Morgunn - 01.06.1926, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
Enn liljóp eg af öllum mœtti um stuncl, unz aöeins var
eftir þriöjungur af leiðinni. Þá hné eg niður uppgefinn og
máttvana, og gaf þessa vörn upp.
Nú var þessi vera lcomin til mín, og mér þótti hún þá
ekki jafn-ægileg og áöur. Bráðlega féll eg í létt mók, og gat
þá bæöi séö svip þennan og talað við liann. Hann var nú aö
öllu útliti orðinn sem aðrir slíkir svipir, og þessvegna stóö
mér ekki neiji ógn af honum framar.
Hann fór að sýna mér í'ram á það, hvað óvarlegt væri
að mana gegn sér hulin öfl, því að slíkum kröftum yrði bæði
beitt til ills og góðs, og þar vissu menn jafnan ekki, hvern
þeir liittu. Hann kvaö mig hafa oröiö sín varan af tilviljun.
En hann hafi verið að glettast viö lækninn og iiestinn hans.
Þá hvarf þessi sýn. Eg komst bráðlega aftur í eðlilegt
ástand og gekk heim, hægt og rólega, og var þá allur geigur
horfinn.
Þegar lieim kom, var mér sagt, að jafnskjótt sem hekn-
irinn fór af stað iieimleiðis, hafi hestur hans fælst, þótt enga
orsök sæju menn til þess. Út um lilið það, er riðið var um
heim að bænum, varð honum með engu móti komið, og varð
að fara með liann alt aðra leið. Ileim komst læknir þó með
hestinn, alsveittan og nötrandi af hraíðslu. Sjálfur varð lrokn-
irinn einskis var.
Þessi hræösla hestsins þótti óskiljanlcg, Og mjög var eg
intur eftir því lieima, hvort eg hefði eklci orðið var viö neitt.
Eins og eg hefi drepið á Iiér að framan, var ekkert auð-
hlaupið að því fyrir mig að koinast á þá skoðun, að eg stroði
í nokkru sambandi viö annan heim. Þá sannflæring hefi eg
nú öðlast. Mér finst eg geta séð það nú, aö yfir rnér hafi
veriö vakað með ástríkum augum alla míná æfi af ósýnileg-
um verum. Eg sé þaö nú, að í öllum mínum Örðugléikum
liefir mér verið iijálpað með mjög merkilegum hætti. Og mér
skilst svo, sem verur, er ekliert vilja mér annaö en gott, vilji
nú reyna til þrantar, hvort sálrænum hæfileikum mínum sé