Fréttablaðið - 28.10.2010, Page 56

Fréttablaðið - 28.10.2010, Page 56
40 28. október 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Útgáfuröðin Bootleg Series sem er helguð sjaldheyrðum upptökum frá ferli Bobs Dylan er einstök í tónlistarútgáfusögunni. Það hafa auðvitað komið út flottir pakkar með fágætu efni annarra listamanna, en það sem gerir Bootleg-röð Dylans sérstaka er sú staðreynd að þrátt fyrir magnið (15 diskar komnir) fara gæðin ekkert minnkandi. Í síðustu viku kom níundi hlutinn í verslanir – The Witmark Demos: 1962-1964. Þetta eru 47 lög á tveim- ur diskum og eins og nafnið gefur til kynna eru þetta demó-upptökur sem Dylan gerði fyrir þá tvo aðila sem hann gerði fyrst samning við um útgáfurétt á lögunum sínum. Fyrstu lögin eru tekin upp í janúar 1962 fyrir Lou Levy hjá Leeds Music, en meginhluti efnisins er hljóðritaður fyrir M Witmark & Sons á árunum 1962-1964. Dylan er þarna einn með kassagítarinn og munnhörpuna og tekur aðeins í píanó líka. Þarna eru mörg fræg Dylan-lög (Blowin‘ in the Wind, A Hard Rain’s a-Gonna Fall, Masters of War, Don‘t Think Twice …), en líka lög sem aldrei náðu á plötu og voru jafnvel aldrei spiluð á tónleik- um. Hljómurinn er góður og andrúmsloftið afslappað. Dylan hóstar, stoppar af því hann man ekki textann og kynnir stöku lög. The Witmark Demos er enn eitt púslið í heildarmyndina fyrir aðdá- endur Dylans. Ómetanlegt er að heyra þetta efni. Að auki fylgir 60 síðna bók með. Í henni eru meðal annars myndir og handskrifaðir og vélritaðir textar frá þessum tíma. Aðalefnið er samt texti eftir Colin Escott sem rekur sögu þessara hljóðritana og varpar ljósi bæði á feril Dylans og það ástand sem ríkti á þessum árum í bandarískri plötu- útgáfu. Blautur draumur poppnördsins ... Aftur til upphafsins FLOTT ÚTGÁFA Níunda útgáfan í Bootleg-röð Bobs Dylan veldur ekki vonbrigðum. > Plata vikunnar Retro Stefson - Kimbabwe ★★★★ „Gleðisveitin úr Austurbæjar- skólanum klikkar ekki á plötu númer tvö.“ - tj > Í SPILARANUM Ensími - Gæludýr Belle & Sebastian - Write About Love Just Another Snake Cult - The Dionysian Season Prinspóló - Jukk S.H. Draumur - Goð+ ENSÍMI S.H. DRAUMUR Ryan Bingham og T-Bone Burnett áttu besta frumsamda lagið sem var samið fyrir kvikmynd á verðlaunahátíðinni World Soundtrack Awards sem var haldin í Belgíu. Lagið nefnist The Weary Kind og er úr myndinni Crazy Heart með Jeff Bridges í Óskarsverðlaunahlutverki. Jónsi í Sigur Rós var tilnefndur í sama flokki fyrir lagið Sticks & Stones úr teiknimyndinni How to Entertain Your Dragon en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Bing- ham og Burnett, rétt eins og Bítill- inn Paul McCartney fyrir lagið (I Want to) Come Home úr myndinni Everybody´s Fine. Jónsi var ekki viðstaddur verðlaunaathöfnina því sama kvöld var hann staddur hinum megin Atlantshafsins á tónleikum í Arizona í Bandaríkjunum. Tónleikaferð hans vestan- hafs lýkur 10. nóvember og þá verður ein- mitt Belgía næsti viðkomustaður hans. Alexandre Desplat var kjörinn kvik- myndahöfundur ársins og hann átti einnig bestu tónlistina í kvikmynd (Fantastic Mr. Fox). Þetta var annað árið í röð sem hann bar sigur úr býtum í síðarnefnda flokknum. Hinn margreyndi John Barry fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndatónlistar. -fb Jónsi og McCartney töpuðu Hljómsveitin Suede er lögð af stað í stutta tónleikaferð eftir að hafa legið í dvala í sjö ár. Tilefnið er ný safn- plata, The Best of Suede. Enska hljómsveitin Suede kom nýverið saman eftir sjö ára hlé, mörgum tónlistarunnendum til mikillar ánægju. Tilefnið er ný tveggja diska safnplata sem kemur út 1. nóvember og nefnist einfaldlega The Best of Suede. Þar eru öll smáskífulög sveitarinnar í endurhljóðblandaðri útgáfu, B- hliðarlög og annað efni. Hljómsveitin er nýlögð af stað í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir og verða lokatónleikarnir í O2-höllinni í London 7. desember. Söngvarinn Brett Anderson segir það óvíst hvort sveitin haldi áfram eftir það. „Við erum ekki með neinar langtímaáætlanir,“ sagði hann. Spurður hvort ný plata væri á leiðinni sagði söngvarinn: „Ég held að enginn af okkur viti hvort við munum gera nýja plötu. Við yrðum að vera sannfærðir um að hún yrði frábær. Annars myndum við sleppa því. Það þarf að vera eitthvað sérstakt sem rekur okkur í að gera plötu.“ Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop- bylgjunni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugar- ins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993 og átti heldur betur eftir að slá í gegn. Hún fór beint á topp breska vinsældalist- ans og hafði fyrsta plata hljóm- sveitar ekki selst jafnhratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda var þar að finna flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörg- um talin meistarastykki sveitar- innar en brotthvarf gítarleikar- ans Bernards Butler rétt áður en platan kom út skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveit- arinnar. Sveitin gaf út tvær hljóðvers- plötur til viðbótar, Head Music og A New Morning, og olli sú síðar- nefnda miklum vonbrigðum. Ári síðar, 2003, var Suede öll. Í fram- haldinu stofnuðu Anderson og Butler hina skammlífu The Tears en núna er röðin sem sagt komin aftur að Suede, með sömu liðs- uppstillingu og fyrir sjö árum, að stíga fram í sviðsljósið. freyr@frettabladid.is Suede aftur í sviðsljósið Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 21. - 27. október 2010 LAGALISTINN Vikuna 21. - 27. október 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían .... Það geta ekki allir ... 2 Cee Lo Green ....................................... Forget You (F U) 3 Klassart ............................................. Gamli grafreiturinn 4 Kings of Leon ................................................Radioactive 5 Hurts ..........................................................Wonderful Life 6 Robbie Williams / Gary Barlow ........................Shame 7 Lifun ..................................................................Ein stök ást 8 Bjartmar og Bergrisarnir ........................................Negril 9 Sálin hans Jóns míns.........Fyrir utan gluggann þinn 10 Bubbi Morthens.............................................................Sól Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björnsson og reiðmenn... ....Þú komst í hlaðið 2 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 3 Jónas Sigurðsson ........................................ Allt er ekkert 4 Kammersveit Suðurlands ................................Taverner 5 Friðrik Ómar .................................................................Elvis 6 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 7 Ólöf Arnalds .............................................Innundir skinni 8 Kings of Leon ........................Come Around Sundown 9 Helgi Björnsson ........................... Ríðum sem fjandinn 10 Hjaltalín .................................................................Terminal SUEDE 2010 Brett Anderson, Neil Codling, Simon Gilbert, Richard Oakes og Mat Osman úr Suede á Q-verðlaunahátíðinni þar sem þeir fengu innblástursverðlaun. NORDICPHOTOS/GETTY JÓNSI Jónsi úr Sigur Rós varð að lúta í lægra haldi fyrir Ryan Bingham og T-Bone Burnett á World Soundtrack Awards. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.