Morgunn - 01.06.1926, Qupperneq 46
40
M O R G U N N
lialdið kyrru fyrir. E<? fékk mér þess vegna lánaðan hest og
ætlaði að ríöa fram aö Húsafelli og finna frœnda minn, sein
þar var. Eg hélt, aö þessi vanlíðan mundi rjúka af mér
viö það.
Þegar eg var kominn í svonefnt Húsafellshraun, missi eg
af veginum. Þó var sólskin og eg sá veginn greinilega. En
þetta kom fyrir þrisvar, og eg fann, að þetta var ekki ein-
leikið. Eg varð liálf-vondur út af þessu að vera að villast í
sólskininu. En ekkert sá eg.
Þá er sagt viö mig: „Faröu aö Hrausási!“
Eg sinti því ekki, en hugsa mér að fara upp aö Gdls-
bakka, hvíla inig þar um stund og vita, livort þetta liöi ekki
frá, og mér gengi betur á eftir.
Eg fékk góðar viðtökur á Gilsbaklca hjá présti, og eg
sagði honum frá villunni.
Tlonnm þótti það nndarlegt, að villast í sólskininu, og
liann liélt, að eg vœri eitthvaö lasinn, og liauö mér að leggja
mig út af og vita, bvort mér skánaöi ekki viö það. Eg þá þaö.
En þegar eg er ný-lagstur fyrir, er enn sagt viö mjg:
„Farðu að Hraunsási, en ekki að Húsafelli.“
Eg fékk ekki næði til aö liggja kyr, svo aö eg stend npp,
kveö fólkið og legg at statS. En eg breyt-i eltki fyrirœtlun
minni. Enn tetla eg að Ilúsafelli. Þegar eg er kominn niður
fyrir bæinn, hleypi eg á sprett. En eftir örlitla stund nem-
ur hesturinn alt í einu staöar, svo aö eg var nærri því
hrokkinn fram af honum. Nú kom eg honum ekki úr spor-
unum, og varð að fara af baki. Þá sé eg, að liesturinn horfir
alt af á vissan blett á götunni fram undan. Rétt á eftir
sé eg þokumynd af manni í götunni, en gat ekki þá groint,
hver það vœri. Eg reyndi að teyma liestinn á snið viö þetta.
En það tókst ekki, því aö hann vildi alt at* snúa sér aö
þessu og gekk þess vegna alt af út á hliðina. Þegar eg var
oröinn vonlaus um aö koma honum áfram, gekk eg að þessari
veru og liugsaði mér að ávarpa liana. En þegar eg átti eftir
á aö gizka 5—6 fet til hennar, skýrðist luin svo, að eg sá,
að þetta var bróöir minn.