Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 34

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 34
6 föstudagur 29. október ✽ b ak v ið tj öl di n Jóhanna Vilhjálms- dóttir kvaddi Kast ljósið fyrir ekki svo löngu og íhugar nú að setjast aftur á námsbekk og nema náttúrulækning- ar. Fjölskyldan, óhefð- bundnar lækningar og heilbrigði heillar þjóð- ar er það sem á huga hennar núna. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason É g útskrifaðist með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Há- skóla Íslands og meðfram náminu starfaði ég meðal annars sem þula, sem var ágæt aukavinna. Auk þess starfaði ég sem flug- freyja um tíma og kynntist þar Brynju Nordquist, eiginkonu Þór- halls Gunnarssonar. Hann vissi af því að ég hafði unnið sem þula og fékk mig til að koma í prufu fyrir sjónvarpsþáttinn Ís- land í bítið og ég endaði á því að stýra þeim þætti með honum, síðar vorum við saman í Íslandi í dag og loks í Kastljósinu. Þannig hófst sjónvarpsferill minn eig- inlega,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir áhuga sinn á hollu líferni hafa spilað inn í þá ákvörðun hennar að taka starfinu því hana langaði að miðla því sem tengd- ist forvörnum og heilsu til áhorf- enda. „Þessi áhugi minn á öllu sem viðkemur heilsu hefur í raun alltaf verið undirliggjandi, svo hefur hann ágerst með árunum,“ segir hún og hlær. „Ég hef lengi verið að grúska í þessu og það hefur leitt mig á þá braut sem ég er á í dag. Ég hef mikinn áhuga á að fara og læra meira í kring- um þetta, hvort sem ég fer beint í náttúrulækningar, eða byrja á lífefnafræðinni eða jafnvel hefð- bundinni læknisfræði.“ Jóhanna segir þennan áhuga vera sjálfsprottinn og að hún hafi með aldrinum farið að velta því fyrir sér hvort það væri eðlilegt að flestir væru meira og minna sjúkir á einhvern hátt. „Og svar- ið var nei. Náttúrulegt ástand líkamans getur ekki verið sjúkt! Það hlýtur að vera heilbrigt. Og líkaminn hefur yfir alveg mögn- uðu viðgerðarkerfi að ráða sem virðist ekki ná að sinna sínu hlutverki vegna skorts á nær- ingarefnum og neyslu á nær- ingarsnauðum hitaeiningum og unnum matvælum. Sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri að verða meðvitaðir um hve mikil áhrif þeir geta haft á heilbrigði sitt og valið aðrar leiðir en að taka lyf við öllum meinum. Ég hef til dæmis verið að rannsaka áhrif mataræðis og hugans á krabba- mein og niðurstöðurnar eru slá- andi. Mataræði og friðsæll hugur getur haft ótrúlega mikið að segja um það hvort fólk nái bata eða ekki. Eins finnst mér skrít- ið hvað heilbrigðiskerfið stuðlar lítið að forvarnastarfsemi og ein- blínir þess í stað á viðgerðir eftir að fólk er orðið veikt. Við höfum nefnilega komið upp sjúkdóma- kerfi en ekki raunverulegu heil- brigðiskerfi,“ segir Jóhanna. „Auðvitað geta lyf verið nauð- synleg en þessi ofnotkun getur ekki gengið til lengdar. Ég spyr: Hvernig getum við bara horft upp á heiminn verða veikari og veikari eins og það sé eitthvað náttúrulögmál og ætlað síðan bara að finna ný og ný lyf. Það er eitthvað alveg galið í þessari heimsmynd.“ FJÖRUGT FJÖLSKYLDULÍF Jóhanna er í sambúð með Geir Sveinssyni, fyrrverandi landsliðs- kappa í handbolta, og saman reka þau stórt og fjörugt heim- ili. Parið á saman þrjú börn en fyrir átti Jóhanna eina dóttur og eins átti Geir einn son frá fyrra sambandi. „Ég átti dóttur mína rétt rúmlega tvítug og fannst því mikil gjöf að fá að upplifa það að eignast barn aftur á „gamals“ aldri, orðin þroskaðri og gildin í lífinu önnur. Maður einhvern veginn upplifir svo miklu sterk- ar hvað þessi sköpun er mikið kraftaverk og það má eiginlega segja að ég sé uppfull af þakk- læti á hverjum degi fyrir að eiga þessa fjölskyldu.” Aðeins átján mánuðir eru á milli tveggja yngstu barnanna og þó þeim geti fylgt mikil læti og VERÐUR ALLTAF UNG Í ANDA Jóhanna Vilhjálmsdóttir er sátt við lífið. Hún sinnir áhugamálum sínum af mikilli ástríðu. Nýjustu kaupin? Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því en það er svona rúllukraga peysusjal. Uppáhalds hljómsveitin? Lenny Kravitz, Dikta, Muse, Queen, 10 CC svo einhverjir eru nefndir. Uppáhalds staðurinn? Bústaðurinn okkar við Laugarvatn. Það er bara yndislegt að komast í kyrrðina og róna í sveitinni og hafa það kósí með fjölskyldunni. Helsta fyrirmyndin? Allir sem lifa lífinu lifandi og hafa hugrekki til að synda á móti straumnum. Uppáhalds bíó- myndin? Fer ótrúlega sjald- an í bíó og man ekki eftir neinni alveg í svipinn. Uppáhalds heimildarmyndin mín heitir Dying to have known og fjallar um alveg einstaka krabba- meinsmeðferð sem gengur undir heitinu The Gerson Therapy. Önnur er Food Inc. eftir Michael Pollan sem enginn má láta fram hjá sér fara. Vinsælu blúndu aðhaldstopparnir komnir aftur. Blúnda að framan og aftan. Litir: Svart og húðlitur Stærðir: S–XXL Verð aðeins 3.450 kr. Grensásvegur 16 - sími 553 7300 - Opið mán-fös 14–19. Laugd. 12–17 SOHO / MARKET Á FACEBOOK „Það var mikil gjöf að fá að upplifa það að eign- ast barn aftur á „gamals“ aldri, orðin þroskaðri og gildin í lífinu önnur.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.