Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 70
46 22. október 2010 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Heimildaöflun gekk hægar en ég gerði ráð fyrir, kannski ætluðum við okkur um of að gera þetta á svona skömmum tíma,“ segir Jón- atan Garðarsson. Eins og Frétta- blaðið greindi frá fyrr á þessu ári hugðist Jónatan skrifa ævi- sögu Karls J. Sighvatssonar, eins fremsta orgelleikara Íslands fyrr og síðar, sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi 1991 við Hellisheiði. Karl var einn af meðlimum ofur- grúppunnar Trúbrots og lifði ansi merkilegu lífi. Jónatan segir að hann hafi allt eins átt von á þessum töfum, hann hafi verið upptekinn við önnur verkefni og því ekki komist jafn- fljótt í verkefnið og hann hafði vonast eftir. Aðrir hlutir hafi einn- ig komið til, Sigurjón Sighvatsson, bróðir Karls, var til að mynda upp- tekinn við tökur á kvikmyndinni The Killer Elite í Ástralíu allt sum- arið. „Þannig að þetta tafðist eðli- lega. Ég var samt búinn að tala við yfir hundrað manns og það tekur drjúga stund. Við vildum því ekki láta einhverja tímapressu fella verkið.“ Jónatan var engu síður búinn að skrifa mest- alla bókina en það átti eftir að gera lag- færingar, myndvinna hana og brjóta hana um. Spurður hvort bókin komi þá út á næsta ári segir Jónatan vonast til þess. „Okkur fannst allavega skynsamlegt að staldra við núna og sjá hvað setur. Það er einfald- lega undir útgef- andanum komið hvað verðu r, hvort bókin komi út á næsta ári eða ekki.“ - fgg Ævisaga Kalla Sighvats sett á ís BEÐIÐ MEÐ ÆVISÖGUNA Jónatan Garðarsson segir heimildaöflun um ævi Karls J. Sighvatssonar hafa gengið hægar en vonir stóðu til. „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hring- ekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefáns- dóttir, dagskrárstjóri RÚV. Hringekjan, skemmtiþáttur í umsjá Guð- jóns Davíðs Karlssonar, hefur ekki náð að fylla það skarð sem Spaugstofan skildi eftir sig. Þátturinn mældist í vikulegri skoðana- könnun Capacent með 22,8 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 ára og 18,4 prósenta áhorf hjá fólki á aldrinum 12-49 ára. Til sam- anburðar má nefna að Spaugstofan mældist með 50,3 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 á sama tíma í fyrra og 42,4 meðal 12-49 ára. Þegar RÚV var harðlega gagnrýnt á sínum tíma fyrir að hafa Spaugstofuna enn á dag- skrá benti yfirstjórnin yfirleitt á ótrúlegar áhorfstölur. Gagnrýnisraddirnar bentu þá á að hægt væri að sýna málningu þorna í sjón- varpi á umræddum dagskrártíma, það myndi fá sama áhorf. Sú fullyrðing virðist hins vegar byggð á sandi ef marka má þessar nið- urstöður. Sigrún telur ástæðuna liggja í því að fólk sé í eðli sínu íhaldssamt og biður áhorf- endur RÚV um að gefa þessu tíma. „Fyrir mitt leyti var fyrsti þátturinn slakastur en síðan hafa þau verið að sækja í sig veðrið, þátturinn hefur verið að slípast til og á bara eftir að verða betri,“ segir Sigrún. Hún kveðst þó ánægð með áhorf á þáttinn Landann í ritstjórn Gísla Einarssonar en hann mælist með rúmlega þrjátíu prósenta áhorf. „Það er mjög ánægjulegt og sannar að fólk vill sjá meira efni utan af landi, sem ætti að vinna með Hringekjunni.“ - fgg Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveð- ið að búa til flugvél,“ segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves- hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka,“ útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tón- leikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station“. Þá fæddist þetta.“ Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar triss- ur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tón- list en það er leiðinlegt að horfa á hana,“ segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv“ þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóð- færið og ljósið.“ Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verð- ur elektrónísk en hin í órafmögn- uðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is MUGISON: MIRSTRUMENT TILBÚIÐ EFTIR EINS OG HÁLFS ÁRS ÞRÓUN Skírði hljóðfærið sitt í höf- uðið á geimstöðinni Mír MUGISON OG MIRSTRUMENT Mugison á tónleikum með nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument. MYND/INGVAR SVERRISSON „Lover in the Dark með Bernd- sen. Það er frábært partílag og hann er algjör stuðbolti.“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona. GÍSLI SIGRAR GÓA Mun fleiri horfa á þátt Gísla Einarssonar, Land- ann, en Hringekjuna sem er stjórnað af Guðjóni Davíð Karlssyni. Sigrún Stefánsdóttir hefur fulla trú á að Hringekjan muni bæta sig. Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.tími Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U U Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U U Ö U U Ö FiNNSKi HESTURiNN „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn“GB, Mbl Ö U Ö U Ö Ö U U Ö U Ö U Ö Ö U Ö KYSSILEG BÓK Ný bók eftir metsöluhöfundinn JACQUELINE WILSON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.