Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 48

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 48
10 • Þið hafið verið eitt af heitustu ungu böndunum frekar lengi og eftir Airwaves fannst mér ég heyra miklu meira um ykkur. Ég verð að vera hreinskilinn og segja þér að ég sá ykkur ekki, en heyrði að þið hafið verið frábær. Er það skemmtilegasta sem þú gerir að spila á tónleikum? „Já, það er með því skemmtilegra. Það er samt skemmtilegast að fara til útlanda og spila fyrir nýtt fólk – það er rosalega gaman. Ég var reyndar geð- veikt stressuð fyrir Airwaves, þangað til við byrjuð- um að spila.“ Af hverju varstu svona stressuð? „Ég veit það ekki alveg.“ Þú ert búin að gera þetta í mörg ár … „ Já, ég er eiginlega hætt að vera stressuð fyrir tónleika. Yfirleitt er ég stressaðri fyrir nánari tónleika þar sem eru fáir. En ég veit ekki af hverju ég var svona stressuð – ég átti reyndar að byrja ein uppi á sviðinu. Ég fór fram og ætlaði að byrja að spila, en þá heyrðist ekkert í mér. Ég titraði …“ R etro Stefson hefur verið dugleg við að ferðast undanfarin ár og komið fram víða í Evrópu. Fyrsta ferðin vestur um haf er einnig væntan- leg, en hljómsveitin kemur fram í Montréal í Kanada í nóvember. Hljómsveitin hyggst svo ferðast meira í byrjun næsta árs. Nú virðast vera stór egó í hljómsveitinni og ég meina það ekki á neikvæðan hátt, þetta virðast vera gaurar fyrir allan peninginn. Hvernig er að vera eina stelpan í þessu hópi? „Ég veit það ekki. Það er kannski stundum skrýtið, en mér finnst það fínt. Ég á þrjá eldri bræður og er vön að vera eina stelpan. Þannig að mér finnst fínt stundum að fá að vera strákur og slást við Loga.“ Færðu að segja eitthvað á æfingum, ertu ekki töluð í kaf? „Nei, nei – ég fæ að tala. Það er ekkert svo erfitt.“ Nú vita allir að almennt séð eru strákar ógeðslegir, hvernig er þegar þið ferðist? „(hlær) Það er … já. Ég er orðin ýmsu vön. En það er alltaf ótrúlega gaman þegar við ferðumst saman. Og ef við förum eitthvert þar sem er eitt einstakl- ingsherbergi, þá fæ ég það, sem er þægilegt. En stundum ekkert svakalega. Það er stundum leiðinlegt að vera ein. En eins og ég segi, ég er ýmsu vön þar sem ég á þrjá eldri bræður.“ Vön að þurfa að berjast fyrir þínu? „Já. Eða ég berst reyndar ekkert fyrir mínu, segi bara „ok“. Ég er yngst og eina stelpan. Ég geri bara það sem mér er sagt (hlær).“ En hvernig er að vera ungur tónlistarmaður á Íslandi, er eitthvað varið í þetta? „Já. Þetta er mjög gaman. Ég hef kynnst mikið af fólki og svo er svakalega gaman að spila.“ Er eitthvað upp úr þessu að hafa? Eða er spilað til að geta búið til meiri tónlist? „Já. Við græðum ekkert gríðarlega mikið á þessu. Þegar við fáum borgað fer það í hljómsveitarsjóð og við förum stundum út að borða saman, gerum eitt- hvað, kaupum græjur og borgum fyrir plötu.“ Þannig að þið lifið ekki í vellystingum, þrátt fyrir að vera ein vinsælasta hljómsveit landsins? „(Hlær) Nei.“ Það væri líka skrýtið ef það væri allt í einu orðið þannig á Íslandi. G rúppíur hafa fylgt hljómsveitum frá örófi alda. Talið er að fyrsta grúppían hafi orðið til um 500 árum fyrir Krist og síðan hefur útbreiðsla þeirra verið óstöðvandi. Spyrjið bara Axl Rose. Drengirnir í Retro Stefson eru myndarpiltar og laða vafalaust að sér heilu hjarðirnar af grúppíum. Þorbjörg er líka myndarstúlka þannig að við getum gefið okkur að grúpgaurarnir séu aldrei langt undan. Ertu elt á röndum af vongóðum grúpgaurum eftir tónleika? „(Hlær) Nei. Ekki mikið.“ Það er hlýtur nú að vera eitthvað? „Ég lendi nú í þessu, nei, æ, ég veit það ekki.“ Það hefur enginn mætt fyrir utan hjá þér með gítar og blóm í munninum? „(Hlær meira) Nei. Það hefur ekki komið fyrir enn þá.“ Áttu kærasta? „Já.“ Þannig að þú ert kannski ekki mikið að pæla í grúp- gaurunum? „Nei, ekki mikið.“ Hvernig finnst þér þetta orð: „Grúpgaurar“? „Það er mjög fínt orð.“ Þ orbjörg hafði aldrei áður verið í hljómsveit þegar Unnsteinn, forsprakki hljómsveitarinnar, bauð henni að slást í hópinn. Hún hafði ekki heldur spilað á hljómborð, en á að baki margra ára nám í klassískum píanóleik. Hún er komin langt í náminu, tók sjötta stig í fyrra og á að eigin sögn um tvö ár eftir. Kannski þrjú. Ertu úr tónlistarfjölskyldu? „Já, eiginlega. Það er afa mínum að þakka að ég byrjaði að læra á píanó. Hann spilaði mikið á píanó – hann var orðinn blindur en hélt samt áfram að spila. Hann borgaði fyrir mig námið. Mamma lærði líka á píanó og tveir bræður mínir. Einn bróðir minn er líka í hljómsveitinni Útidúr, annar var alltaf í hljóm- sveitum en býr núna í útlöndum og þriðji bróðir minn er plötusnúður og rosalega mikið í tónlist.“ Þannig að litla systirin er í vinsælustu hljómsveitinni? „Eee … nei, ekkert endilega.“ Vinsælli en Útidúr? „Kannski. Við erum náttúrulega búin að vera til miklu lengur.“ Er enginn systkinarígur? „Nei, ég var meira að segja í Útidúr, en það var svo mikið að gera að ég hafði ekki tíma í það. Mér finnst Útidúr geðveik hljómsveit.“ Þannig að það eru engin vandræðaleg augnablik þegar fjölskyldan hittist? „(Hlær) Nei. Við erum mjög góðir vinir.“ Þannig að lífið snýst um tónlist hjá þér? „Já.“ En við hvað vinnurðu? „Ég var að fá vinnu fyrir stuttu. Það var mikill léttir. Ég er að vinna á frístundaheimili í Laugarnesskóla.“ Stefnirðu á einhvers konar nám? „Ég veit það ekki. Ég er rosalega óákveðin. Ég er haldin miklum valkvíða í lífinu – ég get ekki einu sinni ákveðið hvaða súkkulaðistykki ég á að kaupa mér úti í búð. Þannig að ég er að hugsa. Ég ætlaði í háskóla, en svo gleymdi ég að borga, en langaði hvort sem er ekki í námið – hafði bara skráð mig í eitthvað. Ég ætla að hugsa mig betur um og fara í eitthvað sem ég hef áhuga á.“ „ÉG ÆTLAÐI Í HÁSKÓLA, EN SVO GLEYMDI ÉG AÐ BORGA“ Gæðadekk F í t o n / S Í A ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.