Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 18
Blóðbankabíllinn er ávallt á ferð og flugi. Þannig verður hann við ráðhúsið á Akranesi í dag, á Húsavík eftir viku og á Glerártorgi á Akureyri miðvikudaginn 15. september. Prajnaparamita er einn þekktasti andlegi leiðbeinandi Hollands eins og segir á heimasíðu Heimsljós- hátíðarinnar. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og ætíð til að leiða svonefndar sats- ang-stundir, sem eru samveru- stundir með andlegum leiðtoga þar sem markmiðið er að líta „á þær hindranir sem geta staðið í vegi fyrir því að fólk nái að lifa gleðina og ljósið sem býr innst í hjarta sérhvers manns“. „Margir eru sem fangar streitu og kvíða og upplifa að það sé svo erfitt að finna jafnvægi í lífinu og lifa án þess að hafa sífelldar áhyggjur,“ sagði Prajnaparamita þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „En það er möguleiki að finna frið og ná sáttum við sjálfan sig.“ Paraprajnamita segir að í upp- vexti sínum hafi hún ætíð verið leitandi. „Ég var alin upp við öll lífsins gæði en það var aldrei nóg fyrir mig. Ég leitaði svara í kristinni trú, en fann ekki það sem ég var að leita að. Svo leitaði ég svara í heimspeki, lagði stund á sálfræði í háskóla.“ Prajnaparamita var komin hátt á þrítugsaldurinn þegar hún kynntist ShantiMay, sem varð til þess að hún fann leiðina að sínum innri friði. Síðan þá hefur hún farið víða um heim og hald- ið námskeið. Hún leggur áherslu á það að allir séu velkomnir, og fundir hennar snúist alls ekki um að boða trú. „Það er alls konar fólk sem kemur til mín, menntað og ómenntað, ungir sem aldnir.“ Hún segir einstaklega gaman að koma til Íslands. „Þið Íslendingar eruð svo heppnir, þið hafið þessa fal- legu náttúru og mikið landflæmi. Hér í Hollandi er svo mikið þétt- býli sem getur verið streituvald- andi,“ segir Prajnaparamita. Fyrsta námskeiðið hennar að þessu sinni verður á fimmtudags- kvöldið kl. 19.30 í Lágafellsskóla. Þau eru tveir og hálfur tími og eru í formi spurninga og svara. - sbt Friðurinn og sáttin er innra með okkur öllum Með því að leita inn á við geta allir fundið frið og orðið sáttir, segir hin hollenska Prajnaparamita. Hún heldur nokkur námskeið á hátíðinni Heimsljósi sem haldin verður í Mosfellsbæ í vikunni. Prajnaparamita heldur nokkur námskeið hér á landi í tengslum við hátíðina Heimsljós. Prajnaparamita verður með sats- ang námskeið í tengslum við Heimsljóshátíðina sem haldin verður dagana 9. til 12. septem- ber í Mosfellsbæ. Aðalmarkmið- ið með hátíðinni „er að hleypa jákvæðni og samhyggð inn í íslenskt samfélag. Ætlunin er að koma fram með nýjar hugmynd- ir og líta til þeirra gilda sem flest- ir eru sammála um að raunveru- lega skipti máli í lífinu. Einnig mun verða kynnt það starf sem nú þegar er unnið af mörgu góðu fólki með það að markmiði að benda á leiðir til að huga að líkama og sál,“ segir á heimasíðu hátíðarinnar sem Mannræktar- félag Íslands stendur fyrir. Nánari upplýsingar er að finna á www. heimsljos.is. Heimsljós NOKKURRA DAGA HÁTÍÐ MANNRÆKTARFÉLAGSINS HEFST Á FIMMTUDAG. Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann í ár verður sett hér á landi 8. september næst- komandi. Meginmark- miðið er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virk- an hátt til og frá skóla. www.lydheilsu- stod.is Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu UNGBARNANUDD Námskeið 9. september nk. BAKNUDDNÁMSKEIÐ Námskeið 18.-19. september nk. ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Námskeið 11. september nk. Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Hefur þú viljann, þá hef ég uppskriftina … vigtarradgjafarnir.is 865-8407 Sjá nánar á www.vigtarradgjafarnir.is Íslensku Vigtarráðgjafarnir Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Teg. 5002 litur: svart/brúnt Stærðir: 37–41 Verð: 13.950,- Teg: 16K litur: brúnt Stærðir: 37–41 Verð: 13.950,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.