Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 58

Fréttablaðið - 29.10.2010, Side 58
10 föstudagur 29. október núna ✽ Hrósið öðrum mælistikan Á uppleið: Stórir treflar Fyrstu snjókornin hafa þegar fallið á frosna grund og það er tekið að blása. Þá skal vefja sig vel inn í stóran og þykkan tref- il til að verjast kulda, roki og kvefi. Það er ekki verra ef trefillinn er fallegur á litinn eða með skemmtilegu mynstri eins og klassísku norsku prjónamynstri. Bækur Það er svo notalegt að kúra fram eftir í helgarfríinu með bók við hönd vitandi að vinnan bíður manns ekki. Eitthvað af jólabókunum er þegar komið í bókabúðir og þess vegna úr nægu að velja. Svo er auð- vitað hægt að heimsækja bókasöfnin og finna sér skemmtilegt lesefni þar. Forsjálni Það er stutt til jóla og miðað við hvað tíminn líður hratt þá er ekki óskynsamlegt að fara að huga að jólainnkaupunum núna. Þá er maður laus við stress dagana fyrir jól og getur betur notið jólaand- ans, auk þess verða útgjöldin í desember minni ef menn dreifa gjafakaupunum á fleiri mánuði. Á niðurleið: Misrétti Jafnt skal yfir alla ganga. Misrétti er löngu orðið úrelt fyrirbæri og í staðinn skal fólk temja sér víð- sýni og bjartsýni og ekki láta kyn, lit- araft eða uppruna stýra því hvernig við komum fram við hvort annað. Bikiní Lítil og litrík bik- iní eru fylgifiskur sum- arsins þegar menn keppast við að ná lit á þessum fáu sólardög- um sem okkur eru úthlutaðir. Sundbol- ir eiga þó betur við í vetur á meðan sólin er engin. Hringekjan Þáttur- inn sem átti að höfða til allra virðist höfða til mjög fárra og samkvæmt nýjustu tölum er áhorfið á niðurleið. ÍÞRÓTTATASKA Þessi skemmtilega golftaska er kjörin fyrir þær sem stunda golfið af fullum móð. Í töskunni er pláss fyrir golfkúlurnar og tíin og jafnvel símann og varalitinn ef þess þarf. Taskan fæst í versluninni Mýrinni og kostar 7.500 krónur. Hjónin Laufey Stefánsdóttir og Hilmar Binder opna saman fylgi- hlutaverslunina Six í Smáralind 4. nóvember næstkomandi. Þetta verður sjöunda verslun- in sem hjónin opna saman, fyrir reka þau meðal annars tískuversl- unina Blend. „Við rákumst á þessa verslun fyrst í Madrid fyrir nokkr- um árum og eftir það héldum við áfram að rekast á hana víða um heim. Við höfðum svo samband við rekstraraðila verslunarinnar og ákváðum að setja upp verslun hér heima,“ útskýrir Laufey. Hún segir sölu á fylgihlutum hafa aukist til muna undan- farið ár og telur það vera bæði vegna þess að úrval hafi stór- aukist og að konur hressi upp á gömul dress með nýjum fylgi- hlutum. „Það virðist vera gríðar- leg fylgihlutatíska í dag, ég held að það sé mikið um að konur kaupi núna hinn klassíska, litla, svarta kjól og klæði hann svo upp með skemmtilegum fylgihlut- um,“ segir Laufey. Innt eftir því hvað sé heitt í fylgihlutatískunni í vetur er hún fljót til svars. „Það er mikið um mjög síða eyrna- lokka, fallega klúta og stór og mikil hálsmen og hringa. En úr- valið hjá okkur er það mikið að við ættum að geta höfðað til mjög stórs neytendahóps.“ Laufey segir Six eiga eftir að vera góða viðbót hér heima og er ekki í nokkrum vafa um að versl- unin eigi eftir að slá í gegn. „Ég er alveg sannfærð um að þetta eigi eftir að falla vel í landann, einkum af því að verðin eru alveg ótrúlega hagstæð.“ - sm Ný fylgihlutaverslun opnar í Smáralindinni innan skamms: Síðir eyrnalokkar heitir í vetur Nóg úrval Laufey Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Hilmar Binder, opna nýja fylgi- hlutaverslun í Smáralind á fimmtudaginn næsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ H ver man ekki eftir korselettinu með oddhvössu brjóstunum sem popp- dívan Madonna gerði ódauðleg á tíunda áratugnum? Þessi nýstár- lega hönnun hins franska Jean Paul Gaulti- er tröllreið tískuheiminum á sínum tíma en ýkt áhersla á kvenmannsbarminn er kannski einum of langt gengið í tísku dagsins í dag? Eða ekki? Föstudagur fór í gegnum tískusýn- ingar þessa árs og fann nokkra hönnuði sem leggja áherslu á barminn í sinni hönnun. - áp BRJÓSTGÓÐ TÍSKA Úr hálmi Tískuhús Alexanders McQueen ákvað að sækja inn- blástur til oddhvassra brjósta Gaultiers en þó ekki með jafn af- gerandi hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Dregur að athygli Marc Jacobs ákvað að flikka upp á þessa sumarlegu peysu með skemmtilegum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Frumlegt Það var ýmislegt skemmtilegt hægt að berja augum á tískuvikunni í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Upp á sitt besta Madonna á tónleikum í Japan árið 1990, klædd í korselettið fræga utan yfir buxur með ljóst lakkbelti og fléttu í hárinu. Ýmsir tískustraumar nútímans hér á ferð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.