Fréttablaðið - 22.07.2010, Side 40

Fréttablaðið - 22.07.2010, Side 40
28 22. júlí 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Charlotte Böving Heitasta golfmót ársins Bylgjan Open Fer fram hjá GKG helgina 24. og 25. júlí Tveggja daga punktakeppni með niðurskurði - 70 bestu komast áfram og leika til úrslita á sunnudeginum. Flott teiggjöf, nándarverðlaun á öllum Par 3 holum og sleggja dagsins fær verðlaun fyrir lengsta teighöggið. Veglegir vinningar! Allir fá drykki frá Coke og Poweraid og Prince Polo í pokann! Farðu á golf.is og skráðu þig strax í þetta vinsæla mót áður en það verður of seint. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þrátt fyrir góð laun þá er ég alltaf með nagandi samviskubit í vinnunni. Í alvöru talað, strákar! Komið ykkur út og takið ruslið með ykkur! Hvað nú? Er þetta ritgerðin þín? Já. Og? Hún lítur virkilega vel út. Hún er miklu flottari en það sem þú skilar vanalega frá þér. Takk. En hún er ekkert spes. Þegar maður hefur lélegt viðmið er auð- velt að toppa það. Ættum við að hringja í systur mína og spyrja hvernig gengur? Nei. Ef við hringjum og það er eitthvað að fáum við samviskubit sem eyði- leggur kvöldið okkar. Og ef við hringjum og það er allt í sómanum þurfum við ekkert að gera og það eyðileggur kvöldið. Þannig að fáviska er sæla? Nei, en tímabundin alsæla getur látið manni líða vel. Verandi útlendingur sem býr hér á Íslandi hef ég oft velt fyrir mér mikilli notkun hugtaksins að vera DUGLEG(UR). Mig langar jafnvel að leyfa mér að fullyrða að hér á landi sé útbreiddur „duglegur-fas- ismi“. HVAÐ þýðir það að vera dugleg(ur)? – Að maður hafi staðið sig vel? En við myndum aldrei segja heimsþekktum lista- eða fræði- manni að hann eða hún væri dugleg; Mikið ertu dugleg, Björk! Þá værum við að tala niður til viðkomandi. En við hvern segjum við það þá? VIÐ HEILAÞVOUM börn með þessu hug- taki frá unga aldri: „Mikið ertu duglegur að labba“ segjum við því, en hvernig getur það staðist. Það er nokkuð náttúrulegur hluti af þroskaferlinu að stíga sín fyrstu skref. Rétt eins og það er að læra að tala. Annars skriðum við enn öll um og böbluðum eins og ungabörn! „EN HVAÐ þú varst dugleg að borða“ er sagt við barnið. En barn- ið borðar til að seðja hungur sitt og ef það gerði það ekki dæi það úr hungri. „SJÁÐU mamma, ég er að róla!“ æpti barnið á mömmu sína. „Já, þú ert svo dugleg að róla!“ svaraði mamman. Við erum svo vön þessu svari, en ef við veltum því aðeins fyrir okkur? Ef barnið til dæmis dytti úr rólunni, væri það þá ekki lengur duglegt að róla sér? Myndi það þá skammast sín, því það væri ekki lengur duglegt? Barnið var ekki að biðja um að vera duglegt, það bað um athygli. Það bað um að mamman sæi það: „Sjáðu mamma, ég er að róla!“ Hvernig væri að mamma þess í staðinn svaraði: „Já, ég sé þig, en skemmtilegt!“ ÞAÐ ER gaman að róla og ef ég dett úr rólunni rís ég bara á fætur og stekk aftur á róluna. Annað er eins og að hrósa barni fyrir að vera duglegt að leika sér. Börn leika sér vegna þess að þau vita ekkert betra. Það er gaman, lærdómsríkt og spennandi að hverfa inn í leikinn, rétt eins og það trúlega er fyrir lista- eða fræði- manninn að sinna störfum sínum. Þau eru því ekki dugleg, heldur snilldarleg! ÉG HEYRI þennan „duglegur-fasisma“ allt í kring um mig og held því fram að hann loði við. Það að vera dugleg er stór hluti af sjálfsmynd okkar sem fullorðið fólk. Svo þegar við erum ekki dugleg, hvað erum við þá? Slöpp? Löt? Lúserar? Í ÞESSARI dásamlegu sumarblíðu langar mig að hvetja okkur öll til þess að vera minna dugleg og leika okkur meira! Duglegur-fasismi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.