Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 34

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 34
34 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Gamaldags gangbraut með gangbrautarskilti. Gangbraut. Hellulögð, ekki upphækkuð og án gangbrautarskiltis. Hellulögð gangbraut en án gangbrautarskiltis, ekki upphækkuð og nær ósýnileg akandi vegfarendum. Upphækkuð gangbraut með gangbrautarskilti. Hellulögð upphækkuð hraðahindrun, ljósari á litinn í miðjunni eins og til að gefa til kynna gönguleið, með köflóttu mynstri í jöðrum. Hellulögð upphækkuð gangbraut án skiltis, með þríhyrningsmynstri í jöðrum. Hellulögð upphækkuð hálfgangbraut án skiltis, með köflóttu mynstri í jöðrum. ■ FRUMSKÓGUR GÖNGULEIÐA H austið er að byrja og með því fjölgar gangandi vegfar- endum í yngri ald- urshópum. Aug- lýsingar brýna fyrir foreldrum að kenna börnum sínum að fara yfir götuna á rétt- an hátt. Enginn er öfundsverður af því hlutverki í ljósi þess hve fjöl- breytilegar leiðir eru í boði fyrir gangandi vegfarendur. Blaðamaður og ljósmyndari blaðsins eyddu rúmum klukku- tíma, mest í Vesturbæ og Hlíð- um, og fundu nítján gerðir af gönguleiðum fyrir fólk yfir göt- una. Gangbrautir, hraðahindran- ir, gönguljós, rendur í malbiki, nið- urlækkuð umferðareyja og jafnvel bara reitir sem marka upphaf og endi leiðarinnar. Allt þetta telst til réttra leiða yfir götuna, en réttur vegfarenda og bílstjóra mismun- andi. Kveikjan að þessari skoðun var heimsókn til Noregs. Þar í höfuð- borginni eru fjórar gangbraut- ir við gatnamót og enginn velkist í vafa um reglurnar. Í Reykjavík eru gangbrautir vandfundnari. Miklu meira er af hraðahindrun- um sem erfitt er að sjá hvort veita gangandi vegfarendum einhvern forgang eða ekki. Stefán Agnar Finnsson, yfir- verkfræðingur umhverfis- og sam- göngusviðs borgarinnar, segir að borgarstarfsmenn hafi lítið gert af því að setja niður gangbrautir síð- ustu ár. Sú þróun hafi byrjað upp úr 1986. „Við teljum gangbrautir gefa falskt öryggi og viljum frekar setja hraðahindranir,“ segir hann. Þetta sé vegna þess að á gangbraut eigi gangandi vegfarandi réttinn en ökumenn virði það ekki alltaf, sem geti haft slæmar afleiðingar. „Við viljum frekar ná niður hrað- anum en að treysta á að ökumenn v i rð i þen n - an rétt,“ segir hann og vísar í erlendar rann- sóknir. S tefá n er ekki með tölur á takteinum um hversu marg- ar tegundir fyrirfinnast af gangbrautum og hraðahindr- unum í borginni og segir að ekki sé til nein almenn skilgreining á því hvar skuli vera gangbraut og hvar ekki. Hann viti ekki til þess að ruglingur hafi skapast af fjöl- breytilegri flóru gönguleiða í Reykjavík. Samkvæmt ítarlegri skýrslu um slys á gangandi vegfarend- um, gerð af verkfræðistofunni Línuhönnun árið 2007 var fækk- un sebragangbrauta hjá borginni dæmi um „vel heppnaða umferð- aröryggisaðgerð“. Spurður um norsku leiðina, að merkja gangbrautir við hver gatnamót, segir Stefán það tíðkast víða, en hún hafi ekki verið farin hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að gangbrautir í borginni eigi að vera merktar með bæði sebralín- um og bláum gangbrautarskilt- um. Lögreglan vill skýrar merkingar Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri hjá umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að alltaf skuli tekið tillit til gangandi vegfaranda, hvort sem hann er á gangbraut eður ei. Gang- andi séu ekki í minni rétti, ef keyrt er á þá á hraðahindrun en á gang- braut. Hins vegar sé hægt að sekta ökumenn fyrir að stoppa ekki fyrir gangandi á gangbrautum. Þetta er helsti munurinn á gangbraut og hraðahindrun: ökumanni er skylt að stöðva bifreiðina fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut. „Við viljum auðvitað að göngu- leiðir séu skýrt merktar. Það eru sannarlega ekki margar gang- brautir í Reykjavík og það hefur verið rætt um það hjá lögreglunni að það væri gott að fá fleiri skýr- ar gangbrautir í íbúðahverfi og þar sem það á við,“ segir hann. Merkja skuli gangbrautir með bæði sebraröndum og gangbraut- arskilti, en sé aðeins annað þessa til staðar sé samt um gangbraut að Nítján leiðir til að forðast bílana Nú þegar skólar byrja er brýnt fyrir foreldrum að kenna börnum sínum að fara með öruggum hætti yfir götuna. Borgin hefur markvisst fækkað gangbrautum síðan 1986, því þær veiti „falskt öryggi“. Þær má þó helst finna í kringum barnaskóla. Klemens Ól- afur Þrastarson og Stefán Karlsson ljósmyndari fundu á klukkustund nítján mismunandi og kannski misvísandi leiðir yfir götuna. LITIÐ TIL BEGGJA ÁTTA Reykjavíkurborg hefur síðan 1986 talið gangbrautir veita „falskt öryggi“ því sumir ökumenn virða ekki rétt gangandi vegfarenda þar. Þær er helst að finna í kringum barnaskóla þar sem yngstu vegfarendurnir eiga leið um, en svo er á litið að þær henti betur við rólegar götur. Stelpurnar á leikskólanum Öldukoti fengu leyfi hjá fóstrum sínum til að skjótast fyrir blaðið yfir Öldugötuna hjá Gamla Stýrimannaskólanum vestur í bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAMHALD Á SÍÐU 40 Blaðamaður og ljósmyndari þeyttust um borgina í vikunni í leit að dæmum um fjölbreytni gönguleiða. Meðal gatna sem urðu fyrir valinu eru Háaleitisbraut, Skipholt, Suðurgata, við Skothúsveg og við Túngötu og við Aðalstræti. Einnig Ægisgata við Túngötu, Öldugötu og Ránargötu þar sem hún mætir Hofsvallagötu og Hrannarstíg. Þá var litið á Bræðraborgarstíg, Tjarnargötu við Vonarstræti og að síðustu Sóleyjargötu við Njarðargötu. Stefán Karlsson ljósmyndari tók allar myndirnar. Í raun virðist okkur með nánast allar tegundir gönguleiða að það sé verið að tryggja leið bílanna frekar en gangandi vegfarenda. STEFÁN AGNAR FINNSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.