Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 5
„Ferðina förum við til að kynna
okkur hvað sé í pípunum í orku-
geiranum, því það vill fólk vita.
Lítið sem ekkert hefur verið kynnt
um áform virkjana í Skaftá og
Hólmsá og markmið að fólk átti
sig á hvað menn hafa þar í huga,
hvernig svæðið lítur út, hvern-
ig virkjanatilhögun er, hvað fer
undir lón og hvaða áhrif virkjan-
irnar hafa,“ segir Sigmundur Ein-
arsson jarðfræðingur sem verð-
ur leiðsögumaður í vettvangsferð
Landverndar, Náttúruverndarsam-
taka Íslands og Græna netsins um
eitt magnaðasta eldsumbrotasvæði
veraldarsögunnar, Skaftárhrepp
og nærsveitir um helgina.
„Við leggum af stað frá BSÍ
klukkan 9 í fyrramálið og gerum
ráð fyrir að koma heim klukkan 20
á sunnudagskvöld. Gisting verður
í svefnpokaplássi í Hólaskjóli sem
er fjallaskáli skammt frá Eldgjá
og þar bjóðum við upp á ilmandi
kjötsúpu og eftirrétt,“ segir Sig-
mundur sem ætlar með ferðafólk
sitt um ægifagra náttúru.
„Á leiðinni fjalla ég um orku-
vinnslu á Hellisheiði og eldgosið
í Eyjafjallajökli, og í Mýrdalnum
fer ég með fróðleik um Kötluhlaup
og áhrif þeirra. Úr Skaftártungu
ökum við að Hólmsárfossi sem er
með fegurstu fossum þessa land-
svæðis og aftur niður að fyrir-
huguðu virkjunarsvæði milli
Hólmsár og Kúðafljóts, sem áætl-
að er að verði fremur lítið eða 40
megavött,“ segir Sigmundur um
Hólmsárvirkjun
sem ekki er
komin á fram-
kvæmdastig en
að henni standa
Landsvirkjun og
Rarik.
„Að fyrirhug-
aðri Búlands-
virkjun, sem
áætluð er 130
megavött, sem
er svipuð stærð
og virkjanirnar
í Hrauneyjum
og Sigöldu, hefur Landsvirkjun
staðið, þar til nýlega að hún seldi
undirbúningsgögn til Suðurorku,
sem öðru nafni heitir Magma. Það
virkjanasvæði ætlum við að skoða
á sunnudag, en svæðið teygir sig
upp undir Hólaskjól þar sem Skaftá
verður veitt yfir á Þorvaldsaura í
allmyndarlegt miðlunarlón sem
tekið verður í neðanjarðarvirkjun
og útfall þaðan til Ása-Eldvatns,
sem er kvísl úr Skaftá við Búland,
efsta bæ í byggð við Skaftá,“ segir
Sigmundur og bætir við að þar sé
að finna stór tæknileg vandamál
sem ekki hafi verið leyst í virkj-
anaáformum.
„Þar mun Skaftá klofna í Ása-
Eldvatn og Skaftá sem rennur
austur með Síðu, en útfall verður
fyrst og fremst til Ása-Eldvatns.
Það þýðir að náttúruleg skipti
verða ekki lengur fyrir hendi
heldur þarf að stýra ánni aftur í
Skaftá ella þornar farvegur henn-
ar upp að allverulegu leyti á löng-
um kafla. Þá hafa menn ekki held-
ur sýnt hvernig þeir ætla að leysa
sín mál þegar koma Skaftárhlaup
sem þarf að hleypa framhjá virkj-
unum og bera ógrynni af drullu
og aur með sér, en í hlaupi hættir
Skaftá að líkjast vatni heldur hníg-
ur áfram í þungri og hæggengri
leðju,“ segir Sigmundur sem ætlar
í hlutlausa vettvangsferð þar sem
menn mynda sér sjálfir skoðun, og
ef tími gefst munu verða skoðaðar
aðstæður við Skál þar sem fyrir-
huguð er lítil virkjun í Skaftá.
„Báðar virkjanir yrðu á frem-
ur fjölförnu landi sem um leið er
óskaplega fallegt að ferðast um og
njóta. Landið er enn í sumarbún-
ingi og forvitnilegt að skoða hvað
stendur til í okkar heimalandi, þótt
ákvarðanir séu ekki endanlegar.“
Áhugasamir hafi samband við
Landvernd í síma 552 5242.
thordis@frettabladid.is
Á slóðir náttúruhamfara
Um helgina verður farin vettvangsferð um eitt magnaðasta eldsumbrotasvæði veraldarsögunnar, en í
henni gefst fólki kostur á að vega og meta fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir Landsvirkjunar og Magma.
Sigmundur Einars-
son jarðfræðingur
hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hólmsárfoss er formfagur foss sem fellur úr Hólmsá, en í ferðinni verður gerð grein fyrir fyrirhuguðum stíflumannvirkjum í
Hólmsá við Atley.
Rýmum fyrir nýjum vörum
Útsala á föstudag, laugardag og sunnudag
20% - 40% afsláttur á efri hæð
40% - 70% afsláttur á barnafötum í kjallara
Einnig ýmislegt til á konurnar á góðum verðum.
Opið Mán-Fös frá 11.00 - 18.00
Lau frá 10.00 - 16.00
Sun frá 12:00 - 16.00
Sími 534 0073
Erum með opið á lau. kl. 11—16
FULL BÚÐ AF
NÝJUM VÖRUR
af öllum vörum
um helgina
20% afsláttur
VORUM AÐ TAKA UPP NÝJAR
SOYA VÖRUR, NÝJA SKOKKA
OG NÝJAR KVARTBUXUR. SalsaKennum Kúbu-salsa
Krakkar
Frábær 14 vikna námskeið
fyrir ykkur. Yngst 5 ára.
Freestyle
Allt það nýjasta.
Yngst 9 ára.
Einnig námskeið fyrir 18+
Reykjavík og Mosfessbær
Innritun og upplýsingar
www.dansskoliheidars.is
og í síma 551 3129
milli klukkan 16 og 20 til 12. sept.
Kennsla hefst mánudaginn 13. sept.
Systkinaafsláttur 2. barn hálft gjald 3. barn frítt
Reykjavík og Mosfellsbær styrkja dansnám barna
Konusalsa
Sjóðheitt námskeið.
Hentar öllum konum,
ungum og öldnum,
liðugum og stirðum.
Skemmtileg hjóna-
og paranámskeið
Byrjendur og framhald.
Salsa-merenge,
gömlu dansarnir,
samkvæmisdansar og
upprifjunarnámskeið.
Keppnisdansar
Hinn frábæri danskennari Svanhildur
Sigurðardóttir sér um þjálfunina.
Mæting 2x eða 3x í viku.
Woodex á Íslandi frá árinu 1977.
Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði.
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…