta sýnir ný rannsókn. Umhverfisslys eins og það sem varð í flóanum í apríl, og var það stærsta sinnar tegundar, geta því orðið fleiri. SLYSIÐ Í MEXÍKÓFLÓA Olíulekinn í Mexíkóflóa í maí er stærsta umhverfisslys sinnar tegundar í Mexíkóflóa. Þúsundir borholna eru vanhirtar og yfirgefnar í flóanum sam- kvæmt rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hálffertugur Grindvíkingur hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi, framið í maí í fyrra. Manninum er gefið að sök að hafa ekið ölvað- ur og próflaus yfir á öfugan vegarhelming á Grinda- víkurvegi og framan á annan bíl, með þeim afleið- ingum að ökumaður hins bílsins lést. Hinn ákærði ók Ssangyong-jeppa sínum eftir Grindavíkurvegi snemma að morgni mánudagsins 27. maí í fyrra og skall framan á litlum Volkswagen- sendiferðabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Þeim bíl ók Sigurfinnur Jónsson, 48 ára, og lést hann sam- stundis við áreksturinn. Samkvæmt ákæruskjali var hinn ákærði tölu- vert ölvaður undir stýri. Vínandamagn í blóði hans mældist þrjú prómill en sektir fyrir ölvunarakstur hætta að hækka þegar komið er yfir tvö prómill. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Allt að sex ára fangelsisvist liggur við broti sem þessu. - sh Olli banaslysi þegar hann ók próflaus og ölvaður yfir á öfugan vegarhelming: Ákærður fyrir manndráp AF VETTVANGI Ökumaður sendiferðabílsins lést samstundis í árekstrinum. Hinn ákærði slasaðist töluvert. MYND / VÍKURFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuð- ur í júní var hagstæður um 8,6 milljarða króna samkvæmt bráða- birgðatölum frá Hagstofunni sem birtar voru í gær. Vörur voru flutt- ar út fyrir tæpa 48,0 milljarða króna en innflutningur nam 39,3 milljörðum króna í mánuðinum. Frá áramótum er vöruskiptajöfn- uður því hagstæður um 63,5 millj- arða króna en á sama tímabili árið 2009 var hann hagstæður um 39,3 milljarða. - mþl Nýjar tölur frá Hagstofunni: Vöruskiptajöfn- uður jákvæður FRÁ SUNDAHÖFN Bæði inn- og útflutn- ingur hefur verið meiri í ár en í fyrra. LANDBÚNAÐUR Matvælastofnun á Selfossi hefur að fullu tekið við búfjáreftirliti af Bændasamtök- um Íslands frá og með síðustu mánaðamótum. Búfjáreftirlitsmenn munu því framvegis njóta handleiðslu Mat- vælastofnunar og þaðan munu haustskýrslur berast bændum og öðrum búfjáreigendum í haust. Í búfjáreftirliti felst söfnun forðagæsluskýrslna, úrvinnsla og afgreiðsla gagna um fjölda búfjár og fóðuröflun í landinu. - jss Matvælastofnun við eftirlit: Tekur við öllu búfjáreftirliti 1. Hversu háa sekt gætu konur í Frakklandi þurft að borga fyrir að klæðast búrkum? 2. Hvar stendur söluturninn nú sem á að flytja á Lækjartorg? 3. Hvaða sjónvarpsstöð mun sýna frá tónleikum FM Belfast? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.