Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 26
 7. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● tómstundir og útivist ● PRJÓN OG HEKL FYRIR ÖRVHENTA Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á prjóna- og heklnámskeið fyrir örvhenta í vetur en þar verða kenndar grunn- aðferðir í prjóni og hekli. Farið verður í uppfitjun, úrtökur og al- gengustu prjónaaðferðir eins og slétt, brugðið, klukkuprjón og perluprjón. Þá verða kenndar algengustu hekl- aðferðirnar eins og fasta- hekl og stuðlahekl, allt út frá sjónar hóli þess örvhenta. Námskeiðið hefst í lok september og stendur fram í miðjan október en kennt er einu sinni í viku. Nánari upplýsingar er að finna á www.heimilisidnadur.is. Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir áhugaverðu námskeiði á Patreksfirði sem hefst 11. september. Þar kennir Ásta Kristinsdóttir hvernig vinna má rósir, laufblöð og aðra list úr mannshárum. „Ég lærði þessa list af Sigríði Salvarsdóttur frá Vigur í Ísafjarðardjúpi í kringum 1990 en hún lærði þetta sjálf af ömmu sinni þegar hún var aðeins 13 ára gömul,“ segir Ásta og bendir á að íslenskar konur hafi kunnað aðferðina við að vinna listaverk úr mannshári frá miðri 19. öld. Ásta notar mannshár töluvert í handverki sínu. „Ég er búin með ætlunarverk mitt sem var að búa til listaverk úr hári af öllum börnum mínum sem ég setti í einn ramma,“ segir hún en úr hárinu býr hún til rósir og laufblöð sem hún raðar saman í blómvönd. „Svo set ég myndir við,“ útskýrir hún. Ásta kennir nú handverkið í fyrsta sinn en hún finnur fyrir nokkrum áhuga á þessari list. En hvaðan fær hún efni- viðinn? „Elskan mín, það gefa manni allir hárið sitt,“ segir hún glaðlega og tekur fram að hún vilji auðvitað ekki uppsóp af hárgreiðslu- stofu. „Yfirleitt eru fermingarstelpur með sítt hár sem þær láta stundum klippa eftir ferm- ingu. Þá fæ ég góðar fléttur,“ segir Ásta og telur hár mjög misjafnt að gæðum. „Maður horfir allt öðruvísi á hár þegar maður er búinn að læra svona, en ólitaða hárið er það besta.“ Ásta bendir á að aðferð- in sem hún kenni einskorðist ekki við mannshár. Einnig sé hægt að nota hrosshár eða silkigarn. Nánari upplýsingar á www. frmst.is. - sg Listaverk gerð úr mannshárum Ásta Kristinsdóttir kann að vinna rósir úr hári. Ásta býr einnig til skeifur, skreyttar með hrosshárum. Lance - dansnámskeið hefjast fimmtudaginn 9. september kl. 21.00 - 4 skipti Opið hús miðvikudaginn 8. september kl. 20.30 gömludansarnir dansaðir. Upplýsingar í síma 587 1616 - www.isdans.is Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a Garðinn má yrkja árið um kring en námskeið í garðyrkju fara af stað nú með haustinu. Vilmundur Hansen garðyrkju- fræðingur kennir þrjú nám- skeið í Kvöldskóla Kópavogs. Garðurinn allt árið er heiti 8 stunda námskeiðs þar sem farið er yfir garðverkin, vetur, sumar, vor og haust. Kennt er tvö kvöld, 4. og 6. október, í Kvöldskóla Kópa- vogs undir handleiðslu Vilmundar Hansen garðyrkjumeistara. „Þarna verður farið ýtarlega yfir alla umhirðu garðsins, til dæmis hvernig sá skal sumarblómum, hve- nær á að klippa, taka græðlinga, hvernig áburð á að nota og hvern- ig á að haga sér við hellulagnir og stígagerð svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Vilmundur. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og svo spurningum og svörum og segir Vil- mundur gott að fólk komi undirbúið á námskeiðið. Einnig kennir Vilmundur nám- skeið þar sem verður fjallað bæði um haust- og vorlauka. Það nám- skeið er fjórar kennslustundir 27. september. Trjáklippingar er svo þriðja námskeiðið á höndum Vil- mundar. Fjögurra stunda námskeið verður 30. október. „Þar fer ég meðal annars yfir hvenær á að klippa og einnig hvern- ig, eftir því hvað er verið að klippa, limgerði, lauftré eða barrtré. Á því námskeiði er farið út í vettvangs- ferð og fólk fær að taka í klippurnar og reyna handtökin.“ Vilmundur segir aðsóknina á haustnámskeiðin alltaf góða. Þó að vor og sumar séu aðalannatíminn í garðinum þurfi einnig að huga að garðinum á haustin og búa undir vetrardvalann. „Þá má setja niður lauka og binda upp tré og ef eitt- hvað er viðkvæmt þarf jafnvel að setja eitthvað utan um þær plönt- ur. Það er líka gott að raka garðinn upp á haustin. Yfir veturinn er svo hægt að nota tímann til að kíkja í garðyrkjubækur og blöð,“ segir Vilmundur. Auk þess að kenna við Kvöldskól- ann er Vilmundur einnig með nám- skeið í Garðheimum. Í dag kenn- ir hann námskeið um sveppi og sveppatínslu auk þess sem hann kennir, í félagi við Steinunni Reyn- isdóttur garðyrkjufræðing, nám- skeið um haust- verkin í garðin- um 16. septem- ber. Fyrir þá sem ek k i e iga heiman- gengt á námskeið má benda á Facebook-síðu Vilmundar, Ræktaðu garðinn þinn, þar sem hann gefur ókeypis garð- yrkjuráð. - rat Ræktaðu garðinn þinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur kennir námskeið um garðyrkju bæði í Kvöldskóla Kópavogs og í Garðheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● SAGA SÚKKULAÐIS Súkkulaði … matur guðanna er heiti nám- skeiðs á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Þar gefst áhugasöm- um súkkulaðigrísum tæki- færi til að kynnast súkkulaði frá nýjum hliðum, bakgrunni þess og áhrifum á heiminn. Í námskeiðslýsingu segir að erlendri og hérlendri sögu súkkulaðis verði gerð skil. Hlutverk súkkulaðis í trúar- brögðum, ást og menningu verður skoðað og einnig verða gefin hagnýt ráð. Kennari námskeiðsins er Héðinn S. Björnsson, félags- vísindamaður og rithöf- undur, og Karl V. Vigfússon, konditor og framkvæmda- stjóri íslenska kokkalands- liðsins. Námskeiðið fer fram mánudaginn 18. október. Ásta býr einnig til skeifur, skreyttar með hrosshárum. vhs spólu í kolaportinu Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna eða 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.