Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 82

Fréttablaðið - 29.10.2010, Síða 82
 29. október 2010 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON FÓTBOLTI Flest bendir til þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði áfram þjálfari A-landsliðs kvenna en núverandi samningur hans við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, rennur út um áramótin. „Það er ekkert byrjað að ræða nýjan samning en við munum von- andi ræða saman á næstu vikum. Ég hef fullan hug á því að halda áfram með liðið enda tel ég spenn- andi tíma vera fram undan hjá kvennalandsliðinu,“ sagði Sigurð- ur Ragnar við Fréttablaðið í gær. „Ég tel mig geta komið lands- liðinu enn lengra en það hefur komist. Það er fullt af spennandi stelpum að koma upp og framtíð landsliðsins er spennandi. Ég tel mig ekki hafa lokið mínu verki þar og vil gjarnan fá að halda áfram,“ segir Sigurður Ragnar sem hefur iðulega verið orðaður við félagslið í karlaboltanum. „Það hafa reglu- lega komið tilboð í hendurnar á mér en ég hef vísað þeim frá mér hingað til. Ég mun líklega færa mig yfir í það síðar en rétti tíminn er ekki kominn hjá mér.“ Geir Þorsteinsson, formað- ur KSÍ, sagði við Fréttablaðið að hann hefði fullan hug á því að end- urráða Sigurð sem hefði verið far- sæll í starfi. Það virðist því vera formsatriði að ganga frá málinu. - hbg Samningur Sigurðar Ragnars rennur út um áramótin: KSÍ vill halda Sigurði SIGURÐUR RAGNAR Hefur farið með kvennalandsliðið í nýjar hæðir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI K R-i ngar leystu mark varðarvandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR. „Ég er mjög ánægður með þetta. Það hefur alltaf blundað í mér KR- ingur. Ég byrjaði í fótbolta hjá KR 6 ára gamall og var grjótharður KR-ingur á pöllunum þar til ungl- ingaveikin tók við. Ég fór á alla leiki liðsins og mætti með stríðs- málningu á Skagaleikinn fræga árið 1996. Það hefur því alltaf blundað í mér KR-ingur og ég loka ákveðnum hring með því að koma aftur í Vesturbæinn,“ segir Hann- es kátur. Hann hefur lengi verið orðaður við KR. Fyrst fyrir leiktíðina 2009. Svo hafði það lengi legið í loftinu að hann færi til KR núna. „Ég hef vitað af áhuga frá KR í smá tíma. Það voru líka þreifingar í fyrra en það varð aldrei alvara úr því. Ég vissi að þetta gæti komið til greina er ég rynni út á samning hjá Fram og KR var eitthvað sem ég var spenntur fyrir að skoða. Ég var því ákveðinn að gefa þessu tækifæri núna og þegar áhuginn kom frá KR var aldrei spurning að fara þangað. Ég átti fjögur frábær ár í Safamýri en það var kominn tími á vistaskipti hjá mér.“ Hannes er orðinn 26 ára gamall og segir að hann hafi þurft á nýrri áskorun að halda á þessum tíma- punkti. „Það er líka mikil áskorun fyrir mig að spila fyrir KR. Það er alltaf áskorun að spila fyrir KR og það er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda. Ég þarf að fá smá spark í afturendann og það fæ ég hjá KR. Þar kemur allt saman − metnaður, stemning og gamlar rætur. Að fara í KR er nákvæmlega það sem ég þarf á að halda núna,“ segir Hann- es sem segist eiga sín bestu ár eftir og hann telur sig einnig geta bætt sig mikið á næstu árum. „Ég á töluvert inni og vonandi verða næstu fjögur ár mín þau bestu á ferlinum. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að þau verði góð,“ segir Hannes sem ætlar sér einnig að vinna titla í Vesturbæn- um. „Ég er ekki kominn í KR til þess að lenda í fjórða sæti. KR stefnir alltaf á titla og það líkar mér vel. Þetta verður vonandi góður tími í Vesturbænum.“ henry@frettabladid.is Í mér blundar KR-ingur Hannes Þór Halldórsson mun leysa Norðmanninn Lars Ivar Moldsked af hólmi á milli stanganna hjá KR. Hannes byrjaði sinn feril hjá KR á sínum tíma og seg- ist vera að loka hringnum. Hann ætlar sér að vinna titla í Vesturbænum. KOMINN Í VESTURBÆINN Hannes Þór Halldórsson mun verja mark KR næstu fjögur árin hið minnsta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Akureyringurinn Oddur Gretarsson var kallaður inn í íslenska A-landsliðið í gær þegar ljóst var að Logi Geirsson mun ekki geta spilað með lið- inu í Austur- ríki á laugar- dag. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið enda vant- ar einnig þá Guðjón Val Sigurðsson og Sturlu Ásgeirsson í vinstra horn- ið. Logi spilaði veikur í horninu á miðvikudag og átti sannkallaðan stórleik. Skoraði fimm góð mörk og var afar öflugur í vörninni. Logi hefur lengi verið meidd- ur á öxl og er alls ekki nógu góður eftir álagið í síðustu leikj- um. Hann verður því að hvíla um helgina. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að Alexander Petersson snýr væntanlega aftur í íslenska liðið en hans var sárt saknað í leiknum gegn Lettum í vikunni. - hbg Handboltalandsliðið: Logi ekki með í Austurríki Tímabilin með Fram Hannes Þór Halldórsson á að baki fjögur tímabil í efstu deild og hann spilaði þau öll með Fram. Hannes fékk á sig 115 mörk í 80 leikjum (1,44), varði 72 prósent skota sem á hann komu og hélt alls þrettán sinnum marki sínu hreinu. Mörk fengin á sig í leik 2007 1,72 í leik (10. sæti) 2008 0,94 (2. sæti) 2009 1,45 (6. sæti) 2010 1,59 (6. sæti) Hlutfallsmarkvarsla 2007 69,9 prósent skota (10. sæti) 2008 79,3 prósent (2. sæti) 2009 73,3 prósent (6. sæti) 2010 67,9 prósent (6. sæti) KR-INGAR heimsækja Keflvíkinga í kvöld í 5. umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta og nú er að sjá hvort KR-ingar haldi áfram sigurgöngu sinni á Sunnubrautinni. KR hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í Toyota-höllinni eða alla leiki í húsinu síðan Keflavík vann 107-85 sigur í leik liðanna 9. nóvember 2007. KR hefur jafnframt unnið 9 af 10 leikjum liðanna frá þessum sigurleik Keflavíkur fyrir rétt tæpum þremur árum. 4 Iceland Express deild karla Njarðvík - Hamar 76-90 (43-32) Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 22, Guð- mundur Jónsson 18, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 frák., 6 stoðs.), Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3. Stig Hamars: Nerijus Taraskus 20, Darri Hilm- arsson 19, Ellert Arnarson 18, Andre Dabney 17, Svavar Páll Pálsson 12, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll - Snæfell 92-94 (44-50) Stig Tindastóls: Josh Rivers 25, Friðrik Hreinsson 22, Dragoljub Kitanovic 21, Helgi Rafn Viggósson 10, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5. Stig Snæfells: Ryan Amaroso 24, Jón Ólafur Jónsson 21, Pálmi Fr. Sigurgeirsson 19, Sean Burt- on 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhanns- son 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2. Fjölnir - Haukar 107-81 (49-37) Stig Fjölnis: Ben Stywall 24 (14 fráköst), Ægir Þór Steinarsson 20 (9 fráköst, 12 stoðsendingar), Tómas Heiðar Tómasson 15, Sindri Kárason 13, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ing- valdur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2. Stig Hauka: Semaj Inge 25 (12 fráköst, 5 stoðs.), Gerald Robinson 15, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2. STAÐAN Grindavík 4 4 0 356-294 8 Snæfell 5 4 1 498-477 8 Hamar 5 3 2 429-413 6 KR 4 3 1 376-337 6 Stjarnan 4 3 1 345-327 6 Fjölnir 5 2 3 431-442 4 KFÍ 4 2 2 397-388 4 Haukar 5 2 3 420-446 4 Njarðvík 5 2 3 393-428 4 Keflavík 4 1 3 323-335 2 ÍR 4 1 3 347-347 2 Tindastóll 5 0 5 354-435 0 ÚRSLIT LOGI GEIRSSON Árangur Sigurðar Ragnars Árangur landsliðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar: 2007 5 sigrar, 1 jafntefli, 3 töp 2008 8 sigrar, 3 jafntefli, 1 tap 2009 5 sigrar, 1 jafntefli, 8 töp 2010 6 sigrar, 0 jafntefli, 4 töp Samtals 24 sigrar, 5 jafntefli, 16 töp NÚ ER TVÖFALT MEIRA Í VINNING EN Á-DUR! I I ! 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Arsenal - West Ham Blackburn - Chelsea Everton - Stoke Fulham -Wigan Wolves - Man. City Cardiff - Norwich Derby - Watford Leicester - Preston Crystal Palace - Swansea Ipswich - Millwall Portsmouth - Nottm. Forest QPR - Burnley Scunthorpe - Leeds 76.000.000 28.500.000 22.800.000 47.500.000 ENSKI BOLTINN 30. OKTÓBER 2010 43. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Stærstu nöfnin eru í Enska boltanum og nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 13 á morgun. SÖLU LÝKUR 30. OKT. KL. 13.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS KÖRFUBOLTI Hamarsmenn hafa farið mikinn í upphafi tímabils- ins í Iceland Express-deild karla. Í gær vann liðið fjórtán stiga sigur á Njarðvík, 90-76, á útivelli. Þar með hefur Hamar unnið þrjú körfuboltastórveldi í upphafi tímabilsins – KR, Keflavík og nú Njarðvík. Jóhann Árni Ólafsson var með Njarðvík á ný eftir meiðsli en það kom ekki að sök fyrir gestina sem skoruðu 58 stig í seinni hálf- leik í gær sem gerði útslagið. Þá máttu Íslands- og bikar- meistarar Snæfells þakka fyrir að hafa sloppið með tvö stig frá Sauðárkróki í gær. Heimamenn í Tindastóli eru enn án stiga en voru klaufar að fá ekki meira úr leiknum í gær. Snæfell fór upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og Hamar upp í það þriðja. Fjöln- ir er í fimmta sæti eftir sigur á Haukum í gær. Grindavík er ósigrað á toppnum. - esá Iceland Express-deild karla: Njarðvíkingar slegnir í rot FELLIR STÓRVELDIN Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.