Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 52
32 10. september 2010 FÖSTUDAGUR Rokksöngleikurinn Rocky Horror Picture Show verð- ur frumsýndur hjá Leik- félagi Akureyrar í kvöld. Magnús Jónsson segir gamlan draum rætast að fá að bregða sér í leðurbrækur Frank N Furters. Þetta er í þriðja sinn sem rokk- söngleikurinn Rocky Horror Pict- ure Show eftir Richard O‘Brian fer á fjalirnar hér á landi, fyrst í uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir tæpum 20 árum og í Loftkastalanum fyrir fimm- tán árum. Með hlutverk Franks N Furter, fer Magnús Jónsson. Hann fetar þar með í háhæluð fótspor Páls Óskars, Helga Björns og síðast en ekki síst Tims Curry, sem túlkaði klæðskiptinginn eftirminnilega í samnefndri kvikmynd. „Þetta er algjört draumahlut- verk fyrir mig,“ segir Magnús. „Ég man þegar ég sá myndina í Nýja bíói á sínum tíma. Ég varð alveg dolfallinn yfir Tim Curry í þessu hlutverki og féll fyrir allri þess- ari geggjun; sagan er skemmtileg og persónugalleríið er frábær og þetta er líklega eini rokkleiksöng- urinn þar sem hvert lag er öðru betra. Ég starfa líka sem tónlistar- maður og það er mjög gaman að fá tækifæri til að sameina bæði leik- listina og tónlistina á sviði.“ Magnúsi vex það ekki í augum að leika hlutverk sem má heita klassískt bæði á hvíta tjaldinu og sviði. Ég hef ekki gaman af hermi- krákuleik og ætla ekki að fara herma eftir Tim Curry eða öðrum, Ég reyni að finna flöt á þessum karakter sem kemur frá mér.“ Magnús ber leikhópnum vel sög- una. „Þetta er ótrúlega skemmti- legur og kraftmikill hópur; ótrú- lega góðir söngvarar og mikið í lagt á öllum vígstöðvum. Ég held að ég hafi aldrei tekið þátt í svona umfangsmiklum söngleik áður.“ Leikstjóri er Jón Gunnar Þórð- arson. Auk Magnúsar fara með helstu hlutverk Eyþór Ingi Gunn- laugsson, Bryndís Ásmundsdótt- ir, Atli Þór Albertsson, Matthías Matthíasson og Andrea Gylfadótt- ir, sem er jafnframt tónlistar- stjóri sýningarinnar. bergsteinn@frettabladid.is Eini rokksöngleikurinn þar sem hvert lag er öðru betra ÚR ROCKY HORROR Þetta er í þriðja sinn sem söngleikurinn fer á fjalirnar hér á landi. Magnús segist hafa fallið fyrir geggjuninni þegar hann sá myndina í Nýja bíói. ÚT ER KOMINN NÝR GEISLADISKUR MEÐ ÖRVARI KRISTJÁNSSYNI 18 gullkorn Í tilefni af útkomu nýjasta geisladisks Örvars Kristjánssonar verður útgáfudansleikur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, laugardaginn 11. september. Húsið opnar kl. 21.00 og dans- leikurinn hefst kl. 21.30 og stendur til kl. 02.00. Örvar mun m.a. leika lög af nýja disknum og árita hann. Hljómsveit Einars Guð- mundssonar frá Akureyri leikur síðan fyrir dansi, ásamt Lofbelgjunum og fleiri góðum vinum. Nú er tækifæri til að hitta meistara Örvar, sem enn er að og hlýða á hann leika á þann eina hátt sem honum er lagið og fá sér snúning í góðum félagsskap. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. !!! HARMONIKUBALL !!! Grallaralegt ævintýri fyrir stelpur og stráka GRÍMAN 2010 Barnasýning ársins „Gaman!!!! Listamennirnir slá hvergi af kröfum sínum.“ EB, Fbl. JVJ, DV „Ein besta barnasýning síðasta árs... skemmtileg tónlist, fallegt mál, smekkleg umgjörð og góður leikur.“ SG, Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is í samstarfi við GRAL Forsala aðgöngumiða hafin Kennsla hefst 13. september Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is 5 á Richter Lísu A u g lý s in g a s ím i Allt sem þú þarft… HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 10. september 2010 ➜ Tónleikar 12.15 Í Listasafni Reykjavíkur verður Tríó Reykjavíkur með hádegistónleika í dag kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ verður Óperusmiðja Garða- bæjar með tónleika í kvöld kl. 20.00 Aðgangseyrir er 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara. 20.30 Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson ásamt hljóðfæraleikurum flytja lög Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Á. Sigurðssonar. Tónleikarnir verða í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn og hefjast kl. 20.30. 22.00 Hljómsveitirnar Nóra, Bob og Nolo spila á Venue, Tryggvagötu 22, í kvöld. Aðgangseyrir er 800 krónur og húsið opnað kl. 21.00. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22.00. 23.00 Hvanndalsbræður verða með tónleika í Hvíta Húsinu Selfossi í kvöld kl. 23.00. ➜ Kynningar 17.00 Útúrdúr kynnir í kvöld útgáfu tímaritsins FUKT. Kynningin stendur frá 17.00 til 21.00 og verður í húsakynnum Útúrdúrs að Austurstræti 6. ➜ Forsýning 20.00 Bjartmar Þórðarson fer með einleikinn Skepna á vegum Norður- pólsins. Frumsýning verður í kvöld kl. 20.00 að Bygggörðum 5, Seltjarnarnesi. Miðaverð er 2.000 krónur, 1.500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja. ➜ Markaðir 11.00 Forlagið verður með lagersölu að Fiskislóð 39 í dag. Markaðurinn verður opinn alla daga frá kl. 11-19, nema fimmtudaga kl. 11-21, en aðeins í takmarkaðan tíma. ➜ Opnanir 17.00 Íslenska bútasaumsfélagið opnar sýningu sína Bút fyrir bút í 30 ár í Perl- unni í dag kl. 17.00. 20.00 Sigtryggur Berg Sigmarsson og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir opna myndlistarsýninguna „Ofsjónaræði, Húmorsleysi og Verk Vinstri Handar, Hönd Tilfinninganna” í kvöld kl. 20.00 í Crymo Gallerí, Laugavegi 41a. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Jóhanna Jónsdóttir flytur erindi um Evrópuvæðingu á Íslandi. Fyrirlest- urinn verður á Háskólatorgi, stofu 103 frá kl. 12.-13. Allir velkomnir. ➜ Listamannaspjall 17.00 Lina Jaros, Geir Mosed og Jens Reichert bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austur- landi, í dag kl. 17.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.