Fréttablaðið - 10.09.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 10.09.2010, Síða 28
2 föstudagur 10. september núna ✽ Ísland í útlöndum þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 HJALTI JÓN SVERRISSON TÓNLISTARMAÐUR OG GUÐFRÆÐINEMI Föstudagurinn fer í rólegheit, enda verð ég enn að jafna mig eftir hlátrasköllin á uppi- standi vinar míns, Pálma Freys Haukssonar, á Næsta bar. Svo ætla ég að reyna að grafa upp einhverja vel falda hæfileika í innanhúsarkitektúr á laugardaginn. STJARNA Leikkonan Natalie Port- man var glæsileg á rauða dreglinum á opnunarhátíð 67. kvikmyndahátíð- arinnar í Feneyjum 1. september. NORDICPHOTOS/GETTY NÝ SENDING FRÁ Airwaves í London 30 til 40 blaða- menn frá mörgum af helstu tón- listartímaritum Bretlands voru væntanlegir á tón- leika Iceland Air- waves í London í gærkvöldi. Tón- leikarnir voru haldnir á tónleikastaðnum Kitchen á Hoxton Square, vel þekktum stað í bresku tónlistarsenunni, þar sem upprennandi stjörnubönd koma iðulega fram og mörg af stærstu popp- og rokkböndum heims hafa stigið sín fyrstu skref. Meðal bandanna sem komu fram í gær voru Retro Stefson, Snorri Helgason og bresku böndin Alex Metric og Factory Floor. Miðasalan á siglingu Næsta föstudag verður leikurinn svo endurtekinn á Nordatlant- ens Brygge í Kaupmanna- höfn. Þar koma meðal annars fram Dikta, Dj Margeir, Kas- par Bjørke og danska bandið Murder, sem öll koma fram á Air- waves-hátíðinni í Reykjavík. Hátíð- in sjálf fer svo fram hér á landi dag- ana 13. til 17. október. Vel virðist ganga að trekkja tónlistaráhugafólk að, miðasalan komin á blússandi siglingu og hefur til að mynda farið mun betur af stað en í fyrra. Það er því þjóðráð að drífa í að tryggja sér miða hvað úr hverju. „Mig dreymir hár,“ svarar hár- greiðslu- og tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, annar helmingur raf- dúettsins Hairdoctor, spurður hvort hann sé með hár á heilanum. „Hár er höfuðprýði og ég vil ekki vera mér til hárborinnar skammar,“ bætir hann við. Hairdoctor er gæluverkefni Jóns Atla og Árna Rúnars Hlöðversson- ar. Önnur plata þeirra er nýkomin út á vegum Brak-hljómplatna, sem er undir hatti Kimi Records. Hún ber nafnið Wish You Were Hair. Að sögn Jóns Atla er meiri hressleiki og minni ástarsorg á nýju plötunni en þeirri fyrri, Shampoo, sem kom út árið 2005. Plötuna tóku þeir Jón og Árni upp á árinu 2008, bæði í Reykja- vík og Brooklyn í New York. Þeir Jón Atli og Árni eru báðir tveir á kafi í öðrum verkefnum tengdum tónlist, Jón í Human Woman og Árni í FM Belfast, svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekkert ljóst enn þá hvort þriðja platan líti einhvern dag- inn ljós. „Hver veit? Árni er snilli og kannski hendum við í eitt gott permanent session aftur.“ - hhs Hairdoctor með nýja plötu, Wish You Were Hair: Hárfín og hressandi Með hár á heilanum Önnur plata rafdúettsins Hairdoctor, Wish You Were Hair, er komin út. Hópur íslenskra listamanna og hönnuða tekur þátt í samsýn- ingu í London í tengslum við tískuvikuna sem hefst þar í næstu viku. Á sýningunni verða verk þrjátíu ungra skandinav- ískra listamanna og hönnuða til sýnis. Þau sem taka þátt frá Ís- landi eru systurnar Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur, grafíski hönnuðurinn Siggi Odds, Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður, Andr- ea Maack með ilmvatnið sitt og fatahönnuðurinn Eygló Margrét Lárusdóttir. „Galleríið er á Berwick Street, sem er alveg niðri í Soho. Við opnum sýninguna á þriðjudag- inn og hún verður svo opin fram yfir tískuvikuna í Lond- on,“ segir Katrín Alda. „Þetta verður örugglega mjög öflug kynning fyrir okkur og ekki síst gott tengslanet sem mynd- ast þarna, hjá okkur sem tökum þátt í þessu.“ Skipuleggjandi viðburðarins heitir Merilyn Keskula og er frá Eistlandi. Hún kynntist Katrínu Öldu í London College of Fas- hion þegar þær voru þar saman í námi. Katrín hjálpaði henni að finna íslensku þátttakendurna. Þær Katrín Alda og Rebekka leggja af stað til London í dag til að aðstoða við uppsetningu sýningarinnar. Áður en systurnar lögðu af stað til London áttu þær þó eftir að fylgjast með Sögu Sig taka ljósmyndir fyrir nýju fatalín- una þeirra. „Við erum nýbúnar að klára nýju línuna og Saga Sig er að fara að mynda hana fyrir okkur á eftir [á fimmtudags- kvöldið]. Þannig að það er allt að gerast hjá okkur á sama tíma!“ Katrín segir nýju línuna að miklu leyti einkennast af ullar- efnum og díteilum úr leðurólum. Í henni séu kjólar, jakkar, buxur og pils. Forvitnir geta barið ljós- myndir Sögu augum á vefsíð- unni www.kalda.is fyrir þriðju- daginn í næstu viku. Línan er svo væntanleg í verslun þeirra systra, Einveru, í lok þessa mán- aðar. - hhs Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur taka þátt í samsýningu þrjátíu skandinavískra hönnuða: FLOGNAR TIL LONDON Í nógu að snúast Systurnar Rebekka og Katrín Alda Rafnsdætur eru á leið til London að sýna nýjustu línuna sína á samsýningu þrjátíu skandinavískra listamanna og hönnuða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.