Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 38
30 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Hvað á ég að gera? Hann bauð mér í sérrí og spil en ég er viss um að hann vilji taka blómið mitt! Má ég berja hann? Rólegur! Rólegur! Og hann reynir við mig! Gagn- kynhneigðasta mann heims! Halló! Pondus, ég skal laga þetta! Hann er minn! Taktu glasið þitt! Ójá! Sætis- borð og bök í uppréttri stöðu! Flugtak! Ég elska hvernig fötin sitja á þér. Ég er viss um að þú hugsar aldrei um þá staðreynd að það eru sjö ár síðan þú hættir að vinna og varðst heimavinn andi húsmóðir. Það eru reyndar sjö ár, þrír mánuðir, fjórir dagar, sex klukkutíma og 19 mínútur síðan. Eða kannski hugsarðu um það. ... Kannski skeikar mér um nanósekúndu. Stígið fram og ... Bíddu við, hvað hef ég gert?! Ohh ... Í fyrstu voru það Adam og Einar. Dökkur skýjabakkinn hleðst upp í takt við verkefnabunkann á borðinu mínu. Ég hef ekki séð til sólar í dag. Á erfitt með að halda mig að verki og held að hitastigið hljóti að vera dottið niður í eins stafs tölu. Hann virðist líka vera að hvessa og útund- an mér heyri ég varað við því að vera á þvælingi með felli- eða hjólhýsi aftan í bílum. Svo taka fyrstu droparnir að falla. EKKI það að ég hafi ætlað mér í útilegu, á ekki einu sinni felli- hýsi og leiðist að lúra í svefn- poka undir nælonhimni með grjót undir hnakkanum. Kann miklu betur við mig undir dún- sæng. Veðrið ætti heldur ekkert að trufla mig þar sem ég sit inni við vinnu. Kannski er betra að slæmi kaflinn komi núna svo ég eigi góða veðr- ið inni þegar ég fer í frí. Innst inni veit ég þó að á það er ekki að treysta, íslensk veðr- átta er ólíkindatól. EKKI þýðir að drolla við dagdrauma um sumarfríið svo ég sný mér aftur að verkefna- haugnum sem ég þarf að ryðjast í gegnum. Bölva í huganum yfir seinaganginum í sjálfri mér og hefst handa, þangað til ég læt taktfast suð fyrir utan gluggann trufla mig aftur. Fyrir utan er síðhærður unglingur að slá brekk- una með orfi. Klæddur í bæjarvinnuvesti lætur hann sér ekki leiðast heldur dansar og dillar sér við vinnuna. Hann sveiflar sláttuorfinu til og frá, þrátt fyrir rigning- una, svo sítt taglið sveiflast með. Sjálfsagt með tónlist í eyrunum. RIGNINGUNA kann ég reyndar líka að meta. Ekki aðeins er hún góð fyrir gróð- urinn í nýþökulögðum garðinum mínum heldur getur hún verið svæfandi þegar hún dynur á þakjárninu. Svæfing er reyndar ekki það sem ég þarf á að halda þessa stundina svo ég stekk upp úr stóln- um og hleyp út á stétt. Rigningin er nefni- lega líka hressandi þegar heilastarfsemin er við það að ryðga föst svona seinni part dags. Ég sný andlitinu til himins og safna nokkrum dropum á kinnarnar áður en ég fer aftur inn, tilbúin í slaginn. ÞEGAR ég sest aftur niður hefur rofað til í hausnum á mér og hrúgan fyrir fram- an mig virðist ekki eins óyfirstíganleg. Ég tek síðhærða unglinginn mér til fyrir- myndar, set tónlist í eyrun og syng með: „Mér finnst rigningin góð!“ Lögin við vinnuna OPIÐ KL. 11 - 19 ALLA DAGA VIKUNNAR BÆKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.