Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 32
6 föstudagur 10. september Á næstu vikum munu mörg ný andlit skjóta upp kollinum í þeim mörgu íslensku bíó- myndum sem verða frumsýndar á næstunni. Á meðal þeirra er andlit Hallfríðar Þóru Tryggvadóttur, sem leikur eitt aðalhlutverk- anna í Sumarlandi Gríms Hákonarsonar sem verður frumsýnt næsta föstudag. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Myndir: Stefán Karlsson H a l l f r í ð u r Þ ó r a Tryggvadóttir er ekki nema tvítug en hefur þó látið að sér kveða í leik, söng og dansi frá blautu barns- beini. Í Sumarlandinu, fyrstu kvikmynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar í fullri lengd, leik- ur hún átján ára stelpu, sem býr við nokkuð sérstakar aðstæður. „Ég leik dóttur Ólafíu Hrannar Jónsdóttur og Kjartans Guðjóns- sonar. Persónan sem Ólafía leikur er þekktur miðill og mjög sérstök, á meðan karakterinn hans Kjart- ans er svakalegur bissnesskall og alltaf að hugsa um að græða peninga. Hann rekur draugasafn í húsinu okkar. Svo er bróðir minn skyggn þar að auki. Ég leik stelp- una sem hefur alltaf verið dálít- ið nörd, sennilega strítt í skóla og svona, en langar ekkert meira en að vera bara eðlileg stelpa.“ HEFUR EKKI SÉÐ MYNDINA Í myndinni kynnist stelpan strák, sem leikinn er af Snorra Engil- bertssyni. Sá á eftir að breyta lífi hennar töluvert. „Ég held ég megi nú ekki segja neitt of mikið um þetta. En hann er nokkrum árum eldri en ég, algjör töffari, trúir ekki á neitt, býr í holu, gengur um í síðum leðurjakka og hefur lifað lífinu! Og ég verð náttúru- lega dálítið skotin í honum …“ Myndin var tekin upp sumarið 2009, svo það er nokkuð um liðið síðan Hallfríður var alfarið með hugann við hana. Hún er orðin ansi spennt fyrir frumsýning- unni næsta föstudag. „Ég hef ekki séð myndina í heild. Bara mínútu hér og þar. Hún lítur svakalega vel út og ég hlakka mikið til að sjá hana.“ DRAUMURINN AÐ RÆTAST En hvernig kom það til að Hallfríð- ur landaði hlutverkinu? „Grímur var víst búinn að leita og leita að stelpu í þetta hlutverk. Svo hafði hann samband við Ólaf S.K. Þor- valdz, sem leikstýrði mér í Nem- endamótssýningunni Stardust. Þar lék ég reyndar úlf! En hann benti á mig og fleiri stelpur sem hann hafði leikstýrt. Ég fór í prufu og fékk svo hlutverkið.“ Hún var ekki lítið ánægð með það, því innst inni hafði hana allt- af langað til að verða leikkona – þó hún sé reyndar ekki alveg tilbúin að kalla sig sjálfa því nafni enn þá. „Mér finnst skrýtið að heyra fólk segja við mig að ég sé leik- kona,“ segir hún. „En mig hefur alltaf langað til að verða leikkona en hafði eiginlega aldrei trú á því að ég gæti orðið það. Þegar ég var sjö ára ætlaði ég að verða fræg söngkona og ofurfyrirsæta. Mig langaði líka að segja leikkona, en fannst það samt of fjarlægt til að vera að tala um það!“ GÓÐUR TÍMI Í VERZLÓ Úlfshlutverkið í Stardust-sýn- ingunni er langt frá því að vera það eina sem Hallfríður tók að sér á Verzló-árunum, en hún tók líka þátt í leiksýningum Lista- félagsins. Á síðasta árinu sínu þar var hún formaður þess fé- lags, sem sér meðal annars um að setja upp aðrar leiksýning- ar en Nemendamótssýninguna. „Ég eyddi öllu míni lífi í Lista- félagið síðasta árið mitt í skól- anum. Við settum meðal ann- ars upp leikritið Poppkorn eftir Ben Elton. Forvarnafulltrúunum í Verzló brá dálítið í brún þegar þeir fréttu af því. Það fjallar um fjöldamorðingja og snýst meðal annars um kynlíf og ofbeldi,“ segir Hallfríður og hlær. Það er greinilegt á henni að hún lét sér ekki leiðast á menntaskóla- árunum. „Þetta var æðislegur tími. Ég er mjög aktív manneskja og stór ástæða fyrir því að ég fór í Verzló var að ég vissi að félags- lífið væri svo gott þar. Mér finnst líka rosalega gott að hafa farið á hagfræðibraut. Ég lærði heilmik- ið um hvernig þjóðfélagið virk- ar. Ég held að hagfræðin nýtist manni alltaf, því það eru við- skipti í öllu sem maður gerir.“ KOMIN Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Hallfríður útskrifaðist úr Verzló síðastliðið vor og er nú komin í Háskóla Íslands, þar sem hún ætlar að læra bókmenntafræði fram að áramótum. „Ég hef mjög mikinn áhuga á leiklistarsögunni. Ég er í tveimur leikritaáföngum núna og líka í nútímalistasögu. Ég er eiginlega bara að taka kúrsa sem ég hef áhuga á. Í menntaskóla hefur maður ekki nægan tíma til að rækta vel það sem maður vill gera. Ef ég mun starfa sem leik- kona í framtíðinni finnst mér ég þurfa að hafa einhvern fræðilegan bakgrunn að byggja á.“ Á LEIÐINNI ÚR LANDI Samhliða náminu er Hallfríður að vinna hjá Spúútnik, þar sem hún svalar áhuga sínum á tísku. Og ekki nóg með það, þá er hún nýbúin að stofna hljómsveit með hópi vina sinna. „Við erum meðal annars með blásara en tónlistin verður samt rafskotin líka,“ segir Hallfríður, sem að sjálfsögðu verð- ur söngkona, enda liðtæk á því sviði ekki síður en í leiklistinni. Hún hefur meðal annars lært djasssöng og klassískan einsöng og var í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna nú síðast. Eftir áramótin ætlar Hallfríður að taka sér pásu frá öllu saman og flytja af landi brott. „Ég er ekki búin að ákveða enn þá hvert ég fer en New York heillar mikið. Ég ætla að fara á leiklistarnámskeið og gera allt sem mig langar til að gera!“ SKRÝTNA STELPAN SEM VILL VERÐA EÐLILEG Tískuhönnuðum hefur oft verið legið á hálsi fyrir æskudýrkun í vali sínu á fyrirsætum. Þeir virðast undanfarið hafa tekið sig á í þeim efnum enda dæmi um að aðalfyrirsætur á tískupöllum hafi verið á virðulegum aldri. Þannig má nefna Stellu Tennant 39 ára, Kirsty Hume 35, Kristen McMenamy 45 ára og Elle Macpherson sem orðin er 47 ára. Þær komu allar fram á svölum tískusýningum á borð við Louis Vuitt- on, Calvin Klein og Marc Jacobs. Tímaritið Dazed & Confused var með McMenamy á forsíðunni í ágúst og tímaritið 10 tileinkar allt septemberhefti sitt hinni 33 ára Guinevere Van Seenus. Þroskaðar Hollywoodleikkonur eru einnig vinsælar á forsíður helstu tískublaðanna. Þannig er Julia Roberts 42 framan á Elle, Halle Berry 44 framan á bandaríska Vogue og Jennifer Aniston 41 á forsíðu bandaríska Harper‘s Bazaar. Auglýsendur eru heldur ekki fráhverfir eldri fyrirsætum. Christy Turlington 41 auglýsir fyrir Louis Vuitton, Stella Tennant fyrir Bal- enciaga og Calvin Klein og hin síunga Madonna 52 ára, kemur fram í auglýsingum Dolce & Gabbana. - sg FYRIRSÆTUR Í ELDRI KANTINUM OG ÞROSKAÐAR Reynsluboltar f Full búð af sjúúúkum haustvörum, endilega kíkið til okkar. Þökkum frábærar móttökur í nýja húsnæðinu okkar í Síðumúla 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.