Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 24
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR2 Deig 1 msk þurrger 1 msk volgt vatn 1 tsk sítrónusafi 1 bolli mjólk 1 ½ bolli hveiti ¾ bolli heilhveiti 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi ½ tsk salt 2 msk mjúkt smjör Hrærið gerið saman við volgt vatn og látið standa í tíu mínútur. Hrærið sítrónusafanum og mjólkinni saman í annarri skál. Í þriðju skálinni er hveitinu, sykri, lyftidufti, matarsóda, salti og smjöri blandað saman. Blandið gerblöndunni og mjólkurblöndunni saman við hveitiblönd- una. Hnoðið deigið og látið lyfta sér í 30 mínútur. Skiptið deiginu að því loknu í 8-10 litlar bollur. Fletið hverja bollu vel út. Sósa 1 dós af niðursoðnum tómötum 1 dós tómatpúrra 1 hvítlauksrif 1 tsk ólívuolía salt, pipar og óreganó eftir smekk Maukið allt hráefnið vel saman, í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Fylling 1 krukka af þistilhjörtum, fínt skornum ¼ tsk salt ¼ tsk mulinn svartur pipar 1 hvítlauksrif, maukað 2 bollar fersk spínatlauf, fínt skorin 1 ¼ bolli rifinn ostur að eigin vali 1 bolli af smátt skornum kjúklingabringum 1 tsk ólívuolía Best er að þerra mesta vökvann af þistilhjörtun- um með pappír. Blanda svo öllu hráefninu saman í skál. Hálfmáninn fylltur Hellið um matskeið af sósu á deigið, án þess að sósan hylji endana. Setjið um 3 msk. af fylling- unni í miðjuna og lokið hálfmánunum með því að setja deigið yfir og klípið endana vel saman. Bakið við 190°C í tuttugu mín- útur. Best er að hálfmán- arnir fái að kólna í fimm mínútur áður en snætt er. Margar litlar pitsur eru kjör- inn partímatur og oft fallegar á borði. Hins vegar geta litlir hálf- mánar oft verið enn sniðugri þar sem þeir haldast lengur heitir og ef fyllingin er ekki þeim mun fal- legri er flott að geta falið hana inni í gylltu deigi. Uppskriftin sem hér er gefin að litlum hálfmánum er með eilítið óvenjulegri fyllingu. - jma Hálfmánar í vasabroti Hinn klassíski réttur hálfmáni, fylltur með skinku og sveppum, nýtur stöðugra vinsælda. Skemmtilegt getur verið að útbúa marga litla hálfmána og huga að einhverri nýsköpun hvað fyllinguna varðar. Hálfmáni fylltur með kjúklingi og þistilhjörtum. NORDICPHOTOS/GETTY LITLIR HÁLFMÁNAR Með kjúklingi og þistilhjörtum FYRIR FJÓRA Saga hinnar vinsælu margarítu pítsu má rekja til ítölsku kon- ungshirðarinnar seint á 19. öld þegar matreiðslumaður einn útbjó hana til heiðurs drottn- ingu landsins. Flestir hafa bragðað á eða að minnsta kosti einhvern tímann heyrt talað um pitsu margar- ítu. Færri þekkja hins vegar sög- una á bak við þessa vinsælu flat- böku, sem má rekja alveg aftur til ítölsku konungshirðarinnar seint á 19. öld. Þá réðu ríkjum á Ítalíu Umb- erto I. konungur og drottning hans Margherita, en sú varð fyrst til að innleiða flatbökur við ítölsku hirð- ina. Fram að því voru pitsur taldar vera bændamatur á Ítalíu en það kom ekki í veg fyrir að Margherita prófaði þær og kolféll í kjölfarið fyrir þeim. Ekki voru allir jafn hrifnir af því þegar Margherita bætti flatbökum á matseðilinn við konungshöllina, en drottning- in lét hins vegar allar gangnrýn- israddir sem vind um eyru þjóta og fór ekki leynt með dálæti sitt á pitsum. Þetta varð til þess að einn mat- reiðslumaður við hirðina, Rafa- elle Esposito, varð svo ánægður að hann bakaði sérstaka flatböku handa Margheritu með tómötum, mozarellaosti og fersku basil í takt við ítölsku fánalitina og nefndi hana Pizza margherita til heiðurs drottningunni. Drottningin tók pitsuna sam- stundis fram yfir aðrar og af þeim sökum náði hún fljótt útbreiddum vinsældum á Ítalíu, en þessar vin- sældir teygja nú anga sína víða um heim. Heimild: www.visindavefur.is Í ítölsku fánalitunum Pitsa margaríta var upphaflega kónga- eða réttara sagt drottningarmatur. NORDICPHOTOS/GETTY PIZZAOFN HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Ariete 903 VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 17.995 „Pizzan verður eins og eldbökuð!“ Ostafylltir pitsuendar gera ljúffenga pitsu enn betri og draga úr líkum á því að endunum sé leifað. Það er minna mál að fylla kantana en mætti halda. Ostinum (sem getur verið mozzarellaostur, piparostur eða í raun hvernig ostur sem er) er raðað út við jaðar pitsunnar og deiginu flett yfir. PITSUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.