Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 27
„Hugmyndin vaknaði einhvern tíma þegar ég var að horfa á skrítna bandaríska bíómynd. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri nú skemmtilegur siður sem gaman væri að taka upp á Íslandi. Þó hann sé ekki íslenskur þá mælir ekkert móti því að við skemmtum okkur aðeins á haustin,“ segir Dóra Svav- arsdóttir eigandi Á næstu grös- um sem stendur fyrir graskers- útskurðarkeppni í Kringlunni á morgun. „Ég var fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum á hrekkjavöku og fannst það æðislega gaman,“ segir Dóra sem sjálf hefur dundað sér við graskersútskurð á hverju ári í tilefni hrekkjavökunnar. Hún segir ekki þurfa mikla hæfileika í útskurðinn. „Maður þarf auðvitað að geta farið með hníf en annars er það bara hugmyndaflugið sem setur manni takmörk,“ segir hún glaðlega en bætir hlæjandi við að listamannseðli hennar leyfi henni ekki mjög flókinn útskurð. „En ég hef séð fólk gera stórkostlega hluti.“ Graskersútskurðarkeppnin fer fram við veitingastaðinn Á næstu grösum í Kringlunni á morgun frá klukkan 10 til 16. Öllum er frjálst að taka þátt en Dóra minnir á að börn og unglingar þurfi að vera í fylgd með fullorðnum. Áhöld til útskurðar verða á staðnum en þátt- tökugjald er 500 krónur. Dómarar munu meta listfengi graskeranna og tilkynna úrslit klukkan 17 en vinningshafar geta unnið úttekt frá Hókus Pókus, gjafakörfur frá Bönunum og Yggdrasil og út að borða á Á næstu grösum. „Dóm- ararnir eru þrír fagurkerar, þær Áslaug Snorradóttir ljósmyndari, Hjördís Reykdal Jónsdóttir skart- gripahönnuður og Marentza Poul- sen smurbrauðsjómfrú,“ segir Dóra sem ráðleggur fólki að koma í fötum sem megi slettast á. Dóra hefur mjög gaman af hrekkjavöku og grímuböllum. Mér er boðið á nokkur slík,“ segir hún hlæjandi og útilokar ekki að hún mæti í grímubúningi á keppnina á morgun. solveig@frettabladid.is Skrímslin fara á kreik Hrekkjavakan er á sunnudag. Af því tilefni verður haldin graskersútskurðarkeppni við veitingastaðinn Á næstu grösum í Kringlunni á morgun milli klukkan 10 og 16. Verðlaun eru í boði fyrir flottasta graskerið. Fólk getur srpeytt sig í útskurði graskera í Kringlunni á morgun. Dóra Svavarsdóttir, hjá Á næstu grösum, stendur fyrir uppákomunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Magnús Bjarnason kynnir niðurstöður doktorsritgerðar sinnar sem fjallar um áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenskt efnahagslíf og samfélag á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík á morgun klukkan 11. Fundurinn, sem er í Antares-sal á jarðhæð, er öllum opinn. Tilboð allan nóvember á engiferdrykknum aada í verslunum víða um land. Engiferdrykkurinn aada er framleiddur úr 100% fersku og óafhýddu engifer, 100% fersk mintulauf, hrásykur, íslenskt vatn og sítrónusýra. Hlutfall engifers í aada er mjög hátt ! Með allri virðingu fyrir vísindum að þá verðum við líka að hlusta á reynslu fólksins. Austurlensk fræði býr yfir mörg þúsund ára sögu þar sem hálft mannkynið býr! Reynsla viðskiptavina okkar hér á íslandi sýnir að aada er að gera frábæra hluti. Ég vona svo innilega að aada eigi eftir að gera þér gott. Ólafur Sólimann Kíktu í næstu verslun. E n g i f e r e h f | D i g r a n e s v e g i 1 0 | 2 0 0 K ó p a v o g i | S í m i 5 2 7 - 2 7 7 7 | w w w. m y s e c r e t . i s Vökudagar, hin árlega menning- ar- og listahátíð Akurnesinga, hófust í gær og standa yfir í tíu daga. Fjölmargir koma að dag- skránni, allt frá leikskólabörnum til landsþekktra listamanna. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjöl- breytt og borin uppi af hæfileika- fólki á öllum aldri, heimafólki á Akranesi. Meðal viðburða má nefna þrjár sýningar á Safnasvæð- inu; sýningu Björns Lúðvíkssonar í Garðakaffi, ljósmyndasýningu „Vitans“ félags áhugaljósmyndara í Fróðá og sýningu á listaverka- safni Akraneskaupstaðar í nýju sýningarrými í Safnaskálanum, auk fastra sýninga. Á sunnudaginn heldur svo Félag nýrra Íslendinga á Akranesi þjóð- hátíð, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, dans, tónlist og margt fleira. Einnig stendur yfir samkeppni um nafn á hinum nýja sýningarsal í Safnaskálanum og verða úrslit keppninnar kynnt í lok Vökudaga. Tillögum skal skilað til Akranes- stofu (tomas.gudmundsson@akra- nes.is) en frestur til að skila inn tillögum rennur út föstudaginn 5. nóvember. Þá verða Menning- arverðlaun Akraness árið 2010 afhent á Vökudögum og verður afhending þeirra kynnt sérstak- lega þegar nær dregur. Akranes- stofa hefur umsjón með undirbún- ingi og skipulagi Vökudaga, en þeim lýkur sunnudaginn 7. nóv- ember. - fsb Þjóðhátíð og sýning- ar á Vökudögum Skagamaðurinn Andrea Gylfadóttir, ásamt hljómsveit, var meðal þeirra sem komu fram á Vökudögum í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.