Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 51
 • 13 HOLLYWOOD HVER TEKUR VIÐ AF PARIS? Heimurinn stóð á öndinni þegar partídrottningin Paris Hilton lýsti því yfir að hún væri hætt að djamma. Hilton hefur verið ókrýnd drottning næturlífsins síðustu ár og goldið fyrir það með fjölmörgum handtökum fyrir ýmis konar brot. Í nýlegu viðtali talar Hilton um nýja kærastann sinn og dóttur hans, en hún nýtur þess að eyða tíma með henni í staðinn fyrir að fara út á kvöldin. „Ég held að barneign- ir séu tilgangur lífsins,“ sagði hún. „Ég vil eignast nokkur börn þegar ég byrja á því. Það er erfitt að alast upp sem einbirni og ég naut þess að alast upp í stórri fjölskyldu.“ Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hver tekur við krúnunni af Hilton og verður nánast daglega í fréttum vegna partístands, eiturlyfjanotkunar og ölvunar- aksturs. Hver er næsta Paris Hilton? Kim Kardashian Aldur: 30 Kardashian á það sameiginlegt með Hilton að vera erfingi talsverðra auðæfa. Eins og Hilton komst hún fyrst í fréttirnar þegar kynlífsmyndband hennar og fyrrverandi kærasta fór í dreifingu. Hún virðist þó hafa róast mikið síðan þá og er ekkert sérstak- lega líkleg til að taka við af Paris Hilton. Einkunn: Miley Cyrus Aldur: 17 Fatastíll Miley Cyrus, líkt og Paris Hilton, hefur þótt afar ögrandi og jafnvel óviðeig- andi vegna aldurs hennar. Það verða að telj- ast góðar líkur á því Cyrus fari sömu slóðir og Hilton í framtíðinni enda elskar hún að hneyksla þótt hún hafi ekki enn þá tekið upp drykkjusiði djammdrottningarinnar. Einkunn: Taylor Momsen Aldur: 17 Taylor Momsen rembist við að ögra í hvert einasta skipti sem hún fær tækifæri til. Þrátt fyrir aldur sinn talar hún opinskátt um kynlíf í viðtölum og komst í fréttirnar á dögunum þegar hún beraði brjóstin á tónleikum. Momsen er afar líklegur arftaki Hilton og mun ekki eiga í erfiðleikum með að feta í fótspor hennar. Einkunn: Snooki Aldur: 22 Kannski kannast ekki margir Íslendingar við Snooki, en hún er orðin mjög þekkt í Bandaríkjunum fyrir skelegga framkomu í þáttunum Jersey Shore. Hún er sturl að- ur djammfíkill sem svífst einskis. Það er aðeins tímaspursmál hvenær kynlífsmynd- band með henni lekur á netið og það verður að teljast mjög líklegt að hún feti í fótspor Hilton, enda er hún þegar byrjuð. Einkunn:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.