Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 18
18 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Nýjar Evrópureglur eiga að sjá til þess að farsímanot- endur fái ekki háa reikn- inga vegna gagnanotkunar í símum erlendis. Nýjar reglur, sem gilda í öllum löndum á EES-svæðinu og tóku gildi 1. júlí, segja til um sértækt kostnaðarþak á símreikningum þegar ferðast er erlendis. Hug- myndin er að koma í veg fyrir að símnotendur fái himinháa reikn- inga vegna gagnaflutnings í síma erlendis. Kostnaðarþakið gildir um sms- og mms-skilaboð og einnig um netnotkun erlendis. Dæmi eru um að einstaklingar hafi notað síma sína óvarlega í utanlandsferðum og fengið símreikninga upp á hundruð þúsunda í kjölfarið. Símafyrirtækin hafa brugðist við þessum reglum og frá síðustu mán- aðamótum hefur nýtt GPRS-vökt- unarkerfi verið í notkun. Kerfið vaktar gagnamagnið sem viðskipta- vinir sem ferðast um Evrópu nota og varar þá við þegar 80 prósent af 50 evra kostnaðarþaki er náð. Þegar 100 prósent af þakinu er náð er GPRS-tengingin aftengd hjá viðskiptavininum nema hann óski eftir öðru. „Þetta er bara mjög gott mál að okkar mati. Þetta er aukin þjónusta við neytendur og kemur þá í veg fyrir að fólk sé að fá bak- reikninga þegar það kemur heim því eðlilega vill fólk nota sinn síma eins og það notar hann á Íslandi. Fólk liggur sjaldnast í verðskrám áður en það fer út,“ segir Margrét Stefánsdóttir, forstöðumaður sam- skiptasviðs Símans. Hrannar Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Voda- fone, tók í sama streng og fagnar breytingum. Fleiri breytingar fylgja nýju lögunum en nú er gjaldfrjálst að hringja í þjónustunúmer símafyr- irtækjanna frá Evrópu auk þess sem móttekin talskilaboð eru gjaldfrjáls. Nýju reglurnar eru önnur útgáfa af reglugerð frá árinu 2007 þar sem þak var sett á verð á talsímaþjónustu erlendis en verð lækkaði víða í Evrópu í kjölfarið. Póst- og fjarskiptastofnun sem fylgist með því að símafyrirtæk- in fari eftir reglunum, mun birta úttekt á stöðu þessara mála um miðjan mánuðinn og mun auglýsa breytingarnar samhliða því. Hrafn- kell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, sagði að fyrsta útgáfa þessarar reglugerðar hefði reynst gagnleg og sagði íslensku símafyrirtækin hafa sinnt þessum málum vel. magnusl@frettabladid.is Komið í veg fyrir himin- háa símreikninga ÓHÆTT AÐ VAFRA ERLENDIS Gleymi fólk sér á netvafri í símum erlendis er netið nú aftengt sjálfkrafa fari símreikningurinn yfir um 8 þúsund krónur. Helga Ólafsdóttir er annar stofnenda og eigenda barna- fataverslunarinnar Ígló. Hún segir sín bestu kaup á lífsleið- inni vera risastóra leðurtösku frá Marc Jacobs. „Taskan mín er án efa bestu kaupin. Ég hef notað hana í mörg ár og hún er í fullkominni stærð,“ segir Helga. „Það fylgir mér svo mikið dót og drasl daglega, meðal annars fartölv- an mín, og það er pláss fyrir þetta allt saman í töskunni. Svo verður hún fallegri með hverju árinu. Leðrið fær á sig flotta, notaða áferð og heldur sér svakalega vel.“ Verstu kaup Helgu eru af öðrum toga. Hún telur að léleg heimilistæki almennt séu versta fjárfesting sem hún hefur gert. „Þó sérstaklega ryksugur,“ segir Helga. „Ég virðist alltaf kaupa lélegar ryksugur og læri aldrei.“ Helga tekur fram að í dag sé svo dýrt að gera við gömul heimilistæki að oftast borgi sig að henda þeim og kaupa ný. NEYTANDINN: Helga Ólafsdóttir, annar eigandi Ígló Taskan verður betri með árunum Útivistarverslunin Everest er eina verslunin á höfuð- borgarsvæðinu sem selur notuð reiðhjól. Eru þau tekin upp í ný, yfirfarin og seld viðskiptavinum fyrir um það bil helming af því verði sem ný reiðhjól kosta. Everest verslar með þekkt vörumerki á borð við Wheeler og Scwinn og segir Ólafur Magnússon verslunarstjóri verð reiðhjólanna fara eftir aldri og ástandi. „Notuð hjól eru á verðbilinu 20 til 30 þús- und og ný frá um það bil 55 þúsund krónum,“ segir Ólafur. „En fyrstir koma, fyrstir fá, vegna þess að eftirspurnin er mun meiri en framboðið.“ Everest er í Skeifunni 6, 108 Reykjavík. ■ Reiðhjól Notuð reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu Opnunartími: Mán - Föst. kl: 10-18 Laug - Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík • Sími 551 5600 • utilegumadurinn.is Eximo 520L Hjólhýsi Eximo 460 Hjólhýsi Eximo 2010 hjólhýsi á einstöku verði ! Verð: 2.550.000krVerð: 2.698.000kr • Létt og meðfærileg hús, auðveld í drætti. • Mjög gott verð. • Sterklega smíðuð hús. • Falleg hönnun. • 91 Lítra ísskápur. • Gasmiðstöð m/ Ultra heat ( rafm. hitun ) • Litaðar rúður • 12 og 220 Volta rafkerfi. Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 5 (kojuhús) Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 4 Lengd: 4,57 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1000 kg Svefnpláss fyrir 4 Frábær kaup Eximo 520B Hjólhýsi Verð: 2.698.000kr Þrjár tegundir bifreiða voru innkallaðar af umboðum í gær samkvæmt vef Neyt- endastofu. Ingvar Helgason innkallaði Renault-bifreiðar af gerðinni Scenic II vegna endurforritunar á rafrænni handbremsu sem í einstökum tilvikum getur haft þær afleiðingar að handbremsan fer á. Um er að ræða bifreiðar framleidd- ar frá upphafi framleiðslunnar fram til 20. júní 2005. Brimborg á Íslandi kallaði inn Volvo-bifreiðar af gerðinni S80, V70, XC70, XC60 vegna viftureimastrekkjara sem getur heft hreyfanleika bifreiðarinnar. Einungis er um að ræða bifreiðar framleiddar árið 2009. Toyota á Íslandi kallaði inn Lexus-bifreiðar af gerðinni LS600hL, LS460 og GS450h vegna ventlagorma sem geta valdið gangtrufl- unum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2006-2008. Umboðin höfðu öll samband við eigendur umræddra bíla. ■ Umboð innkalla bíla Gallar í Renault, Volvo og Lexus „Ég hef tvö ráð handa les- endum. Fyrir það fyrsta þá er algengt vandamál að hvítar skyrtur gulni með tímanum en ef maður skellir smá klóri í hvíta þvottinn þá verða þær aftur hvítar og flottar. Hitt ráðið er það að ef maður hefur málningu á höndunum og á ekki terpentínu eða hreinsilög þá getur maður blandað saman kaffikorgi og venjulegri handsápu og nuddað því á hendurnar til að ná málningunni af.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SMÁ KLÓR Í ÞVOTTINN OG SKYRTURNAR VERÐA EINS OG NÝJAR ■ Daníel Tryggvi Thors, starfsmaður í Herrafataverslun Sævars Karls 2002 2004 2006 2008 6.000.000 5.000.000 4.000.000 3.000.000 2.000.000 1.000.000 0 kr. Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin Meðalneysla heimila á ári í íslenskum krónum 3. 50 5. 69 4 3. 83 0. 72 8 4. 41 4. 45 8 5. 11 4. 47 4 Tónlistarsíðan Grooveshark.com er opin vefsíða sem gerir notendum sínum kleift að hlusta á útgefna tónlist „í beinni útsendingu“ af Internetinu. Aðgangur kostar ekkert og nýr notandi skráir sig inn með aðgangs- og lykilorði og stofnar þannig reikning, eins og á flestum notendasíðum í dag. Vefsíðan veitir aðgang að milljónum laga sem notendur geta valið úr, hlustað á og vistað inn á reikninginn sinn í formi lagalista. Hægt er að nálgast lagalistann sinn í hvaða tölvu sem er. Hafa ber í huga að hvert lag sem hlustað er á telur sem erlent niðurhal. ■ Tónlistin á Internetinu Ókeypis tónlistarsíða með milljónum laga HELGA ÓLAFSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.