Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 8
 22. október 2010 FÖSTUDAGUR Veturinn gengur í garð. Það tekur að snjóa og hverskyns kynjamyndir verða til og nýtt landslag setur mark sitt á landið – land snjóa og skafla. Njóttu þess sem veturinn býður upp á. Farðu á skíði, grafðu upp uppáhalds prjóna- vettlingana, byggðu snjóhús og skautaðu á traustum ís. En þó vindar blási og frosthörkur ríki getur veturinn verið ægifagur. Hafðu hugfast að heitur bolli af ilmandi BKI kaffi bragðast sjaldan jafnvel og eftir skemmtilega útiveru að vetri. Fáðu yl í kroppinn með rjúkandi bolla af góðu BKI kaffi Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Bregðum á leik með vetrinum Fagnaðu vetrinum með BKI kaffi Fyrsti vetrardagur er á morgun Kauptu BKI fyrir fyrsta vetrardag Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott kaff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast ALÞINGI Iðnaðarráðherra boðaði ekki álver á Bakka með orðum sínum í fréttum í vikunni, þótt hún segði stórfellda atvinnuuppbyggingu vísa á Norðausturlandi. Þetta árétt- aði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra eftir fyrirspurn Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Ég sagði að verkefnisstjórnin, sem vinnur að því að koma af stað atvinnuuppbyggingu á Norðaustur- landi, teldi að mál væru það langt komin að við þyrftum að fara að undirbúa samfélagið undir stór- fellda atvinnuuppbyggingu,“ sagði Katrín. „Tölu- verður munur er á stórfelldri atvinnuuppbygg- ingu og stóriðju á Bakka. Ég held að við þurfum öll að fara að lenda á jörðinni í þessu efni og hætta að tortryggja hvert annað.“ Katrín segir fyrir liggja að sex verkefni af fjölbreyttum toga hafi komist í A og B flokk verkefna hjá verkefnisstjórninni fyrir norðan og hafi yfirlýstan áhuga á orkukaup- um. „Þess vegna telur nefndin nú Landsvirkjun þurfa að taka að sér stjórn á orkusölunni. Álitaefni séu uppi þegar komi að orkufrekum verkefnum svo sem vegna álversins á Bakka. Það sé hins vegar samn- ingsatriði milli Landsvirkjunar og þeirra sem að verkefnunum standa hvernig leyst verði úr því. Um leið áréttaði Katrín að Lands- virkjun hefði eytt á annan tug millj- arða í undirbúning orkuvinnslu fyrir norðan. „Þessi orka verður seld til atvinnuuppbyggingar á næstu miss- erum.“ - óká Töluverðu munar á stórfelldri atvinnuuppbyggingu og stóriðju á Bakka: Orkan seld á næstu misserum KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR FRÉTTASKÝRING Hvernig félagsskapur er Hagsmuna- samtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasam- tökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njáls- son, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heim- ilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Mar- inó situr í þeirra nafni í sérfræð- ingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregð- ast við skuldavanda ríkisstjórnar- innar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtök- in þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmuna- samtök heimil- anna voru stofn- uð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmuna- samtök á neyt- endasviði, til varnar og hags- bóta fyrir heim- ilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóð- lífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmuna- samtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtök- in unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostn- að og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahags- málum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardótt- ir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasam- tök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilning- ur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerð- irnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðinga- hópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki ann- arra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstað- an verði góð. olikr@frettabladid.is Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða Talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aukinn skilning á því hvernig aðgerða sé þörf vegna skuldavandans. Samtökin hafa frá hruni verið áberandi rödd í umræðu um skuldavandann. Félagar eru sagðir á fimmta þúsund talsins. Í STJÓRNARRÁÐINU Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARINÓ G. NJÁLSSON SJÁVARÚTVEGUR Íslenskum skipum verður heimilt að veiða 144 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld árið 2011. Samkomulag náðist um stjórnun veiða úr stofninum á fundi strandríkja í London í gær. Heildar- aflinn verður 988 þúsund tonn sem er 33 prósenta lækkun milli ára. Niðurstaða strandríkjanna er í fullu samræmi við vísindaráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins (ICES) og þá langtíma stjórn- unaráætlun sem sett hefur verið. Staða stofnsins er góð og stofninn hefur verið nýttur á sjálfbæran hátt undanfarin ár. Árgangar und- anfarinna fimm ára hafa þó verið minni en á tímabilinu 1998 til 2004 þegar sterkir árgangar komu inn í stofninn. Áður samþykkt stjórnun- aráætlun og stofnstærðarmat ICES gefur heildarafla upp á 988 þúsund tonn. Fyrr í vikunni var einnig skrifað undir samning um stjórnun veiða úr kolmunnastofninum og er heild- araflamark 44.100 tonn fyrir árið 2011 sem er 90 prósenta lækkun á milli ára. Íslensk skip fá 6.500 tonn í sinn hlut. Tekjumissir íslenskra útgerða vegna minni kvóta í síld og kol- munna nemur allt að tíu milljörðum króna, að mati hagsmunaaðila. - shá Samkomulag milli strandríkja um að tæplega milljón tonna kvóta í síld: Síldarkvótinn 144 þúsund tonn KOLMUNNAVEIÐAR Verðmæti kol- munnakvótans rýrnar um þrjá og hálfan milljarð. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.