Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.08.2010, Blaðsíða 46
 19. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● menningarnótt ● LEYNILEGAR ÓSKASTUNDIR Leynifélagið stendur fyrir nokkrum óskastundum fyrir óskafólk á laugar- daginn í Kramhúsinu við Bergstaðastræti. Þar taka Brynhildur og Krist- ín Eva á móti leynifélögum, flutt verða nokkur falleg og fáheyrð íslensk barna- lög um óskir og drauma við undirleik Vignis Stefánssonar píanóleikara og sagt verður frá steinum og óskum. Stund- in varir í fimmtán mínútur og er ætluð leynifélögum á öllum aldri. Leynifélagið er útvarpsþáttur sérstak- lega ætlaður börnum á aldrinum sex til tíu ára. Leynifélagið heldur fundi sína í Leynilundi á mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum klukkan átta og fundunum er útvarpað beint til félagsmanna á Rás 1. Óskastundirnar á laugardaginn verða á heila og hálfa tímanum frá klukk- an 14.30 til 16. Landsbankinn hefur verið bakhjarl menningarnætur frá upphafi, eða frá árinu 1996, og er listaverka- gangan með Aðalsteini Ingólfs- syni listfræðingi einn langlífasti viðburðurinn á dagskránni. „Bankinn hefur í gegnum tíð- ina keypt mikið af listaverkum af innlendum listamönnum og á því myndarlegt listaverkasafn. Hluti þess hangir uppi í útibúum bank- ans auk þess sem mörg listaverk- anna hafa verið lánuð til lista- safna. Listaverkasöfnunin hefur verið eitt mikilvægasta framlag bankans til menningar í gegnum tíðina og leiðir Aðalsteinn gesti á milli verkanna í aðalútibúi bank- ans,“ segir Óskar Hafnfjörð Auð- unsson, markaðsstjóri Landsbank- ans. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í miðbæn- um frá upphafi og hefur starfs- fólk í aðalútibúinu að Aðalstræti 11 sterkar taugar til miðbæjarins og menningarnætur að sögn Ósk- ars. „Við viljum nú meina að þetta sé fallegasta bankaútibúið á svæð- inu og erum alltaf með sérstaka dagskrá á menningarnótt.“ Óskar segir Landsbankann síðan leggja sitt af mörkum til stuðnings hinum ýmsu listamönnum sem taka þátt í menningarnótt. Við leggjum tvær og hálfa milljón í pott. Listamenn sækja svo um styrki til Höfuðborg- arstofu sem hefur umsjón með út- hlutun.“ Nánari upplýsingar um listaverkagönguna er að finna á www.landsbanki.is. - ve Langlíf listaverkaganga Óskar við vegglistaverk eftir Kjarval á annarri hæð Landsbankans í Aðalstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Átján hundruð kórfélagar frá tíu löndum taka þátt í stærstu kórahátíð sem haldin hefur verið á Íslandi en hún nær hámarki á menningarnótt. Sjötta norræna baltneska kórahá- tíðin hófst á þriðjudag en hún er haldin hér á landi í fyrsta skipti. Þátttökulöndin hafa hingað til verið átta en að þessu sinni var kórum frá Færeyjum og Græn- landi boðið að vera með. „Hér eru því 67 kórar frá tíu löndum,“ segir Margrét Bóasdóttir, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og kórstjóri Kvennakórs Háskóla Ís- lands. Flytjendur á hátíðinni eru átján hundruð talsins, þrettán hundruð koma að utan en fimm hundruð frá Íslandi. Margrét er sérstak- lega stolt af þátttökunni á Íslandi en sautján íslenskir kórar koma fram. Þeirra á meðal eru Hamra- hlíðarkórinn, Óperukórinn, Mót- ettukórinn og Kammerkór Norð- urlands svo dæmi séu nefnd. Margrét segir markmið hátíðar- innar að tengja saman fólk í söng en undirtitill hátíðarinnar er „Un- ited Voices“ eða sameinaðar radd- ir. „Framkvæmdin er á þá leið að öll löndin flytja eigin dagskrá en auk þess leggja þau til þekkta kór- stjóra frá sínu landi sem vinna með kórfólkinu. Kórarnir æfa lög frá öllum þátttökulöndunum og þurfa allir því að berjast við öll tungumálin. Í ár verður kórunum svo í fyrsta skipti skipt upp í fjórar vinnusmiðjur og á lokatónleikun- um verður hver smiðja með sérstaka dagskrá. Tón- leikarnir enda svo á því að allir kór- arnir syngja saman,“ segir Margrét og á von á tilkomumiklum söng enda ekki oft sem átján hundruð manns hefja upp raust sína í einu. Opnunartónleikar hátíðarinn- ar fóru fram í Laugardalshöll á þriðjudag. Á miðvikudag sungu kórarnir svo í kirkjum og tónleika- sölum úti um allan bæ og það sama gildir á föstudag. Á menningar- nótt verða þeir á hverju götuhorni og enda á Arnarhóli klukkan hálf sex. „Þar verða sungin tvö lög áður en við höldum á lokatónleikana í Laugardalshöll,“ segir Margrét. Hún hefur eins og gefur að skilja staðið í ströngu við skipulagn- ingu hátíðarinnar en hún segir kóra fólk svo lífs- glatt og skemmtilegt að vinnan gefi henni meiri orku en hún taki. „Þetta kost- ar hins vegar sitt en við fengum myndarlegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum sem gerði okkur þetta kleift.“ Nánari upp- lýsingar um hátíðina er að finna á choral.iii.is. -ve Átján hundruð raddir sameinast í kórsöng Margrét segir markmið hátíðarinnar að tengja fólk saman í söng. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON af Icelandica & Davidsson í tilefni Menningarnætur 20% afsláttur Rammagerðin ehf 101 Reykjavík www.rammagerdin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.