Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 26
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR4 „Auðvitað klóruðu sér einhverj- ir í hausnum yfir þessu framtaki. Almennt tóku þó flestir vel í það og enn í dag eru þetta langvin- sælustu réttirnir á matseðlinum,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, einn eigenda Hornsins, sem var einn af fyrstu veitingastöðum á landinu sem bauð upp á pitsur. Valgerður og eiginmaður henn- ar, Jakob H. Magnússon, stofn- uðu Hornið árið 1979 þá nýflutt heim með eit barn frá Danmörku, en það var einmitt þar sem þau fengu þá hugmynd að opna pitsu- stað á Íslandi. „Við bjuggum í Kaupmannahöfn í nokkur ár þar sem Jakob vann á pitseríu við Strikið. Okkur datt í hug að opna sams konar stað hérlendis ásamt félaga okkar, sem gekk reyndar út úr rekstrinum einu og hálfu ári síðar, og ekki verður annað sagt en að það hafi lukkast vel, þar sem pitsurnar féllu í kramið hjá þjóðinni.“ Pitsumenning Íslendinga hefur vitanlega tekið miklum breytinum frá því að Hornið var opnað fyrir meira en þrjá- tíu árum. Pitsustaðir og -keðjur hafa sprottið upp eins og gorkúl- ur og pitsur teljast ekki lengur til framandi rétta heldur dæmi- gerður heimilismatur á borðum landsmanna. Valgerður segir þó ekkert af þessu hafa slegið á vin- sældir pitsanna á Horninu. „Nei og það sem meira er að þótt við höfum reynt að fylgja einhverj- um nýjum straumum í pitsugerð þá eru það þessar sem hafa verið lengst á matseðli sem fólk sækist mest eftir.“ Valgerður segir sömu lögmál gilda um útlit staðarins, sem hefur verið haldið óbreyttu frá upphafi og að þar spili ekki síst inn í kröfur viðskiptavinanna. „Auðvitað hefur okkur oft lang- að til að breyta ýmsu og höfum reynt að gera nokkrar lítils hátt- ar breytingar, eins og að færa til málverk, en þessu hafa kúnn- arnir mótmælt harðlega og þar af leiðandi þorum við ekki að hreyfa við neinu. Svona eftir á að hyggja er vel hugsanlegt að þetta eigi sinn þátt í vinsældum staðarins, fyrir jú utan auðvitað matseðil- inn. Fólk vill geta gengið að öllu vísu og á meðan það gengur vel er svo sem engin ástæða til að breyta því.“ roald@frettabladid.is Nýjung sem féll í kramið Hornið var með fyrstu veitingastöðum á Íslandi til að bjóða upp á pitsur þegar það var opnað árið 1979. Einn eigendanna, Valgerð- ur Jóhannsdóttir, segir landsmenn hafa tekið framtakinu fagnandi og síðan þá hafi pitsurnar verið vinsælastar á matseðli staðarins. Á Horninu geta viðskiptavinir fylgst með matreiðslumönnum að störfum á meðan beðið er eftir kræsingunum. „Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki, maðurinn minn Jakob og dóttirin Ólöf sjá um matseld, eldri sonurinn Hlynur kemur að rekstrinum og sá yngri Jakob er þjónn. Sjálf er ég allt í öllu, sinni allt frá þrifum til reksturs,“ segir Valgerður, hér ásamt Jakobi og elsta syninum Hlyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Setjið fjóra bolla af hveiti út í einn bolla af volgu vatni ásamt hálfri teskeið af þurrgeri, tveimur teskeiðum af sykri og hálfri teskeið af salti. Hnoðið vel saman og látið hefa sig. Þegar því er lokið eru gerðar hnefastórar kúlur úr deiginu. Látið þær hefa sig smávegis aftur, fletjið síðan út í pitsu. Sósan á Horninu er leyndarmál, en hægt er að kaupa tilbúna pitsusósu úti í búð eða laga hana til heima úr maukuðum tómötum, orega- no, salti og pipar og krydda eftir smekk. Þá þarf bara að gæta þess að sósan sé ekki of þykk, svo auðvelt sé að smyrja hana á pitsuna. Þegar búið er að smyrja sósu á pitsuna, setjið þá kræklingana, hörpuskeljarnar og rækjurn- ar ofan á og dreifið vel úr öllu saman. Bakið pits una við 180-200°c í um það bil 15-20 mínútur. Setjið óreganó yfir pitsuna þegar hún kemur úr ofninum. PIZZA PESCATORE HEFUR VERIÐ Á MATSEÐLI HORNSINS FRÁ UPPHAFI Pizza pescatore eða sjávarréttapitsa er meðal þeirra rétta sem hafa notið mikilla vinsælda á Horninu frá fyrstu tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pitsudeig 1 bolli volgt vatn 4 bollar hveiti ½ tsk. þurrger 2 tsk. sykur ½ tsk. salt Álegg 4-5 kræklingar Um það bil 10 hörpu- skeljar Handfylli af rækjum Pitsusósa, keypt eða heimalöguð Óreganó rKo nax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika rP óteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem ni nheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex. Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli. Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is, má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti. Veldu íslenska gæðaframleiðslu! Ferskasta hveitiÐ! - alltaf nýmalaÐ hí uga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins. Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.