Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 26

Fréttablaðið - 28.10.2010, Side 26
 28. október 2010 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is IVAN TURGENEV Rússneski rithöfundurinn fæddist þennan dag árið 1818. „Konur – maður getur ekki búið með þeim – og ekki heldur skotið þær.“ Harvard-háskóli er einkarekinn háskóli í Cambridge í Massachusetts í Banda- ríkjunum. Skólinn var stofnaður 28. október árið 1636 og er elsti háskól- inn þar í landi. Skólinn var nefndur Harvard College 13. mars 1639, í höfuðið á John Harvard sem arfleiddi hann að helmingi eigna sinna og um 400 bókum en þær voru fyrsti vísirinn að bókasafni skólans. Forseti skólans Charles William Eliot umbreytti skólanum á árunum 1869- 1909 og gerði hann að nútímalegum rannsóknarháskóla. Eliot innleiddi meðal annars valnámskeið, smærri málstofur og inntökupróf. Harvard er ríkasti skóli Bandaríkjanna en í sjóðum skólans voru um 29,2 milljarðar Bandaríkjadala árið 2006. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST: 28. OKTÓBER 1636 Harvard-háskóli stofnaður Menningarvaka tileinkuð Guðmundi Daníelssyni rithöfundi verður haldin á Hótel Selfossi í Árborg í kvöld klukk- an 20, en 4. október síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Guðmundur flutti á Selfoss 1968 og bjó þar til dauðadags. Arnheiður Guð- mundsdóttir, dóttir skáldsins, segir föður sinn hafa flutt frá Eyrarbakka á Selfoss þegar hann lét af störfum sem skólastjóri. „Hann kenndi svolítið við framhaldsskólann á Selfossi, stunda- kennslu í íslensku svona til að halda tengslum við unga fólkið, en aðalstarf hans voru auðvitað skriftirnar. Hann var líka ritstjóri Suðurlands um tíma og í alls konar störfum fyrir rithöf- undafélagið.“ Arnheiður hefur aldrei sjálf búið á Selfossi, en ætlar að sjálfsögðu að mæta á menningarvökuna í kvöld, enda dagskráin fjölbreytt. Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, og Óli Þ. Guðbjartsson, fyrr- verandi skólastjóri, ræða kynni sín af Guðmundi og fjalla um ritverk hans. Valdimar Bragason prentari segir frá samskiptum sínum og Guðmundar og les úr verkum rithöfundarins. Einnig verða flutt ýmis söng- og tónlistarverk. Auður Gunnarsdóttir söngkona, barna- barn Guðmundar, syngur nokkur lög honum til heiðurs við undirleik Jónas- ar Ingimundarsonar og nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga leika saman á fiðlu og píanó. Það atriði er í umsjá Heimis Guðmundssonar. Kjartan Björnsson, formaður menningar nefndar Árborgar, hefur umsjón með dagskránni, sem verður öllum opin og er aðgangur ókeypis. Guðmundur stundaði nám við Laugarvatnsskóla 1930–1932, lauk kennaraprófi 1934 og nam við Dan- marks Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn 1948–1949. Eftir heimkomuna stundaði hann kennslu víða um land, en hætti að kenna 1973 og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann var formaður Félags íslenskra rithöfunda 1970–1972 og sat í Rithöfundaráði 1974–1978. Hann sendi frá sér fjölda bóka og má nefna Á bökk- um Bolafljóts, Hrafnhettu, Son minn Sinfjötla og Spítalasögu. Síðasta skáld- saga hans var Vatnið, sem kom út 1987. Guðmundur lést árið 1990. fridrikab@frettabladid.is ALDARMINNING GUÐMUNDAR DANÍELSSONAR: MENNINGARVAKA Á HÓTEL SELFOSSI Barnabarn skáldsins heiðrar afa sinn með söng GUÐMUNDUR DANÍELSSON Rithöfundarins verður minnst á menningarvöku á Hótel Selfossi í kvöld. HEIÐRAR AFA SINN Auður Gunnarsdóttir söngkona er barnabarn Guðmundar og syngur honum til heiðurs á menningarvökunni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Okkar ástkæra Erla Kristín Bjarnadóttir áður Brekkustíg 29a, Njarðvík, andaðist 27. september 2010. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Víðihlíðar, sem annaðist hana og veitti henni og okkur einstaka umhyggju og hlýju. Gunnlaug B. Jónsdóttir Ásmundur Sigurðsson Guðrún Sigurjónsdóttir Guðbjörn Sigurjónsson Erla Sigurjónsdóttir, Sævar Sigurðsson, Anna Halla Jóhannesdóttir, Aðalbjörg Jóna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, eiginmaður, tengdafaðir og afi, Ingi Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður, Ránargötu 13, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. október. Útför fer fram mánudaginn 1. nóvember kl. 15 í Vídalínskirkju í Garðabæ. Erla Kr. Hatlemark Snorri Örn Hilmarsson Sveinbjörg Þ. Sveinsdóttir Örvar Hilmarsson Arna Þóra Káradóttir Darri Örn Hilmarsson Þuríður Björg Guðnadóttir Sunníva Hrund Snorradóttir Heikir Orri Snorrason Aþena Líf Örvarsdóttir Hilmar Örn Darrason Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Stefanía Björnsdóttir Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 25. október síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Guðlaugsson Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Bjarni Ragnarsson Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir Óskar Sverrisson Guðný Hafsteinsdóttir Jóhann Sveinsson Sigurður Hafsteinsson Svava Aldís Viggósdóttir Júlíus Geir Hafsteinsson Margrét Guðmundsdóttir Þröstur Hafsteinsson Hrafnhildur Karlsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Lárus Kristjánsson (Siggi í Bót) Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 20. október. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Kristján Jakob Pétursson Ragnheiður Ólafsdóttir Guðmundur Friðrik Sigurðsson Auður Hansen Ingibjörg Anna Sigurðardóttir Gunnlaugur Sverrisson Harpa Hrönn Sigurðardóttir Gunnar Viktorsson Kristlaug María Sigurðardóttir Loftur Guðni Kristjánsson Íris Halla Sigurðardóttir Jón E. Árnason afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hallbjörn Sigurðsson frá Krossholti, Kveldúlfsgötu 26, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 30. október kl. 14.00. Kristín Björnsdóttir Ingibjörg Hallbjörnsdóttir Guðmundur Bragason Sigurður Hallbjörnsson Þórhalla Agla Kjartansdóttir Svandís Hallbjörnsdóttir Grétar Þór Reynisson Elínborg Hallbjörnsdóttir Hallur Sigurðsson og barnabörn Okkar ástkæri Árni Freyr Guðmundsson Þrastarási 11, Hafnarfirði, lést af slysförum í Riga í Lettlandi 22. október. Guðmundur Jónsson Ruth Árnadóttir Auður Dögg Bjarnadóttir Jón Örn Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Kjartan Sigurðsson Daníel Guðmundur Nicholl Bríet Jónsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.