Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 28
 7. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● tómstundir og útivist Námskeið við ræðukvíða hefst 21. september hjá Kvíðameðferð- arstöðinni og stendur yfir í sex vikur. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru haldnir miklum kvíða og vanlíðan gagnvart því að tala fyrir framan hóp fólks, hvort sem er í brúðkaupi, skólafyrirlestri eða í daglegu lífi. Þátttakendum, sem skrá sig á námskeiðið, er boðið upp á grein- ingarviðtal þar sem vandi þeirra er kortlagður og gengið úr skugga um að viðkomandi úrræði henti einstaklingnum. Námskeiðið bygg- ir á aðferðum hugrænnar atferl- ismeðferðar og stjórnendur eru Helena Jónsdóttir sálfræðingur og Unnur Valborg Hilmarsdóttir markþjálfi. - jma Námskeið við ræðukvíða Ræðukvíði getur birst víða, í veislum sem og við daglegar athafnir í hópi fólks. ●BÖRN LÆRA AÐ LEIKA Mímir símenntun stendur fyrir leiklistarnámskeiði fyrir krakka á aldrinum 6 til 10 ára. Börnin læra spuna sem virkjar ímynd- unarafl þeirra eins og segir í námskeiðslýsingu. Þau þjálfa hlustun, raddþjálfun og per- sónusköpun. Þjálfunin felst í leikjum og æfingum svo hvert barn fær að njóta sín en áhersla er lögð á að þau hafi ánægju og skemmtun af leiklistinni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ólöf Sverrisdóttir en nám- skeiðið hefst 22. september og lýkur 24. september. Kennt er milli klukkan 16.30 og 17.40 í Skeifunni 8. Tómstundaskóli Mosfellsbæjar býður upp á fjölmörg matreiðslu- námskeið á næstu vikum og mán- uðum sem frá bragðlaukana til að lifna við. Sólveig Eiríksdóttir kennir áhugasömum listina að gera holl- an en jafnframt góðan mat og Steinunn Bergsteinsdóttir kenn- ir námskeið þar sem lavender eða lofnarblóm er í aðalhlutverki. Það hefur verið notað sem krydd í mat- reiðslu frá örófi alda en er tiltölu- lega lítið þekkt hér á landi nema sem ilmgjafi. Þá verða námskeið í tapasgerð, indverskri matargerð, eftirrétta- gerð og vínsmökkun en á síðast- nefnda námskeiðinu verður farið yfir hvaða matur og vín eiga sam- leið og hvernig er hægt að gera gott betra. - ve Kryddað með lavender Í Tómstundaskóla Mosfellsbæjar verður meðal annars boðið upp á námskeið í því hvernig má nota lavender í matargerð. ●KLIFRAÐ Í KLETTUM Klettaklifur hefur sótt í sig veðr- ið undanfarin ár og er íþróttin nú stunduð af stórum hópi fólks hér á landi. Á heimasíðu Klifurhússins í Skútuvogi 1G er íþróttin sögð henta öllum, jafnt ungum sem öldnum en íþróttin snúist fyrst og fremst um tækni, liðleika, útsjónarsemi og styrk. Þá geti hver valið sér viðfangs- efni, erfiðleikastigin séu mörg og misjöfn. Klifurfélag Reykjavíkur heldur utan um Klifurhúsið. Þangað geta áhugasamir mætt og reynt sig í grjótglímu. Hægt er að leigja klifurskó og kalk á staðnum og jafnframt eru þykkar dýnur undir klifurveggj- um. Heimasíða Klifurhússins er www.klifurhusid.is. við erum á Reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði sími 510 9505H al ld ór & Br an du r ta ka á móti þér í Fjallakofanum www.fjallakofinn.is GAKKTU ALLA LEIÐ MEÐ OKKUR! Eigandi: Halldór Hreinsson Helv.... vinnan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.