Fréttablaðið - 22.07.2010, Page 28

Fréttablaðið - 22.07.2010, Page 28
MASKARI og gott rakakrem er oft alveg nóg til að líta vel út á sumrin. Þegar húðin er fallega útitekin er alveg óþarfi að fela hana á bak við þykkt lag af farða. Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Færeyingurinn Árni Gærdbo klæðskeri ræður ríkjum í Skradd- aranum á horninu á Lindargötu 38. Hann hefur starfað í greininni í yfir fimmtíu ár, ýmist á Íslandi eða í Færeyjum. Nú er hann í fyrsta skipti með karlkyns klæðskera- nema hjá sér og það þykir honum ánægjuleg þróun. „Klæðskurður hefur orðið kvennafag á síðustu áratugum og reynst erfitt að snúa því við en Kjartan Ágúst er ungur og áhugasamur maður og hann getur gert allt,“ segir Árni sem verður áttræður á næsta ári. Hann byrjaði að læra 2. janúar árið 1952 hjá Klæðaverslun Andrésar Andr- éssonar á Laugavegi 3 en á síðustu árum kveðst hann hafa einbeitt sér að fatabreytingum fyrir verslanir og einstaklinga. Kjartan mun útskrifast sem klæðskerasveinn úr Tækniskól- anum um næstu áramót eftir fjög- urra ára nám. Hvað kom til að hann valdi þetta fag? „Ætli það sé ekki ástríða fyrir fötum og þörf fyrir að geta klætt mig í það sem mér dettur í hug,“ svarar hann. „Í Tækniskólanum lærir maður allt frá grunni; sníðavinnu, efnismeð- ferð og saumaskap.“ „Annars lærir maður mest þegar maður er búinn að læra,“ skýtur Árni inn í. Þeir félagar segjast gera mikið af því að breyta jakkafötum, þrengja jakkana í mittið, ermarn- ar líka og jafnvel minnka axlirnar. „Þótt breytt föt verði aldrei eins og sérsaumuð þá eru breytingarn- ar alltaf til bóta og mönnum líður betur í fötunum,“ segir Kjartan Ágúst. Árni bætir við að ýmsir láti sauma á sig föt í Asíu og þau geti litið vel út við fyrstu sýn en sniða- gerðin sé ekki vönduð. Kjartani Ágústi þykir allur sér- saumur skemmtilegur, hvort sem um er að ræða kjóla eða karl- mannaföt. „Ég teikna upp grunn fyrir hvern og einn því engir tveir einstaklingar eru eins í laginu og hver sentimetri skiptir máli,“ segir hann. Báðir hafa þeir félagar saumað föt á sjálfa sig. „Það fyrsta sem ég saumaði voru fermingar- fötin mín,“ segir Árni. „En ég fékk klæðskera til að sauma á mig og leið eins og kóngi,“ upplýsir Kjart- an sem kveðst nú orðið sauma flest föt á sig eða kaupa föt hjá Rauða krossinum og breyta þeim. gun@frettabladid.is Með ástríðu fyrir fötum Aðeins einn karlkyns klæðskeri er skráður í 90 manna fagfélagi hér á landi. Sá er Árni Gærdbo í sauma- verkstæðinu Skraddarinn á horninu. Nú er Kjartan Ágúst Pálsson nemi kominn til starfa hjá honum. Árni Gærdbo klæðskeri og Kjartan Ágúst nemi taka bæði að sér sérsaum og fatabreytingar í Skraddaranum á horninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sölusýningin CPH Kids fer fram samhliða tískuvikunni í Kaup- mannahöfn 12. til 15. ágúst. Íslensku merkin Ígló og Sunbird taka þátt í CPH Kids sem er hald- in í annað sinn í ágúst í gömlu Carlsberg-verksmiðjunum í Kaup- mannahöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Ólafsdóttur, hönnuði Ígló, er CPH Kids aðalbarnasýning Skandinavíu um þessar mundir en þangað inn eru valin vinsæl merki ásamt nýjum og ferskum. Á sýningunni munu Ígló og Sun- bird sýna sumarlínur sínar fyrir árið 2011. - mmf Sunbird og Ígló í Köben Að sögn Helgu hafa viðtökur við Ígló verið mjög góðar. M YN D /B ER G LJÓ T ÞO R STEIN SD Ó TTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.