Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 30
2 föstudagur 29. október
núna
✽ Lifðu lífinu
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon og Álfrún Pálsdóttir Forsíðumynd Valgarður
Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir
sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
blogg vikunnar
KLASSÍSK Leikkonan Rosario
Dawson mætti í þessum klassíska
kjól á opnun nýrrar verslunar hönnuð-
arins Vanessu Bruno í Los Angeles.
Fyrirsætublogg
Tískubloggið www.
fashionistablogg.blog-
spot.com fjallar um
allt sem viðkemur
tísku. Stúlkan sem
heldur úti síðunni er
fyrirsæta sem lifir og
hrærist í heimi tísk-
unnar og skrifar um
nýjustu tískustraumana,
fötin sem hana dreym-
ir um að eignast og ýmis-
legt annað sem viðkemur
tísku.
Bresk fínheit
Bloggið www.kayla-
hadlington.blog-
spot.com var valið
eitt af fimmtíu
skemmtilegustu
nýju bloggunum í
ár. Stúlkan á bak
við bloggið er
bresk og er hennar
helsti veikleiki skyrtur
og blússur í öllum stærðum, litum
og gerðum. Hún kaupir helst notuð
föt því hún segir verðlag í tísku-
verslunum vera hreinan þjófnað.
Stúlkan er fínn penni og gaman er
að lesa færslur hennar.
Óskiljanleg tíska
Www.electricdreamerr.blogspot.
com er pólskt tískublogg og því
óskiljanlegt öllum nema þeim sem
tala það tungumál. Myndirnar sem
fylgja blogginu eru þó afskap-
lega skemmtilegar og gaman er að
skoða þær, þrátt fyrir tungumála-
örðugleika.
HATTAR FYRIR ALLA
Hattar eru meðal þeirra tískustrauma sem koma sterkir inn
í vetur. Hattar eru skemmtileg viðbót fylgihlutatískunnar í
vetur. Þessi fæst í Nostalgíu og kostar 7.900 kr.
Nýtt vídeóverk gjörn-
ingahópsins Weird
Girls var sýnt á lista-
hátíðinni Edinburgh‘s
Hidden Door festi-
val um síðustu helgi.
Þetta er í fyrsta sinn
sem verk eftir hóp-
inn er sýnt á erlendri
grundu.
Að sögn Kitty Von
Sometime, sem fer
fyrir hópnum, var mik-
ill heiður að fá að sýna
á hátíðinni því mik-
ill fjöldi listamanna
hafði sótt um þátttöku
en aðeins fáir kom-
ist að. Í verkinu sem
sýnt var á hátíðinni
sjást stúlkurnar ganga
um skóglendi klædd-
ar engu nema blóma-
kransi sem þær bera
á höfði sér og undir
ómar tónlist eftir Ólaf
Arnalds. „Við frétt-
um mjög seint af því
að við höfðum feng-
ið inn á hátíðina og
þess vegna gátum við
ekki verið viðstadd-
ar. Klippari verksins
býr aftur á móti í Ed-
inborg og gat því sótt
sýninguna. Hún sagði
að þetta hefði gengið
mjög vel og að gest-
irnir hefðu verið mjög
hrifnir af verkinu og
þema þess,“ segir
Kitty.
Heimildarmynd var
gerð um verkefnið og
vinnur Kitty nú að því
að fá þá mynd sýnda
annaðhvort í sjón-
varpi eða kvikmynda-
húsum. - sm
Weird Girls með verk á listahátíð í Skotlandi:
Skrítnar í Edinborg
Í útrás Vídeóverk eftir listahópinn Weird Girls var sýnt á
listahátíð í Edinborg.
Kristín og Þóra Tómasdætur skrifa bók fyrir stelpur um stelpur
STELPUR FARA
Í MÚTUR EINS
OG STRÁKAR
„Okkur systrum fannst vanta
svona bók á markaðinn, svona
almennilegan stelpufræð-
ara um allt milli himins
og jarðar,“ segir Krist-
ín Tómasdóttir en hún
hefur nú gefið út bók
ásamt systur sinni
Þóru. Bókin ber ekki
flókinn titil en hún
nefnist Stelpur.
Bókin kemur í búðir í dag
og er markhópurinn stúlk-
ur frá 10 ára aldri og upp
í 19 ára. „Bókin er fyrst og
fremst ætluð þeim aldri en
er örugglega skemmtileg og
fræðandi fyrir konur á öllum
aldri,“ segir Kristín en í hverj-
um kafla bókarinnar, sem eru
ellefu talsins, er tekið á einu
málefni. Allt frá kynþroska, kyn-
lífi, fjármálum og útliti að sam-
böndum við vini. Í bókinni eru við-
töl og reynslusögur úr ýmsum áttum
sem hægt er að læra mikið af. Einn-
ig eru próf og kannanir lesendum til
gamans.
„Það má eiginlega segja að hug-
myndin hafi kviknað einn daginn við
eldhúsborðið og við byrjuðum
vinnuferlið í febrúar á þessu
ári,“ segir Kristín en þar sem
þær systur búa hvor í sínu
landinu er samvinnan búin að
vera örlítið snúnari en geng-
ur og gerist. „Við Þóra höfum
ekki látið landamærin stöðva
okkur en það má kannski segja
að símareikningarnir hafi verið
háir um tíma,“ segir Kristín en
var það eitthvað sem kom henni sjálfri
á óvart við vinnslu bókarinnar? „Já, það
var sko margt og mikið. Til dæmis það
að stelpur fara líka í mútur á kynþroska-
aldrinum eins og strákar. Ekki jafn mikið
en raddir stúlkna dýpka líka töluvert. Það
kom mér í opna skjöldu,“ segir hún og
bætir við að kaflinn sem snerist um útlit
hafi verið henni erfiður viðfangs. „Það er
ekki alveg mín deild. Ég á erfitt með setja
stelpum einhverjar sérstakar útlitsregl-
ur. Ég var búin að skrifa eitthvað en svo
las Þóra það yfir og sagði mér hreint út
að þetta væri glatað og tók þar með kafl-
ann í sínar hendur. Hún hefur alltaf haft
meira vit á útliti en ég,“ segir Kristín létt
í bragði en þær systur ætla að vera í Ey-
mundsson á Skólavörðustíg milli 15-17 á
morgun og spjalla um bókina. - áp
Eins og að fæða barn Kristín Tómas-
dóttir líkir bókaútgáfunni við fæðingu
barns og hlakkar mikið til að sjá hana í
hillum búðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN