Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.10.2010, Blaðsíða 54
30 22. október 2010 FÖSTUDAGUR30 menning@frettabladid.is GUITAR ISLANCIO Á ROSENBERG Tríóið Guitar Islancio heldur tvenna tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á föstudag og laugardag. Efnisskráin samanstendur að stórum hluta af lögum Johns Lennon og Bítlanna, auk djassstandarda, íslenskra þjóðlaga og frumsamins efnis. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 1.000 krónur inn. Leikhús ★★★ Þögli þjónninn Leikfélag Akureyrar Höfundur: Harold Pinter Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson. Aðal- hlutverk: Guðmundur Magnússon og Atli Þór Albertsson Skilaboð að ofan Í verkum breska leikskálds- ins Harolds Pinter er einatt að finna vanmátt okkar til samskipta, ófullnægjandi samskipti okkar við hvert annað og það ófyrirséða í gjörðum okkar. Um tilhneig- inguna til að sækjast eftir hinu smávægilega og mark- miðinu sem við aldrei náum. Hann setur fingur á það sem við tjáum hvert öðru. Sendir okkur skilaboð frá landa- mærum þagnarinnar. Með pennann að vopni getur hann kallað fram hlátur sem festist í hálsinum og breytist í þöglan ótta. Á öldum létt- leikans er áhorfandinn einatt þrifinn í ferðalag þar sem hann sveiflast um í heimi ofbeldis og hræðslu. Ferðalag kryddað svörtum húmor. Á síðari árum ævi sinnar lét Pinter mikið til sín taka á opinberum vett- vangi í mannréttindabaráttu. Hörð gagnrýni hans á ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna vegna stefnu þeirra í alþjóðastjórnmálum vakti mikla athygli. Meðal annars tók hann virkan þátt í mótmælum gegn Persaflóastríðinu, stríðsrekstri Bandaríkjanna í Afganistan og innrásinni í Írak. Þögli þjónninn er dæmigerður Pinter og það er vel til fallið hjá Leikfélagi Akureyrar að sýna Pinter nú. Andrúmsloftið í íslensku samfélagi og sam- skipti ráðamanna og almennings eru stundum eins og í verki eftir Harold Pinter. Ég skemmti mér vel á sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum. Þrátt fyrir vankanta hennar. En hvort ég á að skrifa seigleika sýningarinnar framan af á leikstjórann Jón Gunnar Þórðarson eða á leikarann Guðmund Ólafsson veit ég ekki alveg. Eftir fyrstu mínúturnar – sem lofuðu svo góðu – tók við kafli þar sem Guðmundur varð of mjúkur og ógnin of léttvæg þannig að spennan fjaraði út á milli leikaranna tveggja, þeirra Atla Þórs Albertssonar og Guðmundar. Eftir varð notalegt stofudrama sem tók nokk- urn tíma að byggja upp á ný. Síðari hluti sýningarinnar var mun sterkari, skilaboðin frá valdhöfunum að ofan urðu að hrollvekjandi ógn – bið eftir endi. Guðmundur Ólafsson sótti í sig veðrið er líða tók á sýninguna og átti marga mjög góða spretti. Atli Þór Albertsson skilaði sínu hlutverki með prýði, einfaldur, óttalaus og auðtrúa. Leikmynd hópsins sem og hljóðmynd Eyþórs Inga hæfði leikritinu mjög vel. Sýningu Leikfélags Akureyrar á Þögla þjóninum er vel þess virði að sjá, leikrit sem hæfir vel í þeim pólitíska ólgusjó sem íslenskt samfélag er í – þar sem engu er að treysta. Sigurbjörg Árnadóttir Niðurstaða: Brokkgeng sýning framan af en sækir í sig veðrið eftir hlé. Verk sem talar inn í íslenskan samtíma. Út er komin bókin Birgir Andrésson – Í íslenskum litum eftir Þröst Helgason Árið 2004 sagði Þröstur Helgason við Birgi Andrésson myndlistarmann að hann vildi skrifa bók um hann. Næstu misserin rakti hann úr honum garnirnar og afraksturinn má finna í Í íslenskum litum, sem Crym ogea gefur út. Þar má finna sæg af skemmtileg- um sögum, enda Birgir afbragðs sagna- maður. Þetta er þó ekki hefðbundin ævi- saga eða viðtalsbók, enda kveðst Þröstur hafa snemma ákveðið að fara aðra leið. „Ég komst snemma að þeirri niðurstöðu að þarna þyrftu að vera tvær raddir sem töluðu,“ segir Þröstur. „Annars vegar Biggi, sem fengi að segja sínar sögur ómengaðar. Biggi var þannig að þegar maður reyndi að fá hann til að ræða verkin sín vildi hann aldrei útskýra neitt heldur sagði hann bara sögur. Mér fannst liggja beinast við að miðla þeim og þær komu af hans vörum.En mér fannst líka mikilvægt að það yrði einhver samræða í bókinni; ekki eins og í hefðbundinni sam- talsbók þar sem ég myndi spyrja og hann svara, heldur að mín rödd væri eiginlega sjálfstæð. ég væri óhræddur við að koma með minn farangur inn í umræðuna, það er að segja bakgrunn minn sem bókmennta- fræðingur og menningarrýnir. Þótt það sé vissulega samræða á milli okkar í bókinni erum við ekki alltaf að tala um það sama. Úr þessu verður einhvers konar samkrull.“ Íslensk þjóðmenning var Birgi hugleikin, eins og verk hans bera með sér. Bókin fjallar því ekki aðeins um Birgi og list hans, heldur um íslenska menningu á lýðveldistímanum. „Ég sagði Bigga árið 2004 að ég ætlaði að skrifa bók um hann. Næstu tvö ár fóru í að hugsa um hvernig ég ætti að fara að því og um hvað mér fyndist myndlist hans fjalla. Eins og bent hefur verið á, og blasir við, fjallaði hann mikið um íslenska þjóðmenn- ingu og menningu. En mér fannst vanta umfjöllun um hvað hann væri að gera með þetta allt saman.“ Í bókinni gengur Þröstur út frá því að Birgir hafi í verkum sínum verið að fjalla um menningarsögu íslenska lýðveldisins. „‚Ég held að hann hafi verið að segja sög- una af því hvernig íslensk menning sé smám saman að hverfa; hvernig við séum að missa tengslin við nálæga fortíð, rætur okkar og arfleið. Með því að flytja inn allan infra- strúktúr og þýða evrópsku þjóðríkishug- myndina yfir á íslenska bændasamfélag- ið, var það sem kalla má íslenska menningu smám saman kaffært.“ Birgir féll frá árið 2007, langt fyrir aldur fram, áður en ritun bókarinnar var lokið. „Bókinni lýkur á því að aðalsöguhetjan deyr. En í raun og veru vorum við í miðju ferlinu þegar hann dó. Síðasta setningin sem hann sagði við mig var: „Svo höldum við bara áfram.“ Ég átti eftir að tala meira við Bigga en átti nóg af efni til að ljúka við bók- ina. En ég hefði auðvitað viljað fá meiri tíma með Bigga. Eins og við öll.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning sem er smám saman að hverfa HÖFUNDURINN Þröstur Helgason er höfundur bókarinnar Birgir Andrésson – Í íslenskum litum FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.