Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 58
 10. september 2010 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Fram undan eru fjórar síðustu umferðirnar í Pepsi-deild karla sem verða spilaðar á næstu tveimur vikum. Fréttablaðið nýtti tækifærið og skoðaði það hvenær í leikjunum liðin í Pepsi-deildinni eru hættulegust og hvenær þau eru veikust fyrir. Breiðablik hefur skorað flest mörk í fyrstu átján umferðum Pepsi-deildar karla eða alls 40 eða 2,2 að meðaltali í leik. Helm- ingur markanna hefur komið á fyrsta hálftímanum í seinni hálf- leik þegar hálfleiksræða þjálfar- ans Ólafs Kristjánssonar er enn fersk í huga leikmanna. Blikar eru nefnilega með 17 mörk í plús á 46. til 75. mínútu, þar af hefur liðið skorað 11 mörk gegn aðeins einu á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik. Það er ljóst á bæði sókn og vörn liðsins að Ólafur stillir strengi sinna manna kórrétt í hálfleiknum. Blikar eru í algjörum sérflokki í deildinni á þessum hálftíma kafla en þeir hafa skorað langflest mörk á þess- um kafla, hafa fengið á sig fæst mörk á þessum kafla og eru með 13 mörkum betri markatölu en næsta lið sem er FH sem hefur 4 mörk í plús á marka- tölu á 46. til 75. mínútu í sínum leikjum. Aðalmarka- skorarar Blika, Alfreð Finn- bogason (8 af 12 mörkum sínum) og Kristinn Steindórsson (4 af 10 mörkum sínum), hafa líka verið sjóðheitir á þessum kafla leikj- anna en auk þess að skora saman 12 mörk á þessum 30 mínútna kafla þá hafa þeir einnig átt saman 5 stoðsendingar á þessum fyrsta hálftíma í seinni hálfleik. Eyjamenn sitja á toppi Pepsi- deildarinnar með tveggja stiga forskot á Blika og það hefur mikið að segja að ekkert lið hefur endað hálfleiki betur en Eyjamenn. ÍBV-liðið hefur skorað átta mörk- um meira en mótherj- ar þeirra á síðustu fimmtán mínútun- um í bæði fyrri og seinni hálf- leik. Marka- tala ÍBV á þessum kafla leikjanna er 14-6 en næst- ir koma KR- i nga r með sjö mörk í plús og markatöluna 16 -9. KR-ingar heimsækja ein- mitt Vestmannaeyjar á sunnudaginn. KR og FH eru í þriðja og fjórða sæti í deild- inni, fjórum og fimm stigum á eftir ÍBV en þau eiga bæði það sameiginlegt að byrja fyrri hálfleikinn illa en enda hann vel. FH er með 3 mörk í mínus á fyrstu fimmtán mín- útum leikjanna en hafa skor- að 6 mörk- um meira en mótherjar þeirra á 16. til 45. mín- útu. KR-ingar eru með 4 mörk í mínus á fyrstu 15 mínútunum en hafa endað hálfleikinn með 7 mörk í plús frá 16. til 45. mínútu. Fylkir og Stjarnan byrja leikina best en bæði eru með 5 mörk í plús á fyrsta hálftímanum. Markatala Fylkis á 1. til 30. mínútu er 12-7 en markatala Stjörnumanna á sama tíma er 13-8. Stjarnan er ásamt ÍBV eina liðið sem er aldrei í mínus í markatölu á neinum fimmtán mínútna kafla í leikjunum. Það vekur athygli hversu mikill munur er á markatölu Valsmanna og Fylkismanna eftir hálfleikjum. Þar er 17 marka sveifla hjá Fylki en 14 marka sveifla hjá Val. Fylkir er með 5 mörk í plús í fyrri hálf- leik (16-11) en 12 mörk í mínus í seinni hálfeik (15-27) en Valur er með 4 mörk í plús í fyrri hálfleik (13-9) en 10 mörk í mínus í seinni hálfleik (13-23). ooj@frettabladid.is Blikarnir í ham eftir hálf- leiksræður Ólafs Kristjáns Fréttablaðið hefur skoðað hvenær í leikjunum liðin í Pepsi-deild karla stóðu sig best í fyrstu 18 umferðunum. Breiðablik er eitt af liðunum sem berjast um titilinn en það er ekki síst að þakka fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. 1. til 15. mín. Bestir: Valur +5 Slakastir: KR -4 16. til 30. mín. Bestir: KR +5 Slakastir: Fram, Valur, Keflavík -3 31. til 45. mín. Bestir: FH +4 Slakastir: Selfoss -8 46. til 60. mín. Bestir: Breiðab. +10 Slakastir: Fylkir, Valur -3 61. til 75. mín. Bestir: Breiðablik +7 Slakastir: Haukar -5 76. til 90. mín. Bestir: ÍBV +6 Slakastir: Haukar -8 Fyrsti hálftíminn Bestir: Fylkir, Stjarnan +5 Slakastir: Selfoss -4 Síðasti hálftíminn Bestir: Breiðab., ÍBV +9 Slakastir: Haukar -13 Fyrsti hálftíminn í seinni Bestir: Breiðablik +17 Slakastir: Haukar -7 Lok hálfleikja Bestir: ÍBV +9 Slakastir:: Haukar -7 Upphaf hálfleikja Bestir: Breiðablik +9 Slakastir: Selfoss -5 Besti og versti tími liðanna í Pepsi-deild karla í fyrstu 18 umferðunum 2010 +4 GRINDVÍKINGAR hafa bestu markatöluna í uppbótartíma í leikjum sínum í Pepsi-deild karla í sumar. Grind-víkingar hafa skorað 4 mörk í uppbótartíma fyrri eða seinni hálfleiks og hafa á sama tíma ekki fengið á sig mark þegar hefðbundar 45 mínútur eru liðnar. FH-ingar eru aftur á móti neðstir á sama lista með 3 mörk í mínus. FÓTBOLTI Á heimasíðu knattspyrnu- deildar KR birtist í gær frétt þess efnis að félagið treysti ekki dómaranum Erlendi Eiríkssyni. Erlendur dæmdi tvö víti á KR í bikarúrslitaleik félagsins gegn FH og í kjölfarið var umræða um meint tengsl Erlends við FH á spjallsíðu stuðningsmanna félags- ins. KR-ingar eru mjög ósáttir við að Erlendur eigi að dæma leikinn í Eyjum um helgina. Á heimasíðu KR stendur meðal annars: „Við treystum Erlendi ekki, svo það sé á hreinu. Við vissum ekki af tengslum hans við FH fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði. Tengslin eru að okkar mati þess eðlis að Erlendur, eða KSÍ, áttu að gera okkur grein fyrir þeim, þó ekki væri nema í nafni háttvísinnar. Vegna tengsl- anna hefði hæfi hans eða van- hæfi átt að koma til skoðunar,“ segir meðal annars á heimasíðu KR-inga. Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, furðar sig á þessari yfirlýsingu KR-inga og full- yrðingum þess efnis að Erlendur sé tengdur FH á óeðlilegan hátt. „Eldri sonur hans æfði einu sinni með FH í þrjá mánuði en býr nú erlendis. Hann lék aldrei með félaginu. Yngri sonur hans mætti svo einu sinni á æfingu hjá FH er hann var á leikskólaaldri. Það er nú allt og sumt. Þetta er algjör stormur í vatnsglasi,“ segir Gylfi Þór en sögusagnir þess efnis að Erlendur hafi unnið sjálfboðaliða- störf fyrir FH og jafnvel safnað dósum fyrir félagið eru úr lausu lofti gripnar. Gylfi segir ekki hafa komið til greina að skipta Erlendi út sem dómara leiksins þrátt fyrir þessa uppákomu. Ekki náðist í Kristin Kjærne- sted, formann knattspyrnudeildar KR, við vinnslu fréttarinnar. - hbg KR-ingar segjast ekki treysta Erlendi Eiríkssyni sem dæmir leik ÍBV og KR: Þetta er allt á misskilningi byggt EKKI VINSÆLL HJÁ KR-INGUM Erlendur rekur hér KR-inginn Grétar Sigurðarson frá sér í bikarúrslitaleiknum fræga. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Markahæstu leikmenn á 46. til 75. mínútu Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 8 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 4 Atli Viðar Björnsson, FH 4 Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki 3 Almarr Ormarsson, Fram 3 Óskar Örn Hauksson, KR 3 Danien Justin Warlem, ÍBV 3 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 3 Markatala á 46. til 75. mín. Breiðablik Markatala: +17 (20-3) FH +4 (12 mörk-8 mörk á sig) KR +3 (9-6) ÍBV +3 (8-5) Grindavík 0 (5-5) Fram 0 (8-8) Stjarnan -1 (8-9) Keflavík -2 (5-7) Valur -5 (11-16) Fylkir -6 (9-15) Selfoss -6 (10-16) Haukar -7 (5-12) HANDBOLTI Skyttan örvhenta Rúnar Kárason hefur verið seld frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Füchse Berl- in til 2. deildarliðsins Bergischer HC. Rúnar náði sér aldrei almenni- lega á strik hjá Degi Sigurðssyni í Berlin og hefur því ákveðið að róa á önnur mið. „Ég hef ekki fundið mig alveg nógu vel hérna og er á þeim tíma- punkti að ég þarf að spila meira. Þetta lið sem ég er að ganga til liðs við vantar örvhenta skyttu þannig að ég fæ að spila helling þar,“ sagði Rúnar við Fréttablaðið í gær en hann leikur í kvöld kveðjuleik sinn fyrir Berlínarliðið. „Ég er ekkert að svekkja mig of mikið á því að hlutirnir hafi ekki gengið upp hérna. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta yrði erfitt en það þarf margt að ganga upp til að maður slái strax í gegn. Mér líst vel á félagið sem ég er að fara í. Það varð í 2. sæti í fyrra og verður í toppbaráttu í ár. Þetta félag er fjárhagslega sterkt og vel mann- að. Þetta á eftir að verða fínn vetur,“ sagði Rúnar sem semur við liðið út þessa leiktíð. Næsta sumar þarf hann því að skoða framhaldið upp á nýtt. - hbg Skyttan Rúnar Kárason farin frá Füchse Berlin: Þarf að fá að spila meira FLOGINN Á BROTT Rúnar er hér í leik með Füchse Berlin. Hann leikur sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld. NORDIC PHOTOS/BONGARTS NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. Arsenal – Bolton ÚRV.D. 2. Fulham – Wolves 3. Man. City – Blackburn 4. Newcastle – Blackpool 5. W.B.A. – Tottenham 6. West Ham – Chelsea 7. Wigan – Sunderland 8. Q.P.R. – Middlesbro 1. D. 9. Elfsborg – Mjallby ÚRV.D. 10. Helsingborg – Gefl e 11. Trelleborg – AIK 12. Atvidaberg – Malmö FF 13. Syrianska FC – Norrköping 1. D. 110.000.000 22.500.000 18.000.000 37.500.000 ENSKI BOLTINN 11. SEPTEMBER 2010 36. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 á morgun. SÖLU LÝKUR 11. SEPT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.