Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 81

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 81
FÖSTUDAGUR 29. október 2010 37 Leikstjóranum Christopher Nolan hefur tekist hið ómögulega. Hann hefur sannfært yfirmenn Warner Bros. um að gera þriðju myndina um Bruce Wayne og Leðurblökumann- inn í tvívídd. Þetta þykir nokkuð merkilegt þar sem allar stóru has- armyndirnar í draumaverksmiðj- unni eru gerðar í þrívídd um þess- ar mundir. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Myndin, sem hefur verið gefið nafnið The Dark Knight Rises, verður sumarsmellur ársins 2012 en hinar tvær Batman-mynd- ir Nolans slógu rækilega í gegn, Dark Knight er til að mynda í ell- efta sæti á lista imdb.com yfir 250 bestu myndir sögunnar. Nolan upplýsti einnig í Los Ang- eles Times að Gátumeistarinn eða The Riddler yrði ekki höfuðóvin- ur Bruce Wayne í þriðju mynd- inni. En miklar vangaveltur hafa verið uppi um við hvern hann fær að glíma. Hann hefur nú þegar komið Jókernum fyrir kattarnef en eins og blaðamenn Empire Online benda á; þá er enginn algjörlega farinn yfir móðuna miklu þegar kemur að myndasögumyndum. „Við munum nota mikið af sömu persónunum eins og við höfum alltaf gert og munum kynna til leiks nýjar eins og alltaf,“ var það eina sem Nolan var reiðubúinn að segja. Batman þrjú verður í tvívídd SANNFÆRINGARKRAFTUR Nolan hefur tekist að sannfæra Warner Bros. um að gera næstu Batman-mynd í tvívídd. George Lucas er af flestum álitinn vera frumkvöðull í kvikmynda- gerð. Það kemur því fæstum á óvart að hann skuli vera farinn að leggja drög að því að uppfæra Stjörnustríðs-myndirnar sínar og setja þær í þrívídd. Lucas á öll réttindi sem við koma Stjörnu- stríði og því hægur leikur fyrir hann að gera alls kyns tilraunir með þær myndir. Samkvæmt Empire Online er Lucas einnig sagður vera að íhuga þann möguleika að uppfæra Indi- ana Jones-myndirnar. En þar gætu hlutirnir verið aðeins flóknari því Lucas deilir þeim réttindum með Steven Spielberg. Samkvæmt Empire-vefnum er Spielberg sagð- ur lítið spenntur fyrir þeim hug- myndum en hann er nú á fullu við að gera Tinna-myndina í þrívídd. Lucas í þrívídd ÞRÍVÍDDARKARL Georg Lucas hyggst yfirfæra Stjörnustríðsmyndirnar yfir á þrívíddar-formið. Og langar að gera það sama með Indiana Jones. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Leikarinn Mel Gibson var ekki rekinn úr myndinni The Hangover 2. Þetta fullyrðir leik- stjórinn Todd Phillips. Gibson átti að leika hlutverk sem húð- flúrari en Liam Neeson var feng- inn í hans stað. Því var haldið fram að aðrir leikarar myndar- innar hefðu krafist þess að Gibson yrði rekinn vegna per- sónulegra vandamála hans en Phillips vísar því á bug. „Enginn var rekinn. Þetta er líka ógeð- fellt hugtak. Einhver ætlaði að gera mér greiða með því að leika tveggja mínútna hlutverk en við breyttum atriðinu. Enginn var rekinn. Hann var bara að gera okkur greiða,“ sagði hann. Gibson var ekki rekinn MEL GIBSON Gibson var ekki rekinn úr The Hangover 2 að mati Todds Phillips. Enn einn tónlistarmaðurinn hefur nú stigið fram og tjáð heimsbyggðinni að hann sé skot- inn í hinni snoppufríðu Cheryl Cole. Corey Taylor, söngvari þungarokkshljómsveitarinn- ar Slipknot, segir í viðtali við dagblaðið Daily Star að hann hafi séð hana á hinum og þess- um forsíðum og fundist hún afar kynþokkafull. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig hún hljómar, enda horfi ég ekki á X-Factor. Ég þoli ekki raunveruleikasjón- varp,“ sagði hann og nú er spurn- ing hvort hann láti verða af því að bjóða dömunni út. Skotinn í Cheryl Cole HRIFINN AF COLE Corey Taylor í Slipknot er smekkmaður. SÆT Það er ekki skrítið að þunga- rokkarinn sé skotinn í þessari. Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI FRÁ 29. OKT. TIL 21. NÓV. GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.