Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 28
2 föstudagur 10. september núna ✽ Ísland í útlöndum þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 HJALTI JÓN SVERRISSON TÓNLISTARMAÐUR OG GUÐFRÆÐINEMI Föstudagurinn fer í rólegheit, enda verð ég enn að jafna mig eftir hlátrasköllin á uppi- standi vinar míns, Pálma Freys Haukssonar, á Næsta bar. Svo ætla ég að reyna að grafa upp einhverja vel falda hæfileika í innanhúsarkitektúr á laugardaginn. STJARNA Leikkonan Natalie Port- man var glæsileg á rauða dreglinum á opnunarhátíð 67. kvikmyndahátíð- arinnar í Feneyjum 1. september. NORDICPHOTOS/GETTY NÝ SENDING FRÁ Airwaves í London 30 til 40 blaða- menn frá mörgum af helstu tón- listartímaritum Bretlands voru væntanlegir á tón- leika Iceland Air- waves í London í gærkvöldi. Tón- leikarnir voru haldnir á tónleikastaðnum Kitchen á Hoxton Square, vel þekktum stað í bresku tónlistarsenunni, þar sem upprennandi stjörnubönd koma iðulega fram og mörg af stærstu popp- og rokkböndum heims hafa stigið sín fyrstu skref. Meðal bandanna sem komu fram í gær voru Retro Stefson, Snorri Helgason og bresku böndin Alex Metric og Factory Floor. Miðasalan á siglingu Næsta föstudag verður leikurinn svo endurtekinn á Nordatlant- ens Brygge í Kaupmanna- höfn. Þar koma meðal annars fram Dikta, Dj Margeir, Kas- par Bjørke og danska bandið Murder, sem öll koma fram á Air- waves-hátíðinni í Reykjavík. Hátíð- in sjálf fer svo fram hér á landi dag- ana 13. til 17. október. Vel virðist ganga að trekkja tónlistaráhugafólk að, miðasalan komin á blússandi siglingu og hefur til að mynda farið mun betur af stað en í fyrra. Það er því þjóðráð að drífa í að tryggja sér miða hvað úr hverju. „Mig dreymir hár,“ svarar hár- greiðslu- og tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, annar helmingur raf- dúettsins Hairdoctor, spurður hvort hann sé með hár á heilanum. „Hár er höfuðprýði og ég vil ekki vera mér til hárborinnar skammar,“ bætir hann við. Hairdoctor er gæluverkefni Jóns Atla og Árna Rúnars Hlöðversson- ar. Önnur plata þeirra er nýkomin út á vegum Brak-hljómplatna, sem er undir hatti Kimi Records. Hún ber nafnið Wish You Were Hair. Að sögn Jóns Atla er meiri hressleiki og minni ástarsorg á nýju plötunni en þeirri fyrri, Shampoo, sem kom út árið 2005. Plötuna tóku þeir Jón og Árni upp á árinu 2008, bæði í Reykja- vík og Brooklyn í New York. Þeir Jón Atli og Árni eru báðir tveir á kafi í öðrum verkefnum tengdum tónlist, Jón í Human Woman og Árni í FM Belfast, svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekkert ljóst enn þá hvort þriðja platan líti einhvern dag- inn ljós. „Hver veit? Árni er snilli og kannski hendum við í eitt gott permanent session aftur.“ - hhs Hairdoctor með nýja plötu, Wish You Were Hair: Hárfín og hressandi Með hár á heilanum Önnur plata rafdúettsins Hairdoctor, Wish You Were Hair, er komin út. Hópur íslenskra listamanna og hönnuða tekur þátt í samsýn- ingu í London í tengslum við tískuvikuna sem hefst þar í næstu viku. Á sýningunni verða verk þrjátíu ungra skandinav- ískra listamanna og hönnuða til sýnis. Þau sem taka þátt frá Ís- landi eru systurnar Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur, grafíski hönnuðurinn Siggi Odds, Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður, Andr- ea Maack með ilmvatnið sitt og fatahönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir. „Galleríið er á Berwick Street, sem er alveg niðri í Soho. Við opnum sýninguna á þriðjudag- inn og hún verður svo opin fram yfir tískuvikuna í Lond- on,“ segir Katrín Alda. „Þetta verður örugglega mjög öflug kynning fyrir okkur og ekki síst gott tengslanet sem mynd- ast þarna, hjá okkur sem tökum þátt í þessu.“ Skipuleggjandi viðburðarins heitir Merilyn Keskula og er frá Eistlandi. Hún kynntist Katrínu Öldu í London College of Fas- hion þegar þær voru þar saman í námi. Katrín hjálpaði henni að finna íslensku þátttakendurna. Þær Katrín Alda og Rebekka leggja af stað til London í dag til að aðstoða við uppsetningu sýningarinnar. Áður en systurnar lögðu af stað til London áttu þær þó eftir að fylgjast með Sögu Sig taka ljósmyndir fyrir nýju fatalín- una þeirra. „Við erum nýbúnar að klára nýju línuna og Saga Sig er að fara að mynda hana fyrir okkur á eftir [á fimmtudags- kvöldið]. Þannig að það er allt að gerast hjá okkur á sama tíma!“ Katrín segir nýju línuna að miklu leyti einkennast af ullar- efnum og díteilum úr leðurólum. Í henni séu kjólar, jakkar, buxur og pils. Forvitnir geta barið ljós- myndir Sögu augum á vefsíð- unni www.kalda.is fyrir þriðju- daginn í næstu viku. Línan er svo væntanleg í verslun þeirra systra, Einveru, í lok þessa mán- aðar. - hhs Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur taka þátt í samsýningu þrjátíu skandinavískra hönnuða: FLOGNAR TIL LONDON Í nógu að snúast Systurnar Rebekka og Katrín Alda Rafnsdætur eru á leið til London að sýna nýjustu línuna sína á samsýningu þrjátíu skandinavískra listamanna og hönnuða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.