Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.09.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. september 2010 3 Valentino mun leggja Gap til ítalskt og íðilfagurt innsæi sitt í vetur með því að hanna fyrir keðjuna kvenfata- línu á sanngjörnu verði. Þessar frétt- ir koma strax í kjölfar tilkynningar um að Lanvin hafi ákveðið samstarf við H&M, en tónar vel við það trend ofur- hönnuða nú að sameina lúxushönn- un sína við götutísku og grunnfatnað. Valentino-lína Gap verður fyrst sett fram í nýrri Gap-búð Míl- anó-borgar í lok nóvember, nokkru áður en varan fæst í Colette í París, á Dover Street Market eða í Gap-búðinni í Lundúnum. Hönnuðirnir Maria Grazia Chiui og Pier Paolo Piccioli hanna Gap-línu Valentin- os, en áður hefur Gap unnið með Pierre Hardy í fyrra og Stellu McCartn- ey að fádæma vinsælli barnafatalínu. - þlg Valentino stígur í vænginn við Gap HEIMSFRÆGT TÍSKUMERKI MUN FÁST Í ALÞÝÐLEGRI VERSLANAKEÐJU. Hinn þrettán ára tískubloggari Tavi Levinson verður stjörnum til halds og trausts á tískuvikunni í New York sem er að hefjast. Tavi hefur vakið mikla athygli frá því hún byrjaði að blogga um tísku fyrir tveimur árum, þá aðeins ell- efu ára. Hún heldur úti síðunni Style Rookie og þykir vera ótrú- lega næm á nýjustu strauma og stefnur í tískunni. Þrátt fyrir að hún sjálf líti út eins og lítil gömul kona, og hafi jafnvel litað hár sitt grátt, hafa menn trú á þessari tískupísl. Þannig hefur hún hannað stuttermaboli í sam- starfi við bolaframleiðandann Bor- ders&Frontiers. Nýjustu fréttir herma að Tavi hafi fengið nýtt hlutverk á tísku- vikunni í New York sem er að hefj- ast. Í fyrra sat hún á fremsta bekk við hlið heimsfrægra hönnuða, í ár mun hún takan virkan þátt. Sögur herma að hún muni stílisera stjörn- ur sem koma fram á sýningu Alice + Olivia. Þeirra á meðal eru söng- konan Amanda Blank og tónlistar- dúettinn The Pierces. - sg Tavi hjálpar stjörn- unum baksviðs Tavi stíliserar stjörnur sem koma fram á einni af tískusýningum tískuvikunnar í New York. Tískukóngurinn Karl Lagerfeld kemur öllum á óvart rétt fyrir tískuvikuna í París. Þeir sem beðið hafa með óþreyju eftir að sjá samnefnda línu Karls Lagerfeld á tískuvikunni í París í byrjun október verða að bíða enn því tískukóngurinn hefur afboðað komu sína á pallana. Ástæðan? Jú, hann hefur einsett sér að vinna að nýrri og aðgengilegri fatalínu. Kvisast hefur út að hin fína Karl Lagerfeld-lína muni fram- vegis verða hefðbundnari og laus við heimskunn áhrif hans sjálfs að mestu. Í staðinn áformar hann að kynna tískulínu sem sameinar orðstír hans og fjöldaframleiddrar tískuvöru, og selja á netinu. Vinna við þá línu er þegar langt komin og verður sýnd undir nýju nafni fyrir haust og vetur 2011. Þetta þykja dásamleg tíðindi því með þessum viðsnúningi færir einn mesti snillingur tískuheims- ins sig inn á almennan markað þar sem almúginn ætti að geta keypt sér spjarir með hans merki. Karl hyggst þó samt verja heið- ur sinn á tískuvikunni í París því fyrir utan smotterí sem hann hannar fyrir Chanel, ætlar hann að frumsýna töskulínu sem hann hannaði fyrir Hogan. - þlg Lagerfeld hannar fyrir almúgann Þýski hönnuðurinn Karl Lagerfeld, hér með fyrirsætu sem sýndi hönnun hans fyrir Chanel í París 2007. Unglingamenningin náði yfirhöndinni á sjöunda áratugnum og hafði áhrif á alla tískuhönnun. Hinn nýi markhópur vildi fatnað sem hægt var að kaupa á verði sem var í samræmi við venjulegar tekjur. Fatnaður og fylgihlutir hippatískunnar urðu að nýjum tískuvörum sem hægt var að kaupa ódýrt í vöruhúsum. Tíska aldanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.