Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 24
 7. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tómstundir og útivist Tai Chi er aldagamalt kínverskt hreyfikerfi sem hentar þeim sem vilja næra bæði líkama og sál. Það er stundað úti jafnt sem inni. Þær S. Hafdís Ólafsdóttir og Svanlaug Thorarensen hafa kennt Íslendingum Tai Chi um margra ára skeið og byrja með ný tíu vikna námskeið í næstu viku. „Tai Chi er aldagamalt kín- verskt hreyfikerfi þar sem leit- að er að jafnvægi milli hugar og líkama. Mikil áhersla er lögð á að kyrra hugann og fá þannig fram slökun og meðvitund um þá orku sem í okkur býr,“ segir Hafdís. Hún segir undirstöðuæfingarnar „Reeling Silk“ líkja eftir hreyf- ingum silkiorms í púpunni og miða að því að opna orkubrautir og auka vellíðan. „Á námskeiðinu verður farið í þessar æfingar og Tai Chi stöð- una. Þá munum við kenna La- oJia hreyfikerfið sem er kjarni allra Tai Chi kerfa í dag ásamt þvi að kynna stuttlega kerfi með sverði.“ Hafdís segir Tai Chi skapa gott mótvægi í þjóðfélagi sem einkennist af miklum hraða og að það sé áhugaverð leið til að bæta andlega og líkamlega heilsu. Haf- dís og Svanlaug hafa sjálfar æft Tai Chi um margra ára skeið og sótt fjölda námskeiða hjá læri- meistara sínum Kinthissu frá Ítalíu sem kemur reglulega til landsins. „Hún hefur stundað Tai Chi í þrjátíu ár og er nemandi hins þekkta kínverska meistara Chen Xiao Wang. Kinthissa ferðast víða um heim og heldur námskeið. Nýlega gaf hún út bókina „Turn- ing Silk; A Diary of Chen Taiji Practise, the Quan of Change.“ Þá heldur hún úti áhugaverðri heimasíðu á slóðinni www.kinth- issa.taiji.org og er væntanleg til landsins til að halda námskeið í byrjun október.“ Þær Hafdís og Svanlaug kenna námskeiðin sín úti við á sumr- in en færa sig inn fyrir þegar haustar. Í vetur fer kennsla fram í Safamýrarskóla tvisvar í viku. Námskeiðið hefst hinn 13. sept- ember en áhugömum er bent á netfangið hafdis@slf.is. -ve Námskeiðin eru kennd úti við á sumrin en færð inn þegar haustar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jafnvægi á milli hugar og líkama Kolbeinn segist leggja mesta áherslu á að kenna krökkunum að segja sögur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á námskeiðið Mynda- sögur fyrir 10 til 12 ára krakka í vetur. Kennari á námskeiðinu er Kolbeinn Hugi Höskuldsson. „Námskeiðið er eiginlega tví- skipt. Fyrri partinn fer ég í mynda- sögur, en ég var að kenna mynda- sögunámskeið í fyrra sem var voða gaman. Ég er ekki mikið að segja krökkunum hvernig þeir eiga að teikna, heldur frekar að kenna þeim hvernig þeir eiga að segja sögur, svolítið að leggja áherslu á persónu- sköpun, sjónarhorn og alls konar svo- leiðis. Seinni part- urinn fer svo í stutt- myndagerð og þá á að nota myndasögurnar sem svona nokkurs konar handrit og við notum þá karakterana sem krakk- arnir eru búnir að skapa. Þá verða þeir bara allir að hjálpast að að leika karaktera, bæði sína eigin og hvers annars, smíða leikmuni eins og geislabyssur eða hvað sem þeir vilja nota, búninga og leikmyndir og taka upp. Ég ákvað að bæta við þessum seinni parti núna í þetta námskeið sem ég held að verði voða gaman en ég hef verið að kenna önnur námskeið og hef svona séð þar hvað krökkunum finnst skemmtilegast að gera,“ segir Kolbeinn. Kennsla hefst mánu- daginn 27. september og kennt er alla mánudaga í vetur frá klukkan 15 til 17.15. - eö Þróa og leika sínar eigin sögupersónur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.