Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 19 Niðurstaða svokallaðrar sátta-nefndar í sjávarútvegi er nákvæmlega eins og það sem búast má við þegar markaðstor- tryggnir sveitasósíalistar láta margreynda lobbýista gabba sig til að halda að þeir séu að gera rétt. Útkoman, svokölluð samn- ingsleið, virðist í meginatriðum vera sú að ríkið og hagsmunaaðil- ar ætla að setjast niður og semja um niðurgreidda langtímaleigu á kvóta auk þess sem menn vilja taka fyrir það sem er best við kerfið og búa til einhverja dóta- kvóta sem stjórnmálamenn geta kubbað með. Kvótakerfið er ekki vont kerfi. Helstu kostir eru þeir að menn eiga hlutdeild í heildarafla, og þessa hlutdeild geta menn selt eða leigt. Þetta er allt saman hið besta mál. Markaðurinn á þá að sjá um að sá veiði fiskinn sem geti gert það á sem hagkvæmastan máta. Braskið svokallaða er þannig það besta í kerfinu. Brask er bara orð markaðshatara yfir viðskipti. Brask er gott. Þeir sem svekkja sig á því sem þeir halda að kvótakerfið hafi gert fyrir sumar byggðir lands- ins eru að svekkja sig á því að það sé niðurstaða markaðarins að sumir staðir eru óhagkvæmari vettvangur fyrir matvælafram- leiðslu en aðrir. Ef eplarækt á Hvammstanga bæri sig illa ætti það að vera mönnum skilaboð um að snúa sér að öðru. En það eru óþægilegar fréttir að færa fólki og við búum í landi sem stjórn- málamenn hafa langa reynslu af því að vilja þykjast lagfæra mis- tök markaða. Þegar markaðurinn klikkar þarf að leysa málið. „Eplarækt skal tryggð. Standa þarf vörð um landnámseplið,“ myndi fólk segja. Sama fólk bjó til byggðakvóta. Með óhag- kvæmni skal landið byggja. Það er gott að einhver eigi kvótann sem kunni með hann að fara en einhvern veginn þarf samt að selja hann til að byrja með. Sú leið að bjóða hann upp er bæði sanngjörn, hagkvæm og gegnsæ, sem verður ekki endi- lega sagt um þá úthlutunaraðferð sem notuð var við uppsetningu núverandi kvótakerfis. Uppboðs- kerfi er, frá markaðslegum sjón- armiðum einfaldlega miklu betra kerfi til að koma kvóta frá rík- inu og til einkaaðila. Væri ein- hver flokkur markaðssinna hér á landi þá ætti hann í það minnsta að hugleiða slíka leið í stað þess að einblína einungis á hagsmuni og afkomu þeirra aðila sem nú eiga veiðiréttindin. Menn ættu að standa vörð um markaðinn í stað þess að standa eingöngu vörð um eignarrétt fólks yfir einhverju sem það á eiginlega ekki alveg. Auðvitað vilja þeir lobbýhóp- ar sem nú eiga kvótann nú halda honum. Auðvitað munu þeir gera allt sem þeir geta til að reikna það út að allt fari í kássu ef þeir missa kvótann smám saman yfir á opinn uppboðsmarkað. En ein leið til að meta skynsemi breytinga er að snúa dæminu við. Ef 5% kvót- ans væru boðin upp á hverju ári nú, myndu margir krefjast þess að því yrði hætt og þess í stað komið á einhverjum föstum hálf- eignarrétti í samræmi við veiði- reynslu? Auðvitað ekki. Meginniðurstaða nefndarinnar er sátt kvótaeigenda sem vilja eðlilega halda í það sem þeir hafa og pólitíkusa sem óttast að ef markaðsöflin fengju að ráða þá færi allt í rugl. Í bókun fulltrúa VG má þannig lesa þá stórskemmtilegu skoðun henn- ar að allt framsal á kvóta ætti vera óheimilt nema þá hugsan- lega með samþykki ríkisins, þá bara ef kvótinn færist ekki milli byggðarlaga og, hér er rúsínan í pylsuendanum, allur ágóði myndi renna til ríkisins. Hugtakið mar- xísk viðskiptafræði kemur upp í hugann: þú mátt bara selja dót ef þú tapar örugglega á því. Þau meginstef sem úr skýrsl- unni berast eru semsagt óhag- kvæmni og aftur óhagkvæmni. Það á að setja núverandi kvóta- stöðu á pásu og hindra að veiði- réttindin færist til þeirra sem gætu nýtt þau betur. Síðan verð- ur búinn til einhver pottur til að formgera línuívilnanir, byggða- kvóta og aðrar vitleysur sem Jónar Bjarnasynir framtíðar geta dandalast með og lengt í snöru óhagkvæmra fyrirtækja í þágu eigin vinsælda. Tækifæri til að auka hag- kvæmni og stöðugleika í sjávar- útvegi hefur glatast. En stór- skuldugar útgerðir geta vissulega dregið andann léttar í nokkur ár. Samið um sama Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Starfshópur skipaður af sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðherra sem hafði það hlutverk að endur- skoða lög um stjórn fiskveiða hefur nú skilað frá sér skýrslu til ráð- herra, þar sem álitaefni eru greind, tillögur lagðar fram til úrbóta og valkostir kynntir. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum stjórnmála- flokka og hagsmunaaðila og fór ítar- lega yfir einstaka þætti núverandi laga um stjórn fiskveiða, lét vinna skýrslur um stöðu sjávarútvegsins og hugsanlegar leiðir að breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. Það gefur að skilja að í starfshópnum voru uppi ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið. Starfshópurinn náði þó samstöðu um nokkur álitaefni en það veldur vonbrigðum að LÍÚ gat ekki skrifað undir niðurstöðu ann- arra í hópnum um að skýrt ákvæði verði sett í stjórnarskrá um þjóð- areign á öllum náttúruauðlindum, þ.m.t. auðlindum sjávar. Það skal tekið skýrt fram að ekki var mælt með ákveðinni leið af hálfu starfshópsins þó mestur stuðningur innan hans hafi verið við svokallaða samningaleið. Aðrar leiðir voru ræddar, s.s. innköllun og endurúthlutun aflaheimilda á einu bretti og endurráðstöfun með nýt- ingarsamningi, tilboðsleið og potta- leið. Fulltrúar VG og Samfylking- ar telja að nýta þurfi það besta úr fyrirliggjandi hugmyndum til að ná fram markmiðum stefnuyfirlýsing- ar ríkisstjórnarinnar um réttlátara fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég lýsti ekki stuðningi við eina leið frek- ar en aðra, því ljóst er að endanleg útfærsla verður að liggja fyrir svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. En í ljósi þess að mestur stuðning- ur af hálfu starfshópsins var við samningaleiðina lagði ég fram eft- irfarandi bókun þegar skýrslunni var skilað til sjávarútvegsráðherra 6. september sl. „Starfshópur um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur nú skilað af sér skýrslu og er mestur stuðningur af hálfu hópsins við svo- kallaða samningaleið. Í skýrslunni kemur hins vegar hvergi fram nein endanleg útfærsla um samningsá- kvæði svo sem um skilyrði um með- ferð aflaheimilda. Undirrituð telur því brýnt að í slíkum samningum við opinbera aðila séu m.a. lögð til grundvallar eftirfarandi atriði: • Að framsal sé óheimilt nema með samþykki beggja samningsað- ila og að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum sem m.a. tryggja að hugsan- legur ágóði renni til ríkisins. • Framsal verði ekki heimilað hafi það í för með sér byggðaröskun. Ákvæði verði sett í samninga um byggðatengingu aflaheimilda til að styrkja búsetuskilyrði íbú- anna og til að koma í veg fyrir byggðaröskun og frekari sam- þjöppun aflaheimilda. • Skýr ákvæði séu sett um veð- setningu samninga sem háð séu samþykki beggja samningsað- ila. Ef veðsetning verður heim- iluð á annað borð þá verði hún takmörkuð við þarfir sjávarút- vegsins. • Að við innköllun allra aflaheim- ilda á einu bretti og endurúthlut- unar á grundvelli nýtingarsamn- ings gegn gjaldi verði byggt á jafnræðissjónarmiðum. • Að í samningum verði leigufram- sal afnumið og tryggður opinber leigumarkaður með aflaheimild- ir sem nýtast m.a. til nýliðunar. • Sett verði á aukin veiðiskylda handhafa veiðiheimilda þó tak- mörkuð tegundatilfærsla verði heimiluð eftir sem áður. • Að ráðstöfun á aukningu afla- heimilda komi ekki sjálfkrafa inn á gildandi samninga og geti aukningin því nýst til nýliðunar og byggðatengdra aðgerða ásamt því að aflaheimildirnar verði settar á opinberan leigumarkað. • Að tryggt sé að handhafi afla- heimilda samkvæmt samningi starfi eftir gildum kjarasamn- ingi og brot geti þýtt riftun samninga. • Setja verður almenn skilyrði fyrir gerð samnings svo sem um til- skilin rekstrarleyfi sem fela m.a. í sér skil á opinberum gjöldum. Á sama hátt verði sett ákvæði um riftun ef samningsaðili brýtur þau ákvæði sem sett eru.“ Fleiri atriði hefði mátt nefna, eins og lengd samninga en í mínum huga eru samningar til 10 ára hámark með möguleikum á endurskoðun á tímabilinu. Nú reynir á kjark og hugrekki stjórnmálamanna að gera þær breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu sem þjóðin hefur kallað eftir til fjölda ára. Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveg- inum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði, jafnframt því að skapa íbúum sjávarbyggða traust- ari búsetuskilyrði og að tryggja að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar. Nú treysti ég því að okkar góði sjávarútvegs- ráðherra nýti vel þessi tímamót í þeirri vinnu sem framundan er í endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða. Þjóðin bindur vonir við að vinstristjórn hafi hugrekki og þor til að gera þær breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu sem skapi heilbrigðara og réttlátara fyrir- komulag fyrir þjóðina alla. Nú er tækifæri til breytinga Sjávarútvegsmál Lína Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Við höfum alla möguleika á að skapa sjávarútveginum öryggi til framtíðar og góð rekstrarskilyrði. Verð frá kr.: 162.500 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.