Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 12
12 10. september 2010 FÖSTUDAGUR FÆREYJAR Þjóðveldið, flokkur sjálfstæðis- og vinstrisinna, er stærsti flokkur Færeyja, miðað við nýja skoðanakönn- un blaðsins Dimmalætting. Þjóðveldið mælist með 26,6 prósenta stuðning og níu þingmenn. Næstur kemur Sambands- flokkurinn með 26,1 prósent atkvæða. Fólkaflokkur sjálfstæðis- og hægrisinna fengi 17,8 prósent, en Jafnaðarflokkurinn 16,1 pró- sent. Miðflokkur Jenis av Rana fengi 8,3 prósent en Sjálfs- stjórnarflokkurinn 5,1. Sitjandi landsstjórn fengi því 19 þingmenn af 33. - kóþ ALÞINGI „Mér þykir vænt um Jón Bjarnason, hæstvirtan landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð hafði spurt ráðherrann hvað væri að plaga hann – hann hefði allt á hornum sér þessa dagana og réðist að þingmönnum á alla kanta af minnsta tilefni, meðal annars Jóni og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks- ins. Össur svaraði því til að hann kæmi vel undan sumri og hefði að sínu mati verið í giska góðu skapi undanfarið. Honum þætti vænt um Framsóknarflokkinn, og sömuleiðis Jón Bjarnason. Sambandi þeirra mætti líkja við erfitt hjónaband. „Við erum stundum ósammála og það kemur fyrir að við rífumst.“ Það breyti þó ekki væntumþykjunni. Eins og erfitt hjónaband: Össuri þykir vænt um Jón ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON JÓN BJARNASON HØGNI HOYDAL Færeysk skoðanakönnun: Þjóðveldið er flokka stærst DÓMSMÁL Kona á sextugsaldri hefur verið dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að reyna tvívegis að svíkja róandi lyf út í apóteki í Reykja- nesbæ. Í fyrra tilvikinu framvísaði konan fjölnota lyfseðli upp á eitt hundrað róandi töflur. Eyðu- blaðinu hafði hún stolið frá lækni og útfyllt það, meðal ann- ars með nafninu hans. Í síðara skiptið falsaði hún einnig lyfseðil upp á róandi lyf. Seðlinum hafði hún stolið frá dýralækni og falsaði einnig nafn hans. - jss Kona vildi fá róandi lyf: Falsaði lyfseðla DÓMSMÁL Rúmlega sextugur karl- maður hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness til að greiða hundrað þúsund krónur eftir að hann hafði hótað kvenkyns fyrr- um leigjanda sínum „nútíma inn- heimtuaðgerðum“ greiddi konan ekki skuld sína. Í ákæru segir að maðurinn hafi sett bréf inn um bréfalúguna á heimili konunnar. Síðari hluti þess hljóðaði svo: „Ef þú sérð ekki hvöt hjá þér að gera rétt fyrir þér sjálf og venju- legar innheimtuaðgerðir duga ekki til, verða að koma til aðrar aðgerðir sem því miður eru orðn- ar algengari á þessum tíma. Virðist sem við séum að snúa til Sturlungaaldar aftur sem er synd, en því miður virðast engar aðgerðir aðrar duga til fyrir visst fólk. Ég legg til að þú gangir frá þínum málum fyrir næstu mán- aðamót, 30. apríl 2010. það eru engir samningar í boði. 420.000 kr. fyrir 23. apríl 2010. Annars verður gripið til „nútíma inn- heimtuaðgerða.“ Með bréfinu lét maðurinn fylgja blaðaúrklippu þar sem sagt var frá mönnum sem námu mann á brott af heimili hans og misþyrmdu honum. - jss Rúmlega sextugur maður sektaður fyrir að hóta „nútíma innheimtuaðgerðum”: Hótaði leigjanda handrukkun INNHEIMTA Maðurinn vísaði til hand- rukkunar í bréfi sínu til leigutakans. Leituðu að innbrotsþjófi Töluverður fjöldi lögreglumanna var staddur í Skerjafirðinum í hádeg- inu í gær vegna leitar að meintum innbrotsþjófi. Að sögn íbúa í hverfinu virtist allnokkur viðbúnaður vegna þessa. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir talsverða leit. Maðurinn braust inn í íbúðarhúsnæði og hafði meðal annars á brott með sér raftæki. LÖGREGLUFRÉTTIR NÝJU ÁRI FAGNAÐ Gyðingar fögnuðu í gær nýju ári, nánar tiltekið árinu 5772, meðal annars með því að standa við vatn til að kasta syndum sínum með táknrænum hætti. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI „Ég tók enga ákvörðun um það ásamt Björgvin [innskot blm: G. Sigurðssyni, þá við- skiptaráðherra], að kaupa þessi skuldabréf,“ segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann bendir á að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis komi skýrt fram að bráðabirgðastjórnir nýju bankanna hafi ákveðið að kaupa eignir peningamarkaðssjóða rekstrarfélaga þeirra með hliðsjón af verðmati óháðra endurskoðenda. Líkt og greint var frá í fyrradag rannsakar Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, kaup bankanna á eignum sjóða þeirra. Í tilkynningu ESA kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi ekki sýnt frá að bankarnir hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um kaupin. Stjórnvöld kunni að hafa stýrt ferlinu. Tildrög málsins eru þau að viðskiptavinir peningamarkaðssjóðanna voru ósáttir við neyð- arlögin sem tóku gildi 7. október 2008. Þau tryggðu innstæður í bönkum en ekki hlutdeild- arskírteini í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum, sem flokkast til áhættufjárfestinga. Viðskipta- ráðherra sagði á blaðamannafundi 8. október að reynt yrði að tryggja inneign í sjóðunum. Nýja Kaupþing, Nýi Glitnir og Nýi Lands- bankinn keyptu skuldabréf úr peningamark- aðssjóðum bankanna fyrir 83,6 milljarða króna í lok október. Útgefendur bréfanna eru flest- ir gjaldþrota eða í nauðasamningum í dag og skuldabréf verðlaus eða verðlítil. Þá má ætla að tap bankanna sjálfra vegna kaupanna sé í kringum sextíu milljarða króna. Stærstur hluti tapsins fellur á Landsbankann, 38 milljarð- ar króna. Áætlað tap Íslandsbanka nemur tólf milljörðum og Arion banka 5,7. jonab@frettabladid.is Bankarnir ákváðu kaupin Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir bankastjórnendum ekki hafa verið gefin fyrirmæli um að kaupa eignir peningamarkaðssjóðanna. Hann vísar á bráðabirgðastjórnir bankanna. Eignir sjóðanna eru vart lengur til í bókhaldi nýju bankanna. Þeir töpuðu sextíu milljörðum á viðskiptunum. Íslenska ríkið tekur yfir 75 prósenta hlut í Glitni. 2008 september 29. 30. október 2.-3. 3. 7. 8. 14. 15. 17. 19. 23. 27. 28. 30. 31. 2009 apríl 2010 september 9. Glitnir kaupir öll skuldabréf Stoða úr Sjóðum 1 og 9. Málið lagt fyrir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Þeir segja kaupin mál bankans. Mikið útflæði úr peningamark- aðssjóðum Glitnis. Eignarhalds- félag Glitnis kaupir rúm 30 prósent af eignum sjóðsins. FME stöðvar við- skipti með peninga- markaðssjóðina. Neyðarlögin taka gildi. Innstæður í bönkum tryggðar að fullu. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að leiða verði leitað til að tryggja stöðu peningamarkaðssjóðanna. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Jón Steinsson, ráðgjafi forsætisráðherra, leggja til að bankarnir kaupi bankabréf úr sjóðunum á nafnverði en að afföll annarra bréfa fari eftir endurheimtuhlutfalli. Jón Þór Sturluson skrifar tölvuskeyti til FME. Af því má ráða að ríkið komi ekki frekar að málinu með fjárstuðningi. Björgvin G. Sigurðsson og Jónas Fr. Jónsson hafi ákveðið að nýju bankarnir kaupi eignir sjóðanna. Jón óskar eftir að FME boði til fundar með bankastjórum bankanna þriggja til að samhæfa útgreiðslur úr sjóðunum. FME hafnar því, mælir með sjálfstæðu verðmati á eignum sjóðanna. Þeim þykir afskipti ráðuneytisins óeðlileg. FME beinir þeim tilmælum til rekstrarfé- laga verðbréfasjóða að þeim verði slitið og að greitt verði úr þeim. Elín Sigfúsdóttir bankastjóri kynnir leiðir til að kaupa eignir Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Nýi Glitnir kaupir pen- ingamarkaðssjóðina. Stjórn Kaupþings samþykkir að kaupa eignir peningamarkaðs- sjóðanna. Landsbankinn slítur sjóðum sínum og greiðir út 70 prósent. Nýi Glitnir slítur Sjóði 9. Útgreiðsluhlutfall er 85 prósent. Kaupþing slítur peninga- markaðssjóðum og greiðir út 85,3 prósent. Lögmannsstofan Lex kærir kaup bankanna á eignum peninga- markaðssjóðanna. ESA hefur rannsókn á kaupum bankanna á eignum sjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.