Fréttablaðið - 19.08.2010, Side 46

Fréttablaðið - 19.08.2010, Side 46
 19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● menningarnótt ● LEYNILEGAR ÓSKASTUNDIR Leynifélagið stendur fyrir nokkrum óskastundum fyrir óskafólk á laugar- daginn í Kramhúsinu við Bergstaðastræti. Þar taka Brynhildur og Krist- ín Eva á móti leynifélögum, flutt verða nokkur falleg og fáheyrð íslensk barna- lög um óskir og drauma við undirleik Vignis Stefánssonar píanóleikara og sagt verður frá steinum og óskum. Stund- in varir í fimmtán mínútur og er ætluð leynifélögum á öllum aldri. Leynifélagið er útvarpsþáttur sérstak- lega ætlaður börnum á aldrinum sex til tíu ára. Leynifélagið heldur fundi sína í Leynilundi á mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum klukkan átta og fundunum er útvarpað beint til félagsmanna á Rás 1. Óskastundirnar á laugardaginn verða á heila og hálfa tímanum frá klukk- an 14.30 til 16. Landsbankinn hefur verið bakhjarl menningarnætur frá upphafi, eða frá árinu 1996, og er listaverka- gangan með Aðalsteini Ingólfs- syni listfræðingi einn langlífasti viðburðurinn á dagskránni. „Bankinn hefur í gegnum tíð- ina keypt mikið af listaverkum af innlendum listamönnum og á því myndarlegt listaverkasafn. Hluti þess hangir uppi í útibúum bank- ans auk þess sem mörg listaverk- anna hafa verið lánuð til lista- safna. Listaverkasöfnunin hefur verið eitt mikilvægasta framlag bankans til menningar í gegnum tíðina og leiðir Aðalsteinn gesti á milli verkanna í aðalútibúi bank- ans,“ segir Óskar Hafnfjörð Auð- unsson, markaðsstjóri Landsbank- ans. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í miðbæn- um frá upphafi og hefur starfs- fólk í aðalútibúinu að Aðalstræti 11 sterkar taugar til miðbæjarins og menningarnætur að sögn Ósk- ars. „Við viljum nú meina að þetta sé fallegasta bankaútibúið á svæð- inu og erum alltaf með sérstaka dagskrá á menningarnótt.“ Óskar segir Landsbankann síðan leggja sitt af mörkum til stuðnings hinum ýmsu listamönnum sem taka þátt í menningarnótt. Við leggjum tvær og hálfa milljón í pott. Listamenn sækja svo um styrki til Höfuðborg- arstofu sem hefur umsjón með út- hlutun.“ Nánari upplýsingar um listaverkagönguna er að finna á www.landsbanki.is. - ve Langlíf listaverkaganga Óskar við vegglistaverk eftir Kjarval á annarri hæð Landsbankans í Aðalstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Átján hundruð kórfélagar frá tíu löndum taka þátt í stærstu kórahátíð sem haldin hefur verið á Íslandi en hún nær hámarki á menningarnótt. Sjötta norræna baltneska kórahá- tíðin hófst á þriðjudag en hún er haldin hér á landi í fyrsta skipti. Þátttökulöndin hafa hingað til verið átta en að þessu sinni var kórum frá Færeyjum og Græn- landi boðið að vera með. „Hér eru því 67 kórar frá tíu löndum,“ segir Margrét Bóasdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og kórstjóri Kvennakórs Háskóla Ís- lands. Flytjendur á hátíðinni eru átján hundruð talsins, þrettán hundruð koma að utan en fimm hundruð frá Íslandi. Margrét er sérstak- lega stolt af þátttökunni á Íslandi en sautján íslenskir kórar koma fram. Þeirra á meðal eru Hamra- hlíðarkórinn, Óperukórinn, Mót- ettukórinn og Kammerkór Norð- urlands svo dæmi séu nefnd. Margrét segir markmið hátíðar- innar að tengja saman fólk í söng en undirtitill hátíðarinnar er „Un- ited Voices“ eða sameinaðar radd- ir. „Framkvæmdin er á þá leið að öll löndin flytja eigin dagskrá en auk þess leggja þau til þekkta kór- stjóra frá sínu landi sem vinna með kórfólkinu. Kórarnir æfa lög frá öllum þátttökulöndunum og þurfa allir því að berjast við öll tungumálin. Í ár verður kórunum svo í fyrsta skipti skipt upp í fjórar vinnusmiðjur og á lokatónleikun- um verður hver smiðja með sérstaka dagskrá. Tón- leikarnir enda svo á því að allir kór- arnir syngja saman,“ segir Margrét og á von á tilkomumiklum söng enda ekki oft sem átján hundruð manns hefja upp raust sína í einu. Opnunartónleikar hátíðarinn- ar fóru fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Á miðvikudag sungu kórarnir svo í kirkjum og tónleika- sölum úti um allan bæ og það sama gildir á föstudag. Á menningar- nótt verða þeir á hverju götuhorni og enda á Arnarhóli klukkan hálf sex. „Þar verða sungin tvö lög áður en við höldum á lokatónleikana í Laugardalshöll,“ segir Margrét. Hún hefur eins og gefur að skilja staðið í ströngu við skipulagn- ingu hátíðarinnar en hún segir kóra fólk svo lífs- glatt og skemmtilegt að vinnan gefi henni meiri orku en hún taki. „Þetta kost- ar hins vegar sitt en við fengum myndarlegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum sem gerði okkur þetta kleift.“ Nánari upp- lýsingar um hátíðina er að finna á choral.iii.is. -ve Átján hundruð raddir sameinast í kórsöng Margrét segir markmið hátíðarinnar að tengja fólk saman í söng. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON af Icelandica & Davidsson í tilefni Menningarnætur 20% afsláttur Rammagerðin ehf 101 Reykjavík www.rammagerdin.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.