Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.09.2010, Blaðsíða 38
22 7. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ROBBIE BEÐINN UM AÐ ÞROSKAST Ayda Field, eiginkona breska söngvarans Robbie Williams, hefur beðið manninn sinn um að þroskast eilítið áður en þau eignist börn. „Hún hefur bara beðið mig um að hætta að haga mér eins og barn, vera aðeins minna í Playstation. Ann- ars heldur hún að ég verði góður pabbi,“ segir Robbie. Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið The Star dragi það ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt til baka. Ritstjórn blaðs- ins segist standa við fréttina. Hollywood logar nú stafnana á milli vegna frétta um að Ashton Kutcher hafi haldið framhjá eigin- konu sinni, Demi Moore. Bæði tvö vísa þó þessum fréttum á bug og Kutcher hefur hótað málsókn með tilheyrandi lögfræðingaher. Fjöl- miðlar hafa fylgst grannt með þessu hjónabandi enda stingur það í stúf við óskrifaðar reglur kvik- myndaborgarinnar þar sem karl- inn er yfirleitt helmingi eldri en konan. Hjá Kutcher og Moore er dæmið hins vegar öfugt; Demi er fimmtán árum eldri en leikarinn. Það var slúðurtímaritið Star Magazine sem greindi frá því að sést hefði til leikarans kyssa fal- lega, ljóshærða stúlku á veitinga- stað fyrir skemmstu. Kutcher og ónefnda stúlkan eiga að hafa náð vel saman, kelað eins og þau ættu lífið að leysa á meðan sjónarvott- ar stóðu agndofa yfir framkomu Kutchers en hann og Moore hafa verið gift í fimm ár. „Ashton og stúlkan voru í innilegum faðm- lögum í einu skotinu við klósettin á veitingastaðnum. Það kom mér á óvart að sjá hann láta svo vel að stúlku sem augljóslega var ekki Demi,“ sagði sjónarvotturinn við The Star. Blaðið hafði jafnframt eftir vinkonu Moore að leikkonan ku hafa óttast hið versta allt frá því hún tók saman við Kutcher. „Það er fimmtán ára aldursmunur á þeim og vinir Demi sögðu henni að sam- bandið mundi aldrei ganga upp. Þegar hún kemst að þessu mun hún brotna niður,“ hafði Star eftir vinkonunni. Leikkonan sjálf hefur hins vegar sagst ætla að standa með sínum manni. Bandarískir fjölmiðlar höfðu síðan eftir talsmönnum The Star í gær að þeir hygðust standa við sína frétt og óttuðust ekki lögsókn af hendi leikarahjónanna. Ashton og Demi mættu síðan saman til leikarans James Van Der Beek um helgina til að samgleðjast honum með brúðkaupið hans en hann gekk í það heilaga fyrir skemmstu og á von á barni. Sjónarvottar höfðu á orði að erfiðleikarnir virtust síður en svo hafa stíað þeim í sundur. Ashton kærir slúðurblað ERFIÐLEIKAR Asthon Kutcher á að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, Demi Moore. Hann hyggst höfða mál á hendur The Star sem birti fréttina. NORDICPHOTOS/GETTY Andrew Garfield segir það draumi líkast að hafa hreppt hlutverk Péturs Parker í fjórðu Spider Man-myndinni. Garfield tók við hlutverki köngulóarmannsins af Tobey Maguire sem lék í fyrstu þremur myndunum. Þær nutu mikilla vinsælda en sú þriðja og síðasta fékk heldur dræmar undirtektir hjá gagnrýnendum. Garfield, sem er 27 ára, segist hafa undirbúið sig fyrir hlutverkið síðan hann var lítill dreng- ur. „Mér líður eins og ég hafi undirbúið mig ansi lengi. Örugglega síðan á hrekkjavök- unni þegar ég var fjögurra ára og klædd- ist mínum fyrsta Spider Man-búningi,“ segir hann. Leikarinn segir að köngulóarmað- urinn snerti líf margra ungra drengja vegna þess að hann vill að réttlætið nái fram að ganga. „Öllum ungum drengjum finnst þeir vera sterkari innra með sér en útlitið segir til um og þeir óska þess að vöðvar þeirra væru nógu stórir til að stöðva allt óréttlætið.“ Garfield bætir við að það sé heiður að taka þátt í Spider Man-myndinni. „Það er mik- ill heiður að vera hluti af þessum tákngervingi sem mér finnst mjög mikilvægur rétt eins og svo mörg- u m ö ð r u m .“ Fjórða myndin um ævintýri könguló- armannsins verður frumsýnd sumarið 2012. Draumi líkast að leika Lóa SPIDER MAN Köngulóar- maðurinn kemur næst á hvíta tjaldið eftir tvö ár. Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, ætlar að gefa út jólaplötu síðar á þessu ári. Á plöt- unni verða nútímalegar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. „Ég ákvað að gera alls konar útgáf- ur af þessum lögum vegna þess að þau hafa verið sungin svo oft áður,“ sagði Weiland. Hann fetar þar í fótspor Bobs Dylan sem gaf út jólaplötuna Christmas in the Heart í október í fyrra. Auk þess að syngja með gruggsveitinni Stone Temple Pilots var Weiland fyrir nokkrum árum liðsmaður Velvet Revolver. Gefur út jólaplötu Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! ANDREW GAR- FIELD Leikar- inn segir það draumi líkast að fá að leika köngulóar- manninn. NORDICPHOTOS/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.