Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 56

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 56
8 föstudagur 29. október Í slenskir hönnuðir hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið og þykir íslensk hönnun orðin merki um gæði. Það er skemmtilegt að rölta í gegnum miðbæ Reykjavíkur og reka nefið inn í allar þær fallegu hönnunarbúðir sem þar eru. Föstudagur náði tali af nokkrum hönnuðum og bað þá að velja sína uppáhaldsflík fyrir veturinn. - sm Íslenskir hönnuðir velja uppáhaldsflíkina sína fyrir veturinn: FLOTT HÖNNUN Una Hlín Kristjánsdóttir, Royal Extreme. Af hverju varð þessi flík fyrir valinu? Því hún fangar anda Royal Extreme. Kápan er mjög tignarleg og fær mann til að líða eins og drottningu. Hvað álítur þú vera lykilhluti í vetrartískunni? Frá Royal Ex- treme eru það án efa fléttusokkarnir og fléttusokkabuxurnar, tölvutöskurnar og síðast en ekki síst kápurnar. Unnur Edda, Emami. Af hverju varð þessi flík fyrir valinu? Þetta er bara svo æðisleg flík, það er hægt að nota hana á marga vegu, til dæmis má nota hana sem jólakjól eða sem slá yfir hversdagslegri fatnað. Hvað álítur þú vera lykilhluti í vetrartískunni? Að klæða sig eftir veðri er mjög mikilvægt að mínu mati. En auðvitað vill maður líka líta vel út og því er ég mjög ánægð með alla ullina og loðfeldina sem eru að koma sterk inn þennan vetur. Mundi, hannar undir eigin nafni. Af hverju varð þessi flík fyrir valinu? Af því ég elska galla. Hvað álítur þú vera lykilhluti í vetrartískunni? Að passa upp á að láta myrkrið ekki drepa niður litagleðina. Birta Björnsdóttir, Júniform. Af hverju varð þessi flík fyrir val- inu? Þessi flík er úr silki og efnið alveg óhemju fagurt, lit- irnir upplífgandi í haustinu og svo eru nú að koma jól og er þetta til- valinn jólakjóll. Hvað álítur þú vera lykilhluti í vetrartískunni? Allavega mynst- ur, stórmynstrað- ar lausar peys- ur, mynstrað- ar buxur, síð pils, stuttbuxur, háir hlýir sokk- ar, skrautlegar sokkabuxur, skór með fylltum botni, leður, rúskinn, feldir, dýramynstur og svo bara sítt … sítt …sítt. Gunnar Hilmarsson og Kolla, Andersen & Lauth. Af hverju varð þessi flík fyrir valinu? Hún sameinar það sem við elskum að gera, þetta er rómantísk, kvenleg og tímalaus flík sem gerð er í hönd- unum, pallíettu fyrir pallíettu. Í ekta Andersen & Lauth lit, sem er brúnbleikur litur með gylltum undirtón. Í henni má einnig finna samspil mis- munandi lita af pallíettum og „tulle“. Hvað álítið þið vera lykilhluti í vetrartískunni? Að blanda saman grófum og fínum flíkum, óhrædd og sjálfsörugg. Erna Steina Guðmundsdóttir, ELM. Af hverju varð þessi flík fyrir valinu? Það var úr vöndu að ráða þar sem við erum þrír hönnuðirnir, þannig að flíkurnar urðu þrjár, eða eftirlætisflíkur mínar frá okkur öllum! Hvað álítur þú vera lykilhluti í vetrartískunni? Góðar leggings og stór góð peysa, og svo auðvitað flottur kjóll!! FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALLA DAGA FRÁ YNGVI 13 – 17 TOPPNÁUNGI FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.