Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 22
22 29. október 2010 FÖSTUDAGUR Menntamál Eiríkur Steingrímsson Magnús Karl Magnússon prófessorar við læknadeild HÍ Í fyrri greinum okkar höfum fjall-að um hlutverk háskóla, fjármögn- un vísindaverkefna og gæðamat. Við rannsóknarháskóla er doktorsnám grundvallareining rannsóknarstarfs háskóla. Langveigamesti þáttur slíks náms er vísindaverkefni dokt- orsnemans en í því felst sjálfstætt rannsóknarverkefni unnið undir handleiðslu háskólakennara. Slík vísindaverkefni eru víðast burðar- eining rannsóknarstarfs skólans. Doktorsneminn er þannig að mestu að vinna að sínu vísindaverkefni og þiggur fyrir það laun eða styrk. Kostnaður við slíkt nám nemur 4- 8 milljónum á ári vegna launa og rekstrarkostnaðar og heildarkostn- aður fyrir fjögurra ára doktorsnám er því um 16-32 milljónir. Við þetta bætist síðan kostnaður við uppbygg- ingu rannsóknarinnviða (t.d. tæki og gagnagrunnar), launakostnaður kennara og aðstoðarfólks og ýmiss konar samrekstur. Víðast hvar erlendis eru rannsókn- arverkefni doktorsnema fjármögnuð gegnum samkeppnissjóði þar sem jafningjamati er beitt og eru slíkir styrkir forsenda fyrir doktorsnám- inu og um leið tryggja þeir gæði vís- indaverkefnanna og doktorsnáms- ins. Þrátt fyrir mjög metnaðarfull markmið um fjölgun doktorsnema á síðustu árum hefur ekki átt sér stað samhliða áætlun um fjármögn- un þessa námsstigs. Við Háskóla Íslands hefur fjöldi skráðra dokt- orsnema farið úr 36 árið 1999 í 190 árið 2006 og voru þeir í júní á þessu ári 487. Ljóst er að rekstrarfjármagn til vísindaverkefna stendur engan veginn undir þessum fjölda dokt- orsnema. Okkur er því fyrirmunað að skilja hvaðan fjármagnið kemur sem drífur áfram þessa sprengingu í fjölda doktorsnema. Staðan í dag er sú að samkeppnis- sjóðirnir rýrna ár frá ári. Eimskipa- sjóður Háskóla Íslands sem veitt hefur myndarlega styrki til doktors- verkefna er að engu orðinn, styrkj- um úr doktorsnemasjóði HÍ fækk- ar og samkeppnissjóðir í umsjón Rannís, einu sjóðirnir sem hafa þá faglegu aðferðafræði að tryggja raunveruleg gæði vísindaverkefna dragast saman ár frá ári þrátt fyrir að sókn í þá aukist verulega. Þetta er að gerast á sama tíma og við erum að leggja verulega aukna áherslu á þetta stig háskólastarfseminnar. Með öðrum orðum, við sitjum nú uppi með metnaðarfull áform um uppbyggingu doktorsnáms, hundruð doktorsnema í námi en samkeppnis- sjóðir sem eiga að tryggja gæði og styðja þessa uppbyggingu eru komn- ir að fótum fram. Það vantar talsmenn fyrir efl- ingu samkeppnissjóðanna. Því miður hafa yfirmenn háskólastofn- ana verið svo uppteknir við tryggja grunnfjárveitingar til að halda háskólunum gangandi að þeir hafa ekki veitt yfirvöldum nógu skýr skilaboð um að forsenda vísinda- starfsemi þessara stofnana byggir á því að fé sé veitt beint til vísinda- verkefna á forsendum gæða. Við teljum að doktorsnám við háskóla á Íslandi sé nú í uppnámi. Það sem verst er, er að sennilega munu þeir hópar sem mest hafa reitt sig á fjár- magn úr samkeppnissjóðum þ.e. sterkustu vísindahópar háskólanna verða verst úti. Við teljum mikilvægt að ráða- menn vakni úr dvala og átti sig á því að enginn háskóli nær raunveru- legum árangri án þess að styðja við bestu vísindamenn skólanna. Slík- an stuðning á að tryggja með því að veita raunverulegt fjármagn til vís- indastarfsemi og um leið tryggja að fjármunirnir fari til þeirra vísinda- verkefna sem best eru að gæðum. Um allan heim er slíkt gert með fjárveitingum í gegnum samkeppn- issjóði þar sem sjálfstætt og óháð mat er lagt á hvert vísindaverkefni. Við höfum slíkt kerfi hér á landi innan sjóða sem úthluta styrkjum á grundvelli stefnu Vísinda- og tækni- ráðs. Þeir sjóðir eru fjársveltir en með margföldun á fjármunum til þeirra má tryggja raunverulegan grundvöll fyrir doktorsnám, þekk- ingarsköpun innan háskóla og fyr- irsjáanlega nýsköpun íslensku sam- félagi til heilla. Háskólarannsóknir á tímum kreppu og doktorsnám á Íslandi Frá árinu 1994 hafa húsaleigu-bætur staðið þeim sem leigja húsnæði til búsetu til boða. Í sam- ræmi við þær áherslur sem eru ríkj- andi í norrænni húsnæðispólitík er húsnæðisstuðningurinn bæði ein- staklingsbundinn og tekjutengdur svo eðli máls samkvæmt er hann fyrst og fremst til hagsbóta fyrir þá tekjulægstu, t.d. námsmenn. Yfir- lýst markmið með setningu laga um húsaleigubætur var einmitt það að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Fyrir ríflega tveimur árum und- irritaði núverandi forsætisráðherra reglugerð þess efnis að almenn- ar húsaleigubætur myndu hækka í fyrsta skipti í átta ár. Jafnframt var kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta í fyrsta sinn. Ekki stóð ríkið við sinn hlut lengi og í byrjun mars árið 2009 gaf Samband íslenskra sveitarfé- laga frá sér yfirlýsingu þar sem þau átöldu samkomulagsbrot ríkisins. Töluvert skorti á fjármagn til að hlutur ríkisins gæti talist að fullu efndur samkvæmt samkomulaginu. Nú bregður svo við að ríkisstjórn- in hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls afturábak. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er áformað að fella niður framlög til sveitarfélaganna vegna húsaleigubóta. Þetta skýtur skökku við áherslu núverandi ríkisstjórnar á aukinn félagslegan stuðning í þjóð- félaginu. Núverandi markaðsaðstæður gera það að verkum að töluverður hluti landsmanna ræður ekki við hið hefð- bundna eignaréttarform sem hefur verið ríkjandi á íslenskum húsnæðis- markaði í áratugaraðir. Ungir náms- menn sem eru að stíga sín fyrstu skref úr foreldrahúsum hafa flestir ekki fjárhagslegt bolmagn til að fjár- festa í eigin fasteign. Á sama tíma og fjöldinn allur af húsnæðiskosti stendur tómur þurfa æ fleiri stúdent- ar, sem þess eiga kost, að hverfa af leigumarkaði vegna hækkandi leigu- verðs. Það er kominn tími til að ríkið bjóði þegnum sínum upp á húsaleigu sem raunverulegan langtímavalkost með sambærilegum hætti og tíðkast í öðrum Evrópuríkjum. Það er engum vafa undirorpið að lækkun húsaleigubóta hefur veru- lega slæmar afleiðingar í för með sér fyrir stúdenta. Úrræði til hagsbóta fyrir stúdenta hafa farið síþverrandi að undanförnu og hvatinn til þess að feta sig á leigumarkaðinn er enginn. Hagur þjóðarbúsins hlýtur að felast í því að íbúðarhúsnæði standi ekki autt og að stúdentar, jafnt sem aðrir leigutakar, haldi velli á leigumark- aðnum. Því takmarki væri náð með því að auka fjárhagslegan fýsileika íbúðarhúsnæðis, til dæmis með auknu vægi húsaleigubóta í leigu- jöfnunni. Lækkun húsaleigubóta húsaleigubætur Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs HÍ Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjón- armið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylk- ingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjón- armiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafn- hliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunar- ferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðar- innar. Einnig felst í tillögunni hag- ræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórn- lagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finn- ast. Reyndar eru þeir ekki marg- ir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönn- um yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er sam- þykkt og þangað til þjóðaratkvæða- greiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags“ á leiðarasíðu Fréttablaðs- ins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaða- mönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hár- fín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undan- förnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrif- in beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undan- genginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sam- mála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Frétta- blaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina“ Morgunblaðs- ins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Háðsádeila eða einelti? Fjölmiðlar Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður Evrópusambandið hefur tileink-að árinu 2010 baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Ástæðan er að 17% eða um 80 millj- ónir íbúa ESB landa eru nú með tekjur undir því sem kallast afstæð fátæktarmörk, þ.e. eru lægri en 60% af meðaltekjum. Fyrir þá, sem eru í þessari stöðu, eru þetta ekki bara tölur á blaði heldur miskunn- arlaus veruleiki, sem hefur áhrif á uppvaxtarskilyrði barna, húsnæði, heilsu, menntun og stjórn á eigin lífi. Metnaður ESB var að draga úr fátæktinni og einangruninni á þeim áratug sem nú er að ljúka, en veru- leikinn er allt annar. Fátæktin hefur aukist, og það á einnig við um Norð- urlöndin. Svona ætti þetta að sjálfsögðu ekki að vera, þar sem byrjunarstaða Norðurlanda var góð. Norræna vel- ferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélaginu með tiltölulega lítilli fátækt, en líkanið felur einnig í sér aðra þætti sem skapa skilyrði fyrir betra lífi og velferð. Má þar nefna góða heilsu, hátt menntunarstig, lítið atvinnu- leysi o.s.frv. Í Evrópu er oft litið á norræna líkanið sem fyrirmynd í vinnu við að móta evrópskt félags- legt líkan. Því miður stefnir nú þróunin niður á við, atvinnuleysi og fátækt eykst. Hér er ekki aðeins um afleið- ingar fjármálakreppunnar að ræða, heldur einnig það að við höfum sagt skilið við grunnþátt norræna lík- ansins, þ.e. að verja samfélagslegan jöfnuð þar sem allir fá tækifæri til að lífa góðu lífi með öruggar tekjur. Ójöfnuðurinn í tekjum og lífskjör- um eykst hratt í löndum okkar þó að nýjustu rannsóknir sýni að það er einmitt jöfnuðurinn sem ræður hvað mestu um hvernig land stend- ur sig í mælingum á ýmsum velferð- arþáttum svo sem menntun, lífslík- um, glæpatíðni, heilbrigði, öryggi, fátækt o.fl. Gagnvart þegnum sínum og umheiminum, bera Norðurlöndin mikla ábyrgð á því að nýta þær hag- stæðu forsendur sem þau hafa til að vera áfram fyrirmynd hvernig hægt er að byggja upp samfélag þar sem ríkir jöfnuður og fátækt er lítil. Til að gera það er mikilvægt að standa vörð um grunnþætti nor- rænnar velferðarstefnu og að sýna það á ýmsan hátt í verki, að við sam- þykkjum ekki fátækt. Við höfum bæði vilja og getu til að berjast gegn henni. Fátækt er margslung- ið vandamál sem á rætur að rekja til margra, oft samverkandi þátta. Baráttuna gegn fátækt verður því að heyja á mörgum vígstöðvum samtímis. Félagsleg heildarsýn og viðeigandi lágmarksframfærsla og lágmarkslaun eru mikilvægir þætt- ir í baráttunni. Útrýming fátæktar er langtímaverkefni. Þess vegna æskjum við þess að þetta umrædda átak, Evrópuár um fátækt og félagslega einangrun 2010 verði framlengt. Ísland þyrfti að setja saman eigin langtímaáætlun um baráttuna gegn fátækt og félags- legri einangrun. Þessar áætlanir eiga áfram að gera frjálsum félaga- samtökum og öðrum, sem koma að þessum málum, kleift að fá stuðning við starfsemi sem miðar að því að gera þessi mál sýnileg og tala máli þeirra sem minna mega sín. Einnig þarf að sinna frumkvöðlastarfsemi og rannsóknum. Sýnið vilja, sýnið getu, stöðvið fátæktina! Útrýming fátæktar krefst langtímaaðgerða Velferðarmál Oktavía Jóhannesdóttir félagsráðgjafi Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Norræna velferðarkerfið hefur fyrst og fremst stuðlað að jöfnuði í samfélag- inu með tiltölulega lítilli fátækt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.