Fréttablaðið - 28.10.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 28.10.2010, Síða 48
 28. október 2010 FIMMTUDAGUR32 Þjóðminjasafn Íslands efnir í dag til málþings af því til- efni að þjóðháttasöfnun í safninu hefur nú staðið í hálfa öld. Árið 1960 hófst skipu- leg söfnun þjóðhátta og var markmiðið með henni að safna alhliða og tæmandi lýsingu á gömlu íslensku atvinnulífi, til sjávar og sveita, ásamt því að koma upp góðu heimildasafni eins og gert er í nágrannalöndum okkar. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður setur mál- þingið. Til máls taka Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðhátta við Þóðminjasafn Íslands, Hjalti Hugason, prófessor, dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur. Málþingið hefst klukkan fjögur í fyrirlestrasal safns- ins og er aðgangur ókeypis og allir boðnir velkomnir. - jbá Þjóðháttasöfnun í hálfa öld ÞJÓÐMINJASAFN Þjóðháttasöfnunin felur meðal annars í sér að skoða fyrri lífshætti á Íslandi. Frá og með deginum í dag hefst í Toppstöðinni röð erinda um stuðningsumhverfið sem til staðar er fyrir frumkvöðla varðandi stofnun fyrirtækis, stefnumótun, áætlanagerð, styrki, fjármál og fleira. Erindin verða haldin annan hvern fimmtudag í Toppstöðinni og eru öllum opin. Tinna Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, heldur fyrsta erindið og mun hún fara ofan í kjölinn á starfsemi Impru og hvernig frumkvöðlar geta nýtt sér þjónustu hennar. Erindi Tinnu fer fram í húsakynnum Toppstöðvarinnar, að Rafstöðvar- vegi 4 í Elliðarárdal, og hefst klukkan 12.10 og stendur til klukkan 13. Að loknu erindi verða umræður og Tinna svar- ar fyrirspurnum. Frumkvöðlar eru sérstaklega hvattir til að koma, en allir eru velkomnir. - jbá Frumkvöðlastarfsemi rædd í þaula TOPPSTÖÐIN Stöðin er í gömlu varaaflsstöðinni í Elliðaárdal. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför yndislegrar móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Bjargar Kristjánsdóttur Margrét Pálsdóttir Alfreð Bóasson Guðmundur Pálsson Íris Dungal Magnús Pálsson Laura Sch. Thorsteinsson Björg Pálsdóttir Hildur Pálsdóttir Aðalsteinn Sigurþórsson Kristján Pálsson Erna Kettler barnabörn og barnabarnabörn. Guð blessi ykkur öll. Okkar ástkæru Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir létust af slysförum 20. október síðastliðinn. Útför þeirra fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðju- daginn 2. nóvember kl. 14.00. Daníel Ernir Jóhannsson Árni Ingi Stefánsson Halldóra Húnbogadóttir Tryggvi Þór Guðmundsson Rósa Harðardóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Vigdís Dagmar Filippusdóttir Bjarmalandi 14, Sandgerði, lést á heimili okkar mánudaginn 25. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Þorbergsson. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Jóhann Ólafsson bifreiðastjóri/kranamaður, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 11. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakir þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Guðrún Sigurjónsdóttir Helga Margrét Jóhannsdóttir Ragnar Jóhannsson Jóhann Jóhannsson Hjördís Árnadóttir Kristján Jóhannsson og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar Kristmundur Guðmundsson Kirkjubraut 12, áður Hjarðarholti 4, lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. okt. Jarðsungið verður frá Akraneskirkju föstudaginn 29. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonssamtökin, sími 552-4440 eða psi.is. Salvör Ragnarsdóttir, Rósa, Friðbjörg og Anna Kristmundsdætur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Eybjörg Sigurðardóttir Hagamel 30, lést á heimili sínu 26. október. Útför auglýst síðar. Þorvaldur Geirsson Helga Guðjónsdóttir Lovísa Geirsdóttir Valgerður Geirsdóttir Viktor A. Ingólfsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Hrafnkell Helgason fv. yfirlæknir á Vífilsstöðum, Móaflöt 23, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 19. október, verður jarðsunginn frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ föstudaginn 29. október kl. 15. Sigrún Aspelund Helgi Hrafnkelsson Anna Kristín Gunnlaugsdóttir Stella Stefanía Hrafnkelsdóttir Einar Sigurgeirsson Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir Gunnar Karl Guðmundsson Ríkarður Már Ríkarðsson Lilja Þorsteinsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Bryndís von Ancken Víðigerði 8, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstu- daginn 29. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknarsjóð Grindavíkurkirkju kt. 410272-1489, banki 143 - hb 15 - rk. 370883. Diana von Ancken Grétar Þorgeirsson Bryndís Gwenny John Friðrik Sigurboði, Bjartur Lúkas og Grétar Anton Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hallfríður Ingólfsdóttir Grænási 3a, Reykjanesbæ, lést laugardaginn 23. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13. Karl G. Sævar Kristinn Rúnar Karlsson Svanlaug Halldórsdóttir Einar Ólafur Karlsson Jófríður Leifsdóttir Ingólfur Karlsson Helena R. Guðjónsdóttir Bjarni Þór Karlsson Heba Friðriksdóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Dúettinn The Swell Season heldur tónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld. Dúettinn skipa írski tónlistarmaður- inn Glen Hansard og tékk- neska tónlistarkonan Mark- eta Irglova. Þau vöktu heimsathygli þegar lagið Falling Slowly úr kvikmyndinni Once, sem þau léku aðalhlut- verkin í og sömdu tónlistina við, hlaut Óskarsverðlaunin sem besta frum- samda lag í kvik- mynd árið 2008. Síðan hafa þau hjónaleysin verið á nánast stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn og koma hingað eftir velheppnaða tónleika- ferð um Bandaríkin, þar sem þau léku meðal annars í Hollywood Bowl, Brasil- íu, Kanada og Evrópu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og miða- verð er 4.900 krónur. - fsb Óskarsverðlauna- hafar á Nasa NASA VIÐ AUSTURVÖLL Tónleikar The Swell Season hefjast klukkan 21.30 í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLEIKAR Írski tón- listarmaðurinn Glen Hansard spilar á Nasa í kvöld ásamt Marketu Irglovu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.