Fréttablaðið - 29.10.2010, Page 8

Fréttablaðið - 29.10.2010, Page 8
8 29. október 2010 FÖSTUDAGUR MENNTAMÁL Nýlega skipað siðaráð Kennarasam- bands Íslands (KÍ) mótar nú nýjar verklagsreglur um viðbrögð sambandsins við kynferðisbrotamál- um. Ekki hefur verið til skýr stefna um verkferli slíkra mála innan KÍ hingað til. Atli Vilhelm Harðarson, fyrsti formaður siðaráðs KÍ, segir sitt fyrsta verk hafa verið að efna til samstarfs innan þeirra mörgu stofnana sem séu innan sam- bandsins. „Við erum fyrst núna að ná saman og móta stefnu um mál sem varða áreitni og slíka hegð- un í skólum. Sú stefna er ekki orðin til. Við erum ekki komin lengra,“ segir Atli. „Þegar um er að ræða brot sem eru á gráum svæðum hefur hingað til ekki verið skýrt hvaða verklag á að nota.“ Atli segir ófaglega framkomu kennara alvarlegt mál. Ekki séu til neinar beinar reglur um það hvernig kennara beri að haga sér í samskiptum við nemend- ur, heldur séu málin metin innan hverrar stofnunar fyrir sig. Ef fullorðinn kennari tælir óharðnaðan ungl- ing verður að taka það alvarlega og það er óheim- ilt samkvæmt lögum, segir Atli. KÍ hafi þó hvorki umboð né lagagrundvöll til þess að veita formleg- ar áminningar heldur verður það skólastjórnanda til ráðgjafar. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að mikilvægt sé fyrir bæði kennara og nemendur að vita hvert eigi að snúa sér ef kynferðisbrot eigi sér stað innan stofnunarinnar. „Allir skólar eiga að hafa klárt ferli um það hvað fer í gang, hverjir koma að því og hvernig sé brugðist við. Það er ekki nóg fyrir starfsfólkið að vita það, heldur verður það einnig að vera skýrt fyrir nemendur,“ segir Guðrún. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir að ef alvar- leg mál komi upp innan sambandsins verði menn ákærðir og málið fari í sinn farveg fyrir dómstól- um. Hann segir það ekki vera hlutverk stéttar- félagsins að verja þá sem séu sakaðir um brot á hegningarlögum. „Við höfum velt þessu fyrir okkur eftir þessa miklu umræðu um kynferðisbrot í samfélaginu,“ segir Eiríkur. „Auðvitað er þetta hlutur sem getur hent í okkar umhverfi eins og annars staðar. Það getur enginn fríað sig þeirri ábyrgð.“ sunna@frettabladid.is Kennarar móta nýja stefnu í kynferðisbrotamálum Siðaráð KÍ endurskoðar siðareglur um kynferðisbrotamál. Nægilega skýrum verklagsreglum ábótavant, segir formaður siðaráðs. Brjóti starfsmaður hegningarlög fer málið strax í farveg fyrir dómstólum. – Lifið heil Danatekt Intim DANATEKT INTIM er hreinsikrem og hlífðarkrem fyrir viðkvæmustu staði líkamans. Intim hentar allri fjölskyldunni, einnig ungabörnum. Danatekt brjósta- kremið þarf ekki að þurrka af fyrir gjöf og er eina svansmerkta brjóstakremið á markaðnum. Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 Án parabena, ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur hnekkt úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur þar sem Sjúkra- tryggingar Íslands voru sýknaðar af bótakröfu sjómanns. Bátur mannsins strandaði í Væk- ilvík skammt frá Skagaströnd í júlí 2007. Hann hafði verið við veiðar á Hofstaðagrunni og hugðist sigla til Skagastrandar til að taka olíu. Hann setti sjálfstýringu á og stefnuna á Spákonufellshöfða. Sjómaðurinn sofnaði á leiðinni og vaknaði þegar báturinn á skall á fjörugrjóti. Hann hlaut áverka í hálsi og baki og tognun á vinstri úlnlið sem leiddi að hans sögn til þess að hann var óvinnufær í fjóra mánuði. Sjúkratryggingar vildu meina að slysið hefði ekki borið óvænt að og félli þá ekki undir lög um vátryggingarétt. Hæstiréttur tók ekki undir það. Hæstiréttur hnekkir úrskurði Héraðsdóms: Sjómaður fær bætur frá Sjúkratryggingum ATLI HARÐARSON EIRÍKUR JÓNSSON SERBÍA, AP Ríkisstjórn Serbíu hefur lagt meira fé til höfuðs Bosníuser- banum og stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Upphæðin var tíföld- uð, fór úr einni í tíu milljónir evra. Mladic er sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorð á allt að 8.000 múslímskum drengjum og mönnum frá Srebrenica árið 1995 og fyrir þriggja ára umsátur um Saraje- vo, höfuðborg Bosníu. Ríkisstjórn- in lofaði einnig einni milljón evra í verðlaun fyrir handtöku uppreisn- arleiðtoga Króatíuserba, Gorans Hadzic. Áður var lofað 250 þúsund evrum. Fé var fyrst lagt til höfuðs mönnunum árið 2007, en báðir eru taldir vera í felum í Serbíu. Banda- ríkin hafa þegar lofað fimm millj- ónum Bandaríkjadala (560 milljón- um króna) fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Mladic. Fyrr í þessari viku sagði Evrópu- sambandið að Serbía yrði að draga þessa tvo stríðsglæpamenn fyrir dóm ef landið vildi einhvern tím- ann gerast aðili að sambandinu. - óká VEGGJAKROT Í BELGRAD Kona gengur fram hjá mynd af Ratko Mladic í Belgrad í Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Serbía leggur meira fé til höfuðs tveimur stríðsglæpamönnum: Tífalda verðlaunafé fyrir Mladic SIÐAREGLUR KENNARA Formaður siðaráðs KÍ telur ástæðu til þess að endurskoða þær siðareglur sem snúa að kynferðisbrotamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Grunur um kynferðisbrot Fái skólameistari ábendingu um kynferðisbrot skal hann tilkynna slíkt til lögreglu og hlutaðeigandi barnaverndar- yfirvalda. 2. Ákæra Gefi saksóknari út ákæru skal skólameistari tilkynna kennara um að honum hafi verið veitt leyfi frá störfum og forsendur liggi fyrir að fenginni niðurstöðu dómsmálsins. 3. Sýknudómur Verði kennari sýknaður af ákærum skal skólameistari meta það sérstaklega hvort tilefni sé til viðbragða gagnvart starfsmanninum, með hliðsjón af öllum málavöxtum. 4. Dómur eða játning fyrir dómi eða lögreglu Hafi kennari hlotið dóm eða játað brot eftir að hann var ráðinn til starfa, uppfyllir hann ekki lengur hæfnisskilyrði til að gegna starfinu. Um leið og vitneskja um sekt fæst ber að segja kennara upp störfum. 5. Játning við meðferð skólameistara á málinu Játi kennari refsivert brot fyrir skólameistara hefur hann ekki lengur þá tiltrú sem til þarf til að gegna áfram starf- inu. Skólameistara ber þá að tryggja fullnægjandi sannanir fyrir játningu. 6. Skólanefnd Við meðferð mála sem varða meint kynferðisbrot kennara skal skólameistari hafa samráð við skólanefnd. 7. Kynning Að höfðu samráði við skólanefnd ákveður skólameistari hvernig einstök mál verða kynnt fyrir nemendum, foreldr- um og starfsfólki skólans. Leiðbeiningar til skólameistara um viðbrögð við brotum Unnið af mennta- og menningarmálaráðuneytinu út frá samvinnu ráðuneytisins og Kennara- sambands Íslands, varðandi viðbrögð við kynferðisbrotum. Leiðbeiningarnar eru settar fram á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og laga um framhaldsskóla þegar taka þarf ákvörðun um réttindi og skyldur framhaldsskólakennara og fyrir liggur grunur um kynferðisbrot, játning eða dómur. Það er skólameistari sem tekur ákvörðun um réttindi og skyldur kennara. ÞÝSKALAND, AP Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuð- stöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að fram- lengja líf kjarnorkuvera í Þýska- landi er mótmælt. Merkel hefur varið óvinsæla ákvörðun stjórnarinnar um að hætta við úreldingu kjarnorku- veranna fyrir árið 2021. Hún segir að kjarnorku þurfi til að útvega ódýra og trygga orku fram til 2050 þegar endurnýjan- legir orkukostir hafi verið teknir í notkun. - óká Greenpeace lætur til sín taka: Mótmæla breyttri kjarn- orkuáætlun MÓTMÆLI Aðgerðasinnar hengja mót- mælaplagg á höfuðstöðvar Kristilegra demókrata í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvenær hefst rjúpnaveiði- tímabilið í ár? 2. Hvert verður upplag síma- skrárinnar á næsta ári? 3. Hvað hefur Ólafur Stefáns- son leikið marga leiki með handboltalandsliðinu? SVÖR 1. Í dag. 2. 150 þúsund eintökum. 3. 300 leiki. Dæmdur fyrir barsmíðar Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sló annan mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu nær 360 þúsunda króna í skaðabætur. DÓMSMÁL Knattspyrnufélagið Fram hefur sótt um vínveitingaleyfi til að geta nýtt félagsheimili sitt til veisluhalda. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi byggingafulltrúa á þriðjudag. ÍÞRÓTTAFÉLÖG Fram vill vínveitingaleyfi MEXÍKÓ, AP Sex ungir menn voru skotnir til bana í Mexíkóborg aðfaranótt fimmtudags. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Televisa sagði saksóknari að til harðra orðaskipta hafi komið milli ungu mannanna, sem allir voru um og rétt yfir tvítugu, og byssu- mannanna sem borið hafði að áður en þeir síðarnefndu hófu skothríð. Mancera kvaðst ekki vita hvort árásin tengdist eiturlyfjaviðskipt- um glæpagengja. Deilur gengja bílaþjófa hafi líka verið til vand- ræða í hverfinu. - óká Gengi bílaþjófa eiga í deilum: Sex skotnir í Mexíkóborg VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.