Morgunn - 01.06.1926, Page 18
12
MOEGUNN
-starí'i kirkjunnar. Þegar þœr stundir sækja aS, þá lield eg
aS sérstök ástæöa sé til þess acS minnast eins hluta texta vors:
,,Eg fyrirverð jnig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er
kraftur guös til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir.“ Yér get-
um öll samsint lífsskoðun Krists, vér getum játað að iiún sé
göfug og háleit og eftirsóknarverð, og það sannasta, sem á
jörðu hefir horist um samband mannsins við tilveruna. En
vér getum verið jafn-trúlaus fyrir því. Trúin er ekki samsinn-
ing á neinu. Iíún er vilji, hún er afl, sem knýr manninn,
svo hann fær elcki viðspornað; Iiún er ástríða, sem sópar öllu
úr veginum að takmarkinu, sem hún vill ná. Hún er sú gleði,
sem öllum öðrum fögnuði er æðri, að finna að lífið hefir
tekið mann og knýr mann til þess að hjálpa sér við sína eigin
sköpun. Og hún er þetta dularfulla samband auðmýktar og
stolts. Hafi einhver hugsjón náð valdi á manninum, svo að
hún sé orðin samgróin honum og trú hans, þá þurkast maður-
inn út í eigin augum. „Ilvað er eg, hvað gerir til um mig',
hvað gerir til um alt, sem eg verð á mig að leggja, ef það
lifir, sem eg elska. Taktu mig, eigðu mig, brendu kröftum
mínum upp til agna í þjónustu þinni“, hrópar maðurinn til
hugsjónarinnar. Auðmýktin verður eðli lians. En þó á hann
það stolt, sem öllu drambi' er æðra: „Þetta er mín trú, þetta
er mín sannfæring, þetta er mitt mál, þetta hefir g'nð gefið
mér; livað sem á dynur, þá skal eg ekki svíkja það; eg skal
þrýsta því á samtíð mína, eg skal setja innsigli þess, er dýr-
mætast er í mínum anda, á mitt umhverfi.“
Þeg'ar þctta skapferli er lcomið í íslenzku kirkjuna, og
þegar henni liefir auðnast aö veita því sama skapferli í börn
sín, þá hefir hún gefiö þeim nokkurt brot þess kraftar, er
■veitir hjálpræði hverjum þeim, er trúir.