Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 29.10.2010, Qupperneq 86
42 29. október 2010 FÖSTUDAGURFÖSTUDAGSLAGIÐ „Það fer alltaf eftir stað og stund en Don´t Stop Believin´ með Journey er fyrir mér ekta föstudagslag. Þegar ég hlusta á það þá er eitthvað að gerast.“ Svali, útvarpsmaður á FM 957. Austurríska skíðastjarnan Her- mann Maier var á Langjökli um helgina. Þar var skíðamaðurinn að taka upp auglýsingu fyrir austur- ríska bankann Raiffeisen sem er sérstakur styrktaraðili Maiers í nýstárlegri keppni milli Þýskalands og Austurríkis. Keppnin snýst um að ganga yfir Suðurskautslandið á sex vikum og átti auglýsingin að fjalla um það á gamansaman hátt hvernig Maier farnast þar. Um var að ræða bæði kvikmyndatökur og venjulegar myndatökur. Að sögn Einars Sveins Þórðar- sonar hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasusi sem þjónustaði tökulið- ið gengu tökur ágætlega fyrir sig þó að snjóleysi á jöklinum hafi sett smá strik í reikninginn. „Við feng- um hins vegar drauma-snjókomu á sunnudaginn og þá var hægt að klára þetta.“ Maier og félagar voru ferjaðir upp á jökulinn með þyrlum en yfir þrjátíu manns komu að gerð auglýsingarinnar. Leikstjóri hennar var þýskur en það var austurrískt fyrirtæki sem framleiddi hana. Einar Sveinn segir Maier hafa verið einstaklega ljúfan náunga og lausan við alla stjörnustæla. Maier er einn sigursælasti skíða- kappi heims og aðeins Ingemar Stenmark hefur unnið fleiri heims- bikarsigra en hann. Maier sló eft- irminnilega í gegn á Vetrarólymp- íuleikunum í Nagano árið 1998 þegar hann vann tvö gull, eitt silf- ur og eitt brons. Hins vegar virtist skíðaferill hans vera stefnt í hættu þegar hann slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi árið 2001 en þá mátti litlu muna að hann missti framan af öðrum fæti sínum. Með stífri endurhæfingu og mikilli elju tókst Maier hins vegar að komast aftur á fætur og var mættur til keppni árið 2003. freyrgigja@frettabladid.is EINAR SVEINN ÞÓRÐARSON: ÞETTA ER EINSTAKLEGA LJÚFUR NÁUNGI Hermann Maier á hunda- sleða uppi á Langjökli Ísland hefur verið vinsæll tökustaður hjá framleiðendum auglýsinga og íslensk framleiðslufyrirtæki hafa ágætlega upp úr því að þjónusta slíkar heimsóknir. Bílaframleiðendur hafa verið sérstaklega hrifnir af íslensku lands- lagi, bæði Benz og Range Rover hafa tekið upp auglýsingar hér á landi sem og Peugeot en fulltrúar frá franska bílarisanum komu hingað til lands fyrir skömmu með nýjustu týpuna sem átti að vera mikið leyndarmál. Einhverjir muna líka eftir því þegar kóreskir aðilar fengu kraftajötna í auglýsingu fyrir sig á Jökulsárlóni þegar auglýsa átti nýjan svaladrykk og Den Tyne-jórturleðrið leitaði líka til Íslands og fékk nokkra alvöru leikara með sér í lið. Ekki má gleyma því að rússneskt símafyrirtæki gerði nýverið auglýsingu í Landmannalaugum. Þá eru ótalin fjölmörg tónlistarmyndbönd sem tekin hafa verið upp hér á landi síðustu ár. ÍSLAND VINSÆLT Poppsveitin Bermuda undirbýr tónleika til heiðurs söngkonunni Beyoncé Knowles og hljómsveitinni Destiny´s Child sem verða á Spot 4. nóvember. Allir helstu smellir þeirra verða fluttir, þar á meðal Single Ladies, Crazy in Love og Say My Name. „Við höfum alltaf verið að spila eitthvað af þess- um lögum á böllum. Það hefur alltaf hitt beint í mark þannig að við ákváðum að kýla á þetta,“ segir Gunni í Bermuda. „Við erum búin að spila í Söngvakeppni framhaldsskólanna tvö ár í röð og erum búin að gera það skipulega og agað. Við ákváðum að hafa þetta verk- efni þannig líka og æfa útsetning- arnar á þessum lögum í þaula.“ Auk Bermúda-hópsins verða Stefanía Svavarsdóttir, Ing- unn Hlín Friðriksdóttir og Ína Valgerður Pétursdóttir í bakröddum og á slagverk verður Brynjólfur Snorra- son. Mikið hefur verið um heiðurstónleika hér á landi fyrir eldri flytjendur á borð við Pink Floyd, Tom Waits og Bob Dylan en sjaldgæft er að yngri poppur- um á borð við Beyoncé sé sýndur þessi heiður. „Hún er vinsælasta söngkonan í heiminum í dag og á lang- an og farsælan feril. Þetta er tónlist sem ég held að höfði til breiðari hóps og jafnvel yngri,“ segir Gunni, sem var sjálfur aðdá- andi Pink Floyd þegar hann var yngri. „Ég hlustaði mikið á Pink Floyd og var að spá í öllum upptökupælingunum en ég get ekki sagt að ég hlusti mikið á þá í dag. Ég hlusta mikið meira á R&B og hip hop. Ég er búinn að fylgjast mikið með Destiny´s Child og Beyoncé og það er mikið lagt í þessa tónlist. Það má segja að þetta sé nútíma Pink Floyd því það eru miklar pæl- ingar á bak við þetta.“ - Beyoncé er nútíma Pink Floyd GUNNI Í BERMUDA Gunni er mikill aðdáandi Beyonce Knowles og hljómsveitarinnar Destiny´s Child. BEYONCÉ Tónleikar til heiðurs söngkonunni verða 4. nóvember. Í SNJÓBYL Hermann Maier tekur þátt í keppni milli Austurríkis og Þýskalands sem tengist Suður- skautslandinu. Hér er hann hins vegar í kröppum dansi uppi á Langjökli. „Mér hefur fundist þessi markaður vera staðnaður. Vöruhúsabisness. Þessu viljum við breyta,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Fyrirtækið blandar sér í slag- inn um jólabækurnar þetta árið og hefur keypt dreifingarrétt á tveim- ur bókum; ævisögu Jónínu Bene- diktsdóttur sem Sena gefur út og bók sem Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, skrifar í samvinnu við Karl Th. Birgisson, sem gefur bókina jafnframt út. Hermann og hans fólk virðist hafa tröllatrú á bókunum því þær eru prentaðar í stærra upplagi en hefur viðgengist í bókaútgáfu hérlendis síðustu ár. Lenskan hefur verið að prenta aukaprentanir ef vinsæld- ir gefa tilefni til þess. Fyrsta upp- lag af bók Jónínu verður hins vegar tíu þúsund eintök. „Við höfum trú á þessari bók og ég ætla að selja þetta upplag og helst meira. Tíu þúsund er jú innan við tíu prósent af heim- ilum landsins,“ segir Hermann sem hefur sjálfur ekki lesið bók Jónínu. „Ég hef ekki séð staf úr henni.“ Bók Björgvins verður prentuð í sjö þúsund eintökum til að byrja með. „Svo kemur í ljós hvort sá markaður er fyrir hendi.“ Hermann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að bækurnar verði seldar víðar en í verslunum N1. „Ef við sjáum góðan takt í þessu, þá fer þetta ekki mikið víðar,“ segir forstjórinn en ýmsir nýir siðir fylgja nýjum mönn- um í bókabransanum. Ekki verður skilaréttur á bókun- um en á móti kemur að þær verða allar númeraðar. Eftir jólin verð- ur svo dregið úr seldum eintökum og hinir heppnu hljóta vinninga. Þá mun hluti af söluandvirðinu renna til góðgerðamála. Jónína Ben. hefur valið Konukot en málefni Björgvins hefur ekki verið ákveðið. - hdm Ævisaga Jónínu prentuð í risaupplagi MIKLAR VÆNTINGAR Hermann Guð- mundsson, forstjóri N1, hellir sér út í bókaútgáfu og veðjar á ævisögu Jónínu Benediktsdóttur. Loksins, loksins eru Goðheimar komnir aftur! Og Fenrisúlfur er laus! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Byrjaðu strax að safna Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.tími Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 13:00 Lau 30.10. Kl. 15:00 Sun 31.10. Kl. 13:00 Sun 31.10. Kl. 15:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 Fim 28.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 Aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö U Ö U U U Ö Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum U U Ö U U Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.