Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 11
NEYTENDAMÁL Fleiri ósáttir Land
Cruiser-eigendur hafa komið fram
í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðs-
ins í gær um meinta galla í Land
Cruiser 120 bifreiðum. Þar sagði
Aubert Högnason frá samskipt-
um sínum við Toyota á Íslandi
varðandi meintan galla í spíssum
bílanna. Vildi hann meina að um
þekktan galla væri að ræða sem
gæti valdið eigendum miklum fjár-
útlátum. Talsmaður Toyota vísaði
þessum ásökunum á bug og sagði
að um einangruð tilfelli væri að
ræða en ekki þekktan galla. Ekki
væri því ástæða til innköllunar, en
sú ákvörðun væri á hendi Toyota
erlendis.
Bárður Ragnarsson, sem á 2005
árgerð af Land Cruiser 120, hafði
samband við ritstjórn og hafði
svipaða sögu að segja þar sem bif-
reið hans bilaði fyrir skemmstu.
„Ég fór að heyra glamur og ein-
hver skot í vélinni þannig að ég fór
með bílinn í skoðun á Toyota-verk-
stæði í Kópavoginum. Þar sögðu
þeir mér að grófsigtið í olíupönn-
unni væri ónýtt og spíssarnir bil-
aðir.“
Bárður greiddi 402 þúsund krón-
ur fyrir viðgerðina þar sem skipt
var um spíssa og grófsíu. Hann
segist hafa haft samband við Toy-
ota og viljað fá bilunina viður-
kennda sem galla og viðgerðar-
kostnað endurgreiddan.
Hann fékk hins vegar þau svör
að þó að Toyota á Íslandi hafi áður
séð bilun sem þessa, sé hún ekki
algild og ekki hægt að segja að
um galla sé að ræða. Líklegra sé
að aldri og notkun bifreiðarinnar
sé um að kenna, og sat Bárður því
uppi með kostnaðinn. - þj
Fréttablaðinu hafa borist fleiri sögur um meintan galla í Land Cruiser120 bílum frá Toyota:
Greiddi 400 þúsund fyrir viðgerð á spíssum
LAND CRUISER 120 Fleiri eigendur Land
Cruiser 120 vilja meina að um galla sé
að ræða.
LÖGREGLUMÁL Lögreglunni í Vest-
mannaeyjum var nýverið til-
kynnt um að unglingadrykkja
færi fram í heimahúsi þar í bæ.
Er lögregla kom á staðinn var
þar fyrir nokkur fjöldi ungmenna
og reyndust tveir drengir á sautj-
ánda ári vera undir áhrifum
áfengis. Var drengjunum ekið til
síns heima og rætt við foreldra
þeirra. Lögreglan vill af þessu
tilefni hvetja fólk til að tilkynna
verði það vart við svokölluð
„unglingapartí“ þar sem áfengis-
neysla fer fram. - jss
Tveir sextán ára keyrðir heim:
Unglingadrykkja
stöðvuð í Eyjum
HEILBRIGÐISMÁL Björn Zoëga, starf-
andi forstjóri Landspítala, hefur
verið skipaður forstjóri spítal-
ans frá og með 1. október næst-
komandi. Guðbjartur Hannesson,
heilbrigðis- og félags- og trygg-
ingamálaráðherra, tilkynnti um
þessa ákvörðun sína í gær og var
tilkynning um þetta birt á heima-
síðu ráðuneytisins.
Alls sóttu sex manns um starf
forstjóra þegar það var auglýst í
júlí. Hæfni umsækjenda var metin
af þriggja manna nefnd sem skip-
uð er af heilbrigðisráðherra. Björn
er skipaður forstjóri Landspítala
til fimm ára frá og með 1. október
2010. Björn tekur við starfinu af
Huldu Gunnlaugsdóttur. Hún var
ráðin forstjóri Landspítalans frá 1.
september 2008, en fékk leyfi frá
störfum til eins árs frá og með 1.
október 2009. Björn hefur gegnt
starfi forstjóra í fjarveru Huldu.
Hún sagði starfi sínu lausu í júlí
síðastliðnum.
Breytingar í heilbrigðismálum:
Björn ráðinn
forstjóri LSH
Miklu hraðara Internet
Nú býður Síminn viðskiptavinum sínum upp á enn meiri hraða en áður á Internetinu.
Hraðinn í Grunnáskrift, Leið 1 og Leið 2 fer upp í allt að 12 Mb/s.
Núverandi viðskiptavinir fá sjálfvirka uppfærslu á næstu mánuðum.
Það erFáðu þér Internet Símans í síma 800 7000 eða á siminn.is.
NOREGUR Lögmaður Arne Tre-
holt, sem dæmdur var fyrir njósn-
ir fyrir Sovétríkin, vill að málið
verði tekið fyrir að nýju vegna
nýrra upplýsinga. Í nýrri bók er
því haldið fram að norska lögregl-
an hafi falsað
sönnunargögn
í málinu, meðal
annars ljós-
myndir.
Bókin heitir
„Forfalksningen
– Politiets løgn í
Treholt-saken“,
eða „Fölsunin –
lygi lögreglunn-
ar í Treholt-málinu“.
Geir Selvik Malthe-Sørenssen,
sem skrifar bókina ásamt blaða-
manninum Kjetil Botelid Mæland,
bendir meðal annars á ljósmyndir
af skjalatösku með peningaseðlum,
sem lögreglan segir að hafi fund-
ist í íbúð Treholts í ágústmánuði
árið 1983.
Á myndunum er límbandsbútur
á læsingu töskunnar, en á ljósmynd
sem tekin var af Treholt með tösk-
una rétt áður en hann var handtek-
inn í janúar árið eftir sést ekkert
límband á læsingunni.
Treholt er nú 67 ára. Hann hefur
sjálfur viðurkennt að hafa gert
alvarleg mistök í starfi sínu hjá
utanríkisráðuneytinu, en hefur
jafnan neitað öllum ásökunum um
njósnir. Hann hefur tvisvar reynt
að fá málið endurupptekið, fyrst
1986 og síðan 1990.
Hann segir upplýsingarnar í
bók þeirra Malthe-Sørenssens og
Mælands vera sannfærandi.
Treholt var háttsettur starfs-
maður í norska utanríkisráðu-
neytinu þegar hann var handtek-
inn í janúar árið 1984, sakaður
um að hafa veitt sovéskum njósn-
urum upplýsingar sem áttu að fara
leynt.
Hann hlaut 20 ára fangelsisdóm
árið 1985, en var náðaður árið 1992
af heilsufarsástæðum. Dómsmálið
er hið þekktasta í sögu Noregs.
Leyniþjónusta norsku lögregl-
unnar lítur svo á að máli Tre-
holts sé formlega lokið, og birti
nú í sumar af því tilefni nokkrar
ljósmyndir tengdar málinu sem
ekki hafa verið gerðar opinber-
ar áður.
- gb
Kröfur um að mál Arne Treholt verði tekið upp að nýju eftir útkomu bókar með nýjum upplýsingum:
Lögregla sögð hafa falsað sönnunargögn
ARNE TREHOLT
TREHOLT OG NJÓSNARARNIR Á götuhorni í Ósló árið 1983 ásamt tveimur rússnesk-
um KGB-mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP