Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 42
 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Það er ekki ástæða til mikillar bjartsýni fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld ef rýnt er í söguna og tölfræðina. Danir hafa unnið síðustu fimm leiki sína við Íslendinga á Parken í Kaup- mannahöfn og markatalan er 27-2 þeim í hag. Íslenska landsliðið hefur ekki skorað á Parken í 43 ár eða síðan að Hermann Gunnarsson minnk- aði muninn í 9-2 í 14-2 tapinu fræga 23. ágúst 1967. Síðan Hermann skoraði þetta mark hafa Danir skorað 18 sinn- um í röð hjá Íslendingum á Parken án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ísland hefur einu sinni náð í jafntefli á Parken en það í undan- keppni Ólympíuleikanna 18. ágúst 1959 þegar liðin gerðu 1-1 jafn- tefli. Sveinn Teitsson kom þá íslenska liðinu í 1-0 eftir 29 mín- útur og íslenska liðið var yfir þar til að Danir jöfnuðu á 82. mín. - óój UNDANKEPPNI EM EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Kaupmannahöfn eirikur@frettabladid.is ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ hefur aldrei náð að vinna Dani í A-landsleik. Þjóðirnar hafa mæst 20 sinnum, Danir hafa unnið 16 leiki og fjórir leikir hafa endað með jafntefli. Danir hafa unnið síðustu fjóra landsleiki eða alla leiki síðan þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli 4. september 1991. 0 Leikir Íslands á Parken: Átján dönsk mörk í röð HERMANN GUNNARSSON Skoraði síðasta mark Íslands á Parken í 14-2 tapi fyrir 43 árum. FÓTBOLTI FYRIR ALLA Æfingar verða á laugardögum kl. 14 og hefjast 9. október. Æft verður í glænýju íþróttahúsi Sjálandsskóla í Garðabæ og verða búningar til afnota á staðnum. Þjálfarar og hjálparþjálfarar verða á staðnum þannig að allir fá aðstoð við hæfi. Námskeiðið er samtals 10 skipti og er kostnaður 5.000 kr. á barn. Ábyrgðarmaður námskeiðsins er Ýr Sigurðardóttir barnalæknir. Skráning fer fram í tölvupósti yr@lsh.is. Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning Stjörnunnar 1135-26-110534, Kt. 580589-1389 og sendið staðfestingu um greiðslu með nafni/kt. barns á yr@lsh.is. Fótboltaæfingar fyrir öll börn sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga Leikir Íslands á Parken 9. ágúst 1953 Danmörk-Ísland 4-0 18. águst 1959 Danmörk-Ísland 1-1 23. ágúst 1967 Danmörk-Ísland 14-2 26. ágúst 1981 Danmörk-Ísland 3-0 28. september 1988 Danmörk-Ísland 1-0 6. október 2001 Danmörk-Ísland 6-0 21. nóbember 2007 Danmörk-Ísland 3-0 FÓTBOLTI Íslenska landsliðið freist- ar þess í kvöld að vinna sinn fyrsta sigur á frændum okkar Dönum í landsleik í knattspyrnu. Liðin mætast í undankeppni EM 2012 en þetta er fyrsti leikur Dana í riðlinum. Lærisveinar Ólafs Jóhannes- sonar landsliðsþjálfara æfðu á Parken-leikvanginum í gær þar sem hann sat einnig fyrir svörum blaðamanna. Og hann hafði ekki mikið velt fyrir sér sameiginlegri sögu þessara tveggja liða. „Ég hef í sjálfu sér ekkert pælt í því,“ sagði Ólafur. „Ég las það í einhverju blaði að okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani og fjórum sinnum gert jafntefli. Ég tel að jafntefli á þessum velli hér á morgun væru frábær úrslit fyrir okkur.“ Ísland tapaði fyrir Noregi á föstudagskvöldið í leik þar sem liðið var síst lakari aðil- inn lengst af í leiknum. „Nú erum við að spila við mun sterkara lið. Danir munu vera meira með bolt- ann en við. Þeir hafa stundum verið kallaðir Brasilíumenn Evrópu og hafa góðan skilning á því hvað þeir vilja gera. Liðið hefur verið með sama þjálfarann í tíu ár sem hefur fastmótað stíl liðs- ins.“ Ólafur á von á því að íslenska liðið þurfi að vera í eltingar- leik við Danina í kvöld. „Þeir munu pressa mjög stíft á okkur. Við þurf- um að finna lausnir á því og koma okkur úr þeirri pressu. En þegar möguleikinn gefst á að taka boltann og spila honum ætlum við að reyna að nýta hann.“ Hann segir lyk- i latriði að loka ákveðnum svæðum í íslensku vörninni. „Við viljum ekki láta sundurspila okkur á miðj- um vellinum og í kringum vítateiginn okkar. Auðvitað kemur það einhvern tímann fyrir að þeir taki þríhyrning á miðjum vellin- um og það mun koma fyrir að þeir komist upp vængina. En þá munum við reyna að vinna þá bolta sem verða sendir fyrir markið.“ Ólafur hefur áður sagt að til þess að íslenska landsliðið nái árangri gegn sterkari þjóðum þurfi allt að ganga upp. Hann ítrekaði það í gær. „Við megum hvergi mis- stíga okkur, ekki í eina sekúndu. Okkur verður refsað fyrir það. Við förum inn á völlinn með eitt stig og við ætlum að berjast með kjafti og klóm í níutíu mínútur til að halda því,“ sagði hann og bætti við að hann hefði tröllatrú á sínum mönnum. „Menn verða að fara óhrædd- ir inn á völlinn. Við höfum ekk- ert að hræðast – ekki neitt. Við erum í þessu til að hafa gaman af þessu og menn verða líka að þora að brosa. Út á það gengur þetta. Ég veit að leikmenn verða mjög sáttir eftir leikinn. Ég veit að við munum gefa allt sem við mögulega eigum og getum í leikinn – það er pottþétt.“ Við höfum ekkert að hræðast Ísland mætir í dag Dönum á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn en leikurinn er liður í undankeppni EM 2012. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari býst við erfiðum leik en hefur trú á strákunum sínum. ÆTLUM AÐ BERJAST Landsliðs- þjálfarinn segir að strákarnir ætli að selja sig dýrt í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINBEITTIR Strákarnir æfðu á hinum glæsilega Parken-leikvangi í gær og voru afar einbeittir eins og sjá má. Ísland hefur aldrei unnið landsleik á þessum velli. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGVIN FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þar mætir liðið Dönum í undan- keppni EM 2012. Sölvi leikur með FCK þar í borg og þekkir því Parken vel. Hann á þó ekki von á því að tilfinningin verði öðruvísi fyrir vikið. „Í raun og veru ekki. Það er mikið stolt og heiður sem fylgir því að fá að leiða íslenska landsliðið út á völlinn og þannig verður það líka í kvöld. Annars er þetta bara sama tilfinning og venjulega sem fylgir því að spila fótboltaleiki.“ Hann segir möguleika Íslands í kvöld ágæta þrátt fyrir tapleik gegn Noregi á föstudagskvöldið. „Ef við náum að spila eins vel og við gerðum í fyrri hálfleik gegn Noregi. En við verðum líka að hafa trú á okkur og að við getum náð stigi hér.“ Hann segir þó ýmislegt sem liðið þurfi að bæta fyrir leik- inn í kvöld. „Við þurfum að vera nær hver öðrum inni á vellin- um og vera þéttari fyrir í okkar varnarleik. Það var það sem fór úrskeðis í seinni hálfleik gegn Norðmönnum.“ Ólafur Ingi Skúlason spilar einnig í Danmörku en með Sönd- erjyskE. Hann segir að allir leik- menn liðsins séu harðákveðnir í því að láta tapleikinn ekki slá sig út af laginu. „Auðvitað vorum við reiðir og pirraðir. En við þekkjum allir þá tilfinningu sem fylgir því að tapa knattspyrnuleikjum og við vorum ákveðnir í því að þessum leik væri einfaldlega lokið. Hann fór inn á reynslubankann og menn eru gír- aðir upp í að gera það gott hér,“ sagði Ólafur Ingi og bætti við: „Við teljum að það sé mögulegt. Það verður að sjálfsögðu erfitt, en það er enginn vafi á því að það er mögulegt.“ - esá Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Ingi Skúlason um leikinn gegn Dönum í kvöld: Þurfum að hafa trú á okkur HRESSIR Það var létt yfir Ólafi Inga og Ólafi landsliðsþjálfara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRGVIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.