Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 10

Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 10
10 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvernig skiptir nýi meirihlutinn með sér völdum í Reykjavík? HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS High Peak Ancona 4 og 5 manna Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190/200 cm. Verð 42.990/52.990 kr. High Peak Como 6 manna Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 200 cm. Verð 39.990 kr. High Peak Nevada 3 manna Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Öll helstu merkin í tjöldum Nýtt lykilfólk er tekið við stjórn mála hjá Reykja- víkurborg í umboði meiri- hluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins Skipting lykilembætta kjörinna fulltrúa Reykvíkinga milli full- trúa Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar sést á myndinni hér að ofan. Þar eru tiltekin hefðbundin lykilembætti, það er að segja þau ráð sem mynda grunneiningarnar í skipuriti borgarinnar og annast ráðstöfun þorra þeirra fjármuna sem borgin veltir á hverju ári. Einnig eru talin með stærstu dótturfyrirtæki borgarinnar, Orkuveita Reykjavíkur og Faxa- flóahafnir og rekstrargjöld þeirra samkvæmt síðasta ársreikningi. Nokkur breyting hefur orðið á skipuriti borgarinnar með tilkomu nýja meirihlutans. Helstar eru þær að leikskólaráð hefur verið lagt niður og mennta- ráð hefur tekið að sér umsjón með verkefnum leikskólaráðs og tíu milljarða fjárveitingum til leik- skólamála. Eins hefur eigna- og fram- kvæmdaráð verið lagt niður og borgarráð hefur nú umsjón með eigna- og framkvæmdasviði borg- arinnar og ber ábyrgð á rekstri fasteigna borgarinnar og nýjum fjárfestingum. Í gegnum þessa mynd sést því hve miklum peningum skattborg- aranna helstu trúnaðarmenn Sam- fylkingarinnar og Besta flokksins bera ábyrgð á. Sá mælikvarði er auðvitað ekki einhlítur á völd og áhrif borgarfulltrúa og flokk- anna sem þeir eru fulltrúar fyrir. Skipulagsráð mótar til dæmis stefnu sem ræður þróun borgar- innar og mótar umhverfi og lífs- gæði borgarbúa, auk þess sem ráðið ákveður að leyfa eða leyfa ekki tugmilljarða framkvæmdir á vegum annarra aðila en borgarinn- ar sjálfrar. Það ráð ráðstafar hins vegar aðeins um 500 milljónum króna af fjármunum borgarinnar. Hið sama má segja um tugi smærri nefnda, stjórna og ráða, sem nú lúta forystu fulltrúa Samfylking- ar og Besta flokksins, en eru ekki grunneiningar í skipuriti borgar- innar. Þar má nefna hverfaráðin, mannréttindaráð og ýmsar rekstr- arstjórnir, að ógleymdum byggða- samlögum og samstarfsnefndum sem borgin er þátttakandi í með öðrum sveitarfélögum. Svona skiptast völdin í Reykjavík Pétur Gunnarsson peturg@frettabladid.is Diljá Ámundadóttir Íþrótta- og tóm- stundaráð 7,3 milljarðar Páll Hjaltason Skipulagsráð 500 milljónir Dagur B. Eggertsson Formaður borgarráðs Rekstur og fjárfestingar (áður eigna- og framkvæmdaráð). 13,4 milljarðar Jón Gnarr Borgarstjóri 110 milljarðar* Einar Örn Benediktsson Menningar- og ferðamálaráð 2,7 milljarðar *Útgjöld borgarsjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2010 og Orkuveitu og Faxaflóahafna samkvæmt ársreikningum 2009. Oddný Sturludóttir Menntaráð (og Leik- skólaráð til áramóta) 28,3 milljarðar Karl Sigurðsson Umhverfis- og sam- gönguráð 5,5 milljarðar Þau fara með völdin í borginni Björk Vilhelmsdóttir Velferðarráð 13,5 milljarðar Haraldur Flosi Tryggvason Orkuveita Reykjavíkur 20 milljarðar. Hjálmar Sveinsson Faxaflóahafnir 2 milljarðar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.