Fréttablaðið - 29.10.2010, Page 67

Fréttablaðið - 29.10.2010, Page 67
Áskorun Við undirrituð félagar og stuðningsfólk Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hvetjum forystu flokksins til að beita sér gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og aðlögunarferli sem hefur slíka aðild að markmiði. Á því rúma ári sem liðið er frá því naumur meirihluti Alþingis tók ákvörðun um aðildarumsókn hafa forsendur breyst í grundvallaratriðum. Umsóknin snýst ekki lengur um að kanna hvað í boði er af hálfu ESB, eins og áður var látið í veðri vaka, heldur er nú að hefjast flókið ferli aðlögunar að regluverki og stofnanakerfi ESB með milljarða fjáraustri frá Brussel. Slíkar greiðslur frá Evrópusambandinu gera að engu þær vonir að hér fari fram lýðræðisleg og hlutlæg umræða um kosti og galla aðildar. Í öðru lagi hefur komið skýrt fram hjá stækkunarstjóra ESB að Evrópusambandið veitir ekki varanlegar undanþágur frá meginreglum Lissabonsáttmálans, m.a. þeirri reglu að Evrópusambandið tekur sér úrslitavald til yfirráða yfir sjávarauðlindum aðildarríkjanna. Nýleg viðbrögð Evrópusambandsins við veiðum íslenskra skipa á makríl í íslenskri lögsögu sýna áþreifanlega hvers er að vænta ef þjóðin afsalar sér samningsrétti um veiðar úr deilistofnum í hendur ESB. Í þriðja lagi hafa allar skoðanakannanir seinasta árið sýnt andstöðu yfirgnæfandi meirihluta kjósenda við aðild Íslands að ESB. Áframhaldandi aðlögunarferli er því gróf ögrun við lýðræði í landinu. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur margítrekað andstöðu sína við ESB-aðild, m.a. fyrir seinustu alþingiskosningar. Öll þessi atburðarás er í fullkominni andstöðu við stefnu VG og fyrirheit forystumanna flokksins. Við undirrituð gerum skýlausa kröfu um að trúnaðarmenn VG fylgi stefnu flokksins, bæði í orði og á borði. Andrés Rúnar Ingason nemi og formaður VG í Árborg Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Hvanneyri Anna Gunnlaugsdóttir myndlistakona, Reykjavík Anna Margrét Birgisdóttir kennari og bókasafnsfræðingur, Breiðdalsvík Anna Ólafsdóttir Björnsson tölvunarfræðingur, Álftanesi Ari Matthíasson leikari og varaþingmaður, Reykjavík Ágúst Valves Jóhannesson matreiðslunemi, Ólafsvík Árni Bergmann rithöfundur, Reykjavík Árni Björnsson cand mag, Reykjavík Ásdís Bragadóttir talmeinafræðingur, Álftanesi Ásmundur Þórarinsson skógarbóndi, Fljótsdalshéraði Ásta Svavarsdóttir sveitarstjórnarkona, Þingeyjarsveit Birgir Stefánsson kennari, Hafnarfirði Bjarki Þór Grönfeldt nemi og ritari UVG í Borgarbyggð Bjarni Harðarson bóksali og blaðafulltrúi, Selfossi Bjarni Jónsson fiskifr. og forseti sveitarstjórnar, Sauðárkróki Björgvin Gíslason gítarleikari, Reykjavík Björn Vigfússon menntaskólakennari, Akureyri Brynja B. Halldórsdóttir nemi og formaður Ísafoldar, Reykjavík Drengur Óla Þorsteinsson laganemi, Reykjavík Edda Óskarsdóttir fv. framhaldsskólakennari, Hafnarfirði Einar Ólafsson rithöfundur og bókavörður, Kópavogi Finnur T. Hjörleifsson fv. héraðsdómari, Borgarnesi Friðrik Dagur Arnarson kennari, Reykjavík Garðar Mýrdal eðlisfræðingur, Reykjavík Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikri, Berlín Gísli Árnason rafvirkjameistari, formaður VG í Skagafirði Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi, Eyjafirði Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi, Borgarbyggð Guðjón Sveinsson rithöfundur, Breiðdalsvík Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur, Eyrarbakka, fv. félagsmaður í VG Guðrún Guðmundsdóttir bóndi, Húnaþingi Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur, Reykjavík Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi, Selfossi Gunnar Guttormsson vélfræðingur, Reykjavík Gunnar Pálsson bóndi, Refsstað, Vopnafirði Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur, Reykjavík Gyrðir Elíasson rithöfundur, Reykjavík Hafsteinn Hjartarson verktaki, Kópavogi Halldór G. Jónasson sjómaður, formaður VG Vopnafirði Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varaþingmaður og formaður VG í Borgarbyggð Hannes Baldvinsson fv. síldarmatsmaður, Siglufirði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, Reykjavík Helgi F. Seljan fv alþingismaður, Reykjavík Helgi Guðjón Samúelsson byggingarverkfræðingur, Reykjavík Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari, Reykjavík Hjalti Kristgeirsson fv. ritstjóri, Hafnarfirði Hjálmdís Hafsteinsdóttir félagsliði, Reykjavík Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Reykjavík Hjörtur Gunnarsson kennari, Hafnarfirði Hrafnkell Lárusson héraðsskjalavörður, Egilsstöðum Ingibjörg Daníelsdóttir kennari og sveitarstjórnarmaður VG í Borgarbyggð Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur, Svarfaðardal Ingunn Snædal kennari, Fljótsdalshéraði Ingvar Hallgrímsson mag scient, Reykjavík Jóhanna Aradóttir umsjónarmaður, Álftanesi Jónsteinn Haraldsson fv. bóksali, Reykjavík Júlíana Garðarsdóttir, Reykjavík Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar, Mosfellsbæ Karólína Einarsdóttir kennari, Kópavogi Kjartan Ágústsson bóndi og formaður kjördæmisráðs VG á Suðurlandi Kjartan Benediktsson verkamaður, Akureyri Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóri, Reykjavík Kolbeinn Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, Akureyri Loftur Guttormsson prófessor emeritus, Reykjavík Magnús Stefánsson ritstjóri, Fáskrúðsfirði Margrét Guðnadóttir veirufræðingur, Reykjavík Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur, Reykjavík Margrét Jóhannsdóttir skrifstofumaður, Reykjavík Málmfríður Sigurðardóttir fv. þingkona, Akureyri Njáll Sigurðsson námstjóri, Kópavogi Ólafía Jakobsdóttir framkvæmdastjóri, Kirkjubæjarklaustri Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ Ólafur Þ. Jónsson skipasmiður, Akureyri Páll Bergþórsson veðurfræðingur, Reykjavík Rafn Gíslason húsasmiður, Þorlákshöfn, fv. VG félagi Ragnar Arnalds rithöfundur og fv. ráðherra, Reykjavík Ragnar Óskarsson framhaldsskólakennari, Vestmannaeyjum Ragnar Ragnarsson verkamaður, Kópavogi Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur, Laugasteini, Svarfaðardal Ragnheiður Jónasdóttir kennari, Hellu Reynir Jónasson organisti, Reykjavík Rúnar Sveinbjörnsson rafvirki, Reykjavík Sigurður Flosason bifreiðastjóri, Kópavogi Sigurlaug B. Gröndal skrifstofumaður, formaður VG í Ölfusi Sigursveinn Magnússon skólastjóri, Reykjavík Snjólaug Guðmundsdóttir textíllistakona, Borgarbyggð Sólveig Anna Jónsdóttir leikskólaliði, Reykjavík Sólveig Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur, Reykjavík Steinarr Bjarni Guðmundsson verkamaður, Höfn í Hornafirði Svanur Jóhannesson bókbindari, Hveragerði Sveinn Ragnarsson sveitarstjórnarmaður, Reykhólasveit Sædís Ósk Harðardóttir kennari, Eyrarbakka, fv. formaður VG í Árborg Telma Magnúsdóttir bankastarfsmaður og varaþingmaður VG, Húnaþingi Trausti Aðalsteinsson sveitarstjórnarmaður, Húsavík Tryggvi Guðmundsson skrifstofustjóri, Dalvík Unnsteinn Kristinn Hermannsson bóndi, Dölum Valgeir Sigurðsson fyrrv. blaðamaður, Kópavogi Þorleifur Gunnlaugsson varaborgarfulltrúi VG, Reykjavík Þorsteinn Bergsson bóndi, Fljótsdalshéraði Þorsteinn Ólafsson dýralæknir, Selfossi Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur, Vogum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir nemi og formaður UVG í Borgarbyggð Þórarinn Magnússon bóndi, Frostastöðum, Akrahreppi, Skagafirði Þórður Guðmundsson bóndi, Brautartungu, Stokkseyrarhreppi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.