Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 8
8 10. september 2010 FÖSTUDAGUR MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir stjórnvöld harðlega í nýrri skýrslu um fyrir- hugaðan niðurskurð á fjárlög- um til skólans. Í skýrslunni eru stjórnvöld sögð ekki hafa leitað allra leiða til að koma í veg fyrir boðaðan niðurskurð sem verður samtals fimmtán til 25 prósent næstu þrjú árin. Fyrir liggur að niðurskurð- ur til HÍ verður hið minnsta 7,5 prósent á fjárlögum næsta árs eða 673 milljónir króna. Í dag eru starfræktir sjö háskólar. Fjórir skólar teljast hreinar ríkisstofnanir en allir skólarnir eru engu að síður fjár- magnaðir að mestu leyti með framlögum frá ríkinu. Í skýrsl- unni segir að það hafi verið stefna stjórn- valda að fjár- magna kennslu í einkarekn- um háskólum til jafns við kennslu ríkis- háskólanna með þeim hætti að greiða sömu upphæð með hverj- um nemanda sem hefur nám á háskólastigi. Þetta er ótækt að mati skýrsluhöfunda. „Á meðan sömu fjárhæðir eru greiddar úr ríkiskassanum fyrir nemendur í einkaskólum jafnt sem ríkisreknum skólum hlýt- ur eðlileg forgangsröðun að hafa bjagast verulega,“ segir í niður- stöðukafla skýrslunnar. Eins er þar bent á að þessi hugsun sé ólík því sem tíðkast á Norðurlöndun- um þar sem dregið er úr fram- lögum til einkarekinna skóla sem nemur skólagjöldunum sem stúd- entum er gert að greiða. „Taka verður fullt tillit til mismunandi rekstrarforms menntastofnana ríkisins og þar með ábyrgð einka- rekinna skóla á sínu eigin rekstr- aröryggi,“ segir í skýrslunni. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir þessa fram- setningu einföldun. Kennslu- framlagið sé kannski það sama en rannsóknaframlag og húsnæðis- kostnaður sé mjög breytilegt á milli skólanna. Þetta þurfi að hafa hugfast. „Þetta er ekki ein stærð og það verður að horfa á reksturinn í samhengi.“ Spurð um aðferðafræði Norður- landanna, eins og tíðkast meðal annars í Noregi, að draga skóla- gjöld frá ríkisframlaginu segir Katrín að það sé eitt af því sem sé til skoðunar í ráðuneytinu. „Mér finnst full ástæða til að skoða þetta og hef viðrað þær hugmyndir að það eigi að skoða hvernig við getum haft sama umhverfi óháð skóla.“ Hvað niðurskurðinn varðar minnir Katrín á að verja eigi starfsemi opinberu háskólanna með því að stofna samstarfsnet þeirra með hugsanlega samein- ingu í huga. „Við vonum að þetta verði síðan síðasta erfiða árið í niðurskurði. Það liggur fyrir að þetta mun taka hrikalega á.“ Engin ákvörðun hefur verið tekin í ráðuneytinu um bón frá háskólaráði um hækkun skrá- setningargjalda úr 45 þúsund krónum í 65 þúsund krónur. svavar@frettabladid.isÍ IÐNAÐUR Ástralska jarðefnarannsóknafyrir- tækið Platina Resources Ltd. hefur dregið umsókn sína um leyfi til leitar og rannsókna á gulli og öðrum málmum á Austurlandi til baka. Ástæðan er jákvæðar niðurstöður úr verk- efnum fyrirtækisins í Ástralíu og mun fyrir- tækið leggja meginþunga starfsemi sinnar í þau verkefni. Eftir sem áður álítur Platina Resources Ísland vera áhugaverðan kost hvað varðar hugsanleg verkefni síðar meir, eins og segir í tilkynningu frá Orkustofnun. Orkustofnun barst umsókn fyrirtækisins í apríl. Umhverfisráðuneytið og undirstofnan- ir þess, auk 1.260 jarðeigenda í átta sveitarfé- lögum eystra, höfðu málið til umsagnar. Fyrirtækið hafði kynnt sér aðstæður hér vel og þekkti til þeirra jarðfræðirannsókna sem tengjast leit að dýrum málmum. Leyfið sem sótt var um náði til einfaldra yfirborðs- rannsókna. Platina ætlaði sér fimmtíu daga til rann- sókna með því að gera út tvo hópa vísinda- manna og þær áttu jafnvel að klárast í sumar. Í gildi er eitt leyfi til rannsókna á jarð- efnum sem nær til rannsókna á málmum á fjórtán tilgreindum stöðum á landinu, öll utan Austurlands. Var það ástæðan fyrir áhuga Platina á Austurlandi. - shá Fyrirtækið Platina Resources er hætt við að leita að dýrum málmum á Íslandi: Gullleit á Austurlandi hefur verið slegin af GULLSTANGIR Raunhæfur möguleiki er talinn á því að gull finnist í vinnanlegu magni hér á landi. 1 Á plötu til heiðurs hverjum á hljómsveitin Dimma þrjú lög? 2 Hvað heitir stofnunin sem rannsakar kaup bankanna á eignum peningamarkaðssjóða? 3 Hvar fundust taflmenn frá 12. öld sem sagðir eru íslenskir? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 Ný vinnubrögð Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Markmið samkomulagsins er að tryggja að allir atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Það er mikilvægt að fyrirtæki sitji við sama borð og fari öll að leikreglum en vinnustaða- skírteinum er m.a. ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum. Samkomulagið nær í fyrstu til starfsmanna og fyrirtækja í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð sem og rekstri gististaða og veitingahúsa. Atvinnurekendum í hlutaðeigandi greinum ber að sjá til þess að starfsmenn þeirra beri vinnustaðaskírteini. Næstu þrjá mánuði munu eftirlitsfulltrúar veita atvinnurekendum sem samkomulagið nær til leiðbeiningar um innleiðingu vinnustaðaskírteina. SA og ASÍ hvetja atvinnurekendur til að bregðast skjótt við og stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi á íslenskum vinnumarkaði. Allar nánari upplýsingar á www.skirteini.is Vinnu staða skírte ini Marg rét Jó nsdót tir Starfs maðu r Kt. 12 3123- 1231 Matfö ng eh f. Svann ahöfð a 12, 112 R eykja vík Kt. 12 3123- 1231 E N N E M M / S ÍA / N M 43 10 7 KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Vilja fá féð til ríkisskólanna Stúdentaráð Háskóla Íslands segir forgangsröðun stjórnvalda bjagaða. Ráðið vill að einkareknir skólar fái lægri framlög enda njóti þeir tekna af skólagjöld- um. Einföldun, segir menntamálaráðherra. ■ 673 milljónir samsvara rekstri lagadeildar í þrjú ár: Við lagadeild stunda rúmlega 800 manns nám. Lagadeild er ein elsta deild skólans og virtasta lagadeild landsins. Árlega útskrifar lagadeildin hóp vel metinna lögfræð- inga sem starfa á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. ■ 673 milljónir samsvara rekstri sálfræðideildar í rúmlega fjögur ár: Við sálfræðideild stunda um 650 manns nám. Sálfræði er ein af vaxandi vísindagreinum samtímans og síaukin eftirspurn eftir sálfræðingum á fjölmörgum sviðum atvinnulífs. ■ 673 milljónir samsvara rekstri læknadeildar í rúmlega heilt ár: Við læknadeild stunda 650 manns nám. Læknadeild Háskóla Íslands er sú eina sinnar tegundar á Íslandi og ber því Háskóli Íslands ábyrgð á að halda uppi ábyrgðarfullu og góðu námi sem skilar afbragðs faglærðu fólki til heilbrigðisgeirans. Nú þegar er læknadeildin fjársvelt og á erfitt með að viðhalda þeim gæðastöðlum sem hún hefur byggt upp. Heimild: Verjum menntun, Skýrsla Stúdentaráðs HÍ. Hvað getur HÍ gert fyrir 673 milljónir? HÁSKÓLI ÍSLANDS Á næstu fjárlögum verða framlög til skólans skert um 7,5 prósent eða 673 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Einstaklingar og fyrirtæki mega framvegis gefa stjórnmála- flokkum 400 þúsund krónur í stað 300 þúsunda áður, en þurfa á hinn bóginn að gefa upp nafn sitt gefi þeir meira en 200 þúsund, í stað 300 þúsunda áður. Þetta er meðal þeirra breytinga sem gerðar voru í gær á lögum um fjármál stjórn- málasamtaka og frambjóðenda. Fulltrúar allra flokka fluttu frum- varpið, að liðsmönnum Hreyfing- arinnar undanskildum. - sh Lög um fjármál flokka: Hámarksfram- lög hækkuð Hafnar samningaleiðinni Samfylkingarfélag Mosfellsbæjar hafnar með öllu samningsleið um endurskoðun fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Í ályktun aðalfundar er þess krafist að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. STJÓRNMÁL Á meðan sömu fjár- hæðir eru greiddar úr ríkiskassanum fyrir nemend- ur í einkaskólum jafnt sem ríkisreknum skólum hlýtur eðlileg forgangsröðun að hafa bjagast verulega ÚR SKÝRSLUNNI VERJUM MENNTUN VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.